26.1.2022 | 18:26
Fyrri afléttingar!!
Ef málið væri ekki svona grafalvarlegt, snerti ekki svo marga í samfélagi okkar, sem og allt það sem við köllum daglegt líf, þá gæti maður ekki annað en hlegið.
Við erum vitni af Leikhúsi fáránleikans út í Ungverjalandi þar sem fullfrísku leikmönnum Íslands er haldið í stífri einangrun að boði Þórólfs. Okei, smá ýkjur, en Evrópska handknattleikssambandið fer eftir tillögum stjarfa manna eins og Þórólfs, fólks sem ekki ennþá hefur áttað sig á muninum á fyrri kórónuveirubylgjum og þessari sem við kennum við Omikron.
Öll sem þjóð skiljum við ekki í þessari forheimsku, svo látum við bjóða okkur að fulltrúi hennar hér á Íslandi ætlar að viðhalda henni með minnisblaði sínu.
Líklegast vitna í fyrri bylgjur þar sem veiran var banvæn, og fólk ekki bólusett.
Það hefur enginn dáið lengi vegna kórónuveirunnar, fólkið sem skráð er fyrir dauðsföllum vegna hennar, er fólk sem var með veiruna, en dó ekki vegna þess sjúkdóms sem hún veldur.
Vissulega er fólk alvarlega veikt á gjörgæslu vegna hennar, en það er samt talið á fingrum annarrar handar.
Samt geta menn ekki viðurkennt mistök sín, það gönuhlaup að læsa þjóðina inni þegar það átti að aflétta samkomutakmörkunum, jafnvel þó tölfræðin segi það skýrt að það hafi verið mistök, alvarlegum veikindum fækkaði þegar Omikron afbrigðið tók yfir Delta afbrigðið, eitthvað sem var fyrirséð út frá reynslu annarra þjóða sem fengu holskeflu þess fyrr.
Þau mistök þarf að leiðrétta.
Fólk undir langvarandi ofurálagi líkt og sóttvarnarlæknir eða landlæknir, má ekki viðhalda helsi þjóðarinnar vegna þess að það getur ekki sagt þá einu setningu sem skiptir máli.
"Heyrðu, ég hafði rangt fyrir mér, leiðréttum það.".
Og ef heilbrigðisyfirvöld voga sér að vitna í þessa setning; "reynsla vegna fyrri afléttinga", þá eru þau úti að aka.
Samsek þeirri ákvörðunar sýndarmennskunnar að herða samkomutakmarkanir hjá öllum nema þar sem smitið grasseraði.
Vissulega ákvörðun sem þau tóku sjálf, vegna þess að "eitthvað þurfti að gera", svo ég vitni í fleyg orð forsætisráðherra, en þeim til afsökunar að kannski vissu þau ekki betur.
Í dag vita allir betur.
Ekki hvað síst raunveruleikinn og tölfræði hans.
Og segjum það bara hreint út, það er klikkun að höggva í knérum þess sem liðið er og á ekki við lengur.
Þó langalangafi minn hafi þurft að taka brimlendingu í hafnleysu hinnar klettóttu fjöru Vikinnar minnar, þá þýðir það ekki sama að allir hendi sér fyrir borð á Berki, 3.000 tonna loðnuskipi þegar vindar og brimar, svona í minningu hinna fornu árabáta.
Menn leggja jú hinu öfluga skipi í höfn.
Í guðanna bænum.
Hættið þessari vitleysu.
Feisið raunveruleikann.
Eða víkið ella.
Tími minnisblaðanna er liðinn.
Kveðja að austan.
![]() |
Mun leggja línurnar í minnisblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2022 | 07:48
Hætt að rífast við raunveruleikann.
Enda vilja slík rifrildi tapast að lokum.
Leikhús fáránleikans kallaði Guðmundur landsliðsþjálfi þá gjörð að loka fullhraust fólk inná hótelherbergi og meina því að spila, bara vega þess að nútíma hátækni mælir veiru í blóði þess.
Orð að sönnu og þó Guðmundur og íslenska handboltalandsliðið búi ennþá við það leikhús, þá tók ríkisstjórn Íslands af skarið og ætlar að hætta taka þátt í leikritinu.
Hætta að lama samfélagið í nafni tilgangslausra sóttvarna.
Við að hemja veiru sem verður ekki hamin, og þjóðin er fullbólusett gegn.
Auðvitað mun fólk veikjast.
Það er gangur lífsins.
En varnirnar virka og það er aðalatriði málsins.
Í dag hætta menn að rífast við raunveruleikann í skólum landsins.
Á föstudaginn verður vonandi sýndarmennskan sem kennd er við samkomutakmarkanir aflögð.
Eftir standa almennar sóttvarnir, varnirnar, og úti bíður mannlífið með öllu sínum blæbrigðum, þar á meðal áhættunni.
Og meðal annarra orða, smitum mun fækka í skólum landsins um leið og menn hætta að leita.
Faraldurinn verður eins og hver önnur umgangspest sem gengur fljótt yfir.
Kveðja að austan.
![]() |
Þúsundir nemenda úr sóttkví í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 26. janúar 2022
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 319
- Sl. sólarhring: 739
- Sl. viku: 4404
- Frá upphafi: 1460832
Annað
- Innlit í dag: 270
- Innlit sl. viku: 3721
- Gestir í dag: 264
- IP-tölur í dag: 256
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar