28.1.2022 | 13:14
Metfjöldi smita.
Samt aðeins þrír á gjörgæslu.
Segir allt sem segja þarf um hve gjörólíkt omikron afbrigðið er fyrri afbrigðum kórónuveirunnar.
Samt, samt er reynslan af fyrri afbrigðum skýring þess að núna á að fara mjög varlega í að opna samfélagið á ný.
Samfélag full bólusetts fólks, sem omikron afbrigðið ógnar ekki á nokkurn hátt.
Líklegra er að gjörgæslan tæmist en að þar fjölgi sjúklingum á ný.
Ekki skal vera gert lítið úr mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins, en sá vandi var landlægur fyrir kóvid, aðeins sértækar aðgerðir sem kalla á aukið fjármagn leysa þann vanda.
Ekkert samhengi er þar á milli og þess að halda fólki í gíslingu sýndarmennsku sóttvarnaraðgerða, nema þær kosta gífurlega fjármuni, fjármuni sem myndu leysa mönnunarvandann fljótt og vel.
Nei frekar skal eytt peningum í vitleysu en þar sem þeir koma að gagni.
Það er eins og sóttvarnir séu orðnar að trúarbrögðum, ekki það sem þær eru, tæki til að grípa til á neyðarstundu þegar enga lækningu er að fá, eða faraldur það útbreiddur að heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið.
Samt má þakka heilbrigðisráðherra fyrir að slaka strax á miðnætti, í stað þess að taka þrjósku Þórólfs á þetta.
Vonandi hafa menn líka kjark til að flýta afléttingu ef síðasti kóvid sjúklingurinn finnst ekki lengur á Landsspítalanum.
Því seinkun á faraldrinum gerir ekkert annað en að skerða varnir almennings, það er vitað að þriðja sprautan endist ekki nema í nokkra mánuði, og sá tími er að renna út hjá mörgum núna í mars.
Síðan eigum við að gera skýlausa kröfu á að stjórnvöld hætti að draga lappirnar og einhendi sér að leysa innri vandamál Landsspítalans, vindi ofan af hinum skaðlegu hagræðingu undanfarinna ára, fjölgi fólki, fjölgi rúmum, hætti að reka spítalann á stanslausu yfirálagi.
Það kemur nefnilega annar kóvid faraldur, það er það eina sem er öruggt í þessu lífi, ásamt því að við eigum eftir að leggja bölvaða Danina í komandi handboltaleikjum.
Lífið heldur nefnilega áfram.
Og ein af gjöfum þess að við getum lært af mistökum, lært af reynslunni, og verið viðbúin næsta faraldri.
Á þessari stundu er því ekkert annað hægt að segja en;
Áfram Ísland.
Kveðja að austan.
![]() |
Aflétt fyrr ef allt gengur að óskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 28. janúar 2022
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar