14.1.2022 | 14:11
Ríkisstjórnin féll á prófinu.
Höfum eitt á hreinu, vilja menn losna við þennan faraldur þá er ekkert annað í boði en mjög stífar samfélagslegar lokanir í nokkrar vikur, á pari sem var á Spáni eða Ítalíu á sínu tíma, sem og lokun landamæranna með sóttkví allra sem koma til landsins.
Allt annað er sýndarmennska, það er ef menn vilja stöðva þessa veiru.
Ríkisstjórnin féll á prófi skynseminnar.
Megindrifkraftur faraldursins eru skólar landsins, þar dreifist smitið á milli barnanna, og berst síðan inná heimili fólks.
Vilji menn hemja þennan faraldur, þá verður það ekki gert nema loka skólum landsins.
Samkomutakmarkanir ná vissulega að hamla skemmtanalíf ungra karla, en mikið fá fólk vera einfalt í sinni ef það heldur að náttúran hverfi og ungt fólk hætti að hittast og skemmta sér.
Heimskast af öllu er síðan að ætla sér að draga faraldurinn á langinn núna þegar virkni þriðju bólusetningarinnar er í hámarki og héðan af mun aðeins draga úr vörnum hennar gegn alvarlegum veikindum.
Aðgerðirnar vinna sem sagt gegn þeim markmiðum heilbrigðisyfirvalda að lágmarka alvarleg veikindi og dauðsföll vegna faraldursins.
Ríkisstjórnin féll á prófi þess sem kalla má réttlæting samfélagslegra takmarkana í nafni sóttvarna.
Ef PCR prófin væru ekki til þá vissi enginn að faraldur væri í gangi í þjóðfélaginu, aðeins einangruð tilvik veikinda þar sem mjög fáir þurfa að leggjast inná spítala. Stærsti hlutinn af þessum fáu er óbólusett fólk sem fyrirfram hefur neitað þeim vörnum sem eru í boði til að verjast veirunni.
Aðeins farsótt, sem ekki er hægt að lækna og getur valdið alvarlegum veikindum hjá áhættuhópum, réttlætir samfélagslokanir, og þá aðeins í þann tíma sem tekur að þróa bóluefni og finna lyf sem virka gegn veirusýkingunni.
Eftir það þá ber stjórnvöldum skylda til að hafa heilbrigðiskerfið það öflugt að það ráði við að bólusetja almenning og geti sinnt þeim undantekningum sem veikjast.
Vanhöld á því réttlætir aldrei að úr klúðrinu sé bætt með því að grípa til samfélagslegra lokana sem lama allt eðlilegt mannlíf.
Hvað þá þegar þjóðin er bólusett, varin gegn alvarlegum veikindum, að slíkt klúður sé talið meginforsenda þess að allt þjóðlíf sé drepið í dróma.
Og þar með er komið að lokaprófinu sem ríkisstjórnin féll á.
Heimsfaraldur kórónuveirunnar fagnar brátt 2 ára afmæli sínu, strax í upphafi var ljóst að hann myndi reyna mjög á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar, það yrði því að efla með öllum ráðum.
Öll þau ráð fram að þessu eru í flugumynd, og núna þegar lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna vegna vanbúnaðar heilbrigðiskerfisins, þá þýðir það að menn gera það sem þarf til að auka mönnun og fjölga leguplássum.
Ekkert í lögum og reglum um almannavarnir segja að menn eigi að yppta öxlum, gera fátt annað en að segjast ekki ráða við ástandið, og því sé bara auðveldast að læsa þjóðina inni.
Ef almannavarnir væru virkar þá myndu þær setja þessa ríkisstjórn af ef þetta er svarið.
Hvetja forsetann til að skipa neyðarstjórn sem nýtti sér lög og heimildir til að kalla fólk til starfa og beina fjármunum og aðföngum inní gjörgæslukerfið.
Ef óbólusettir eru skýring þess að það er að springa þá má takast á við þann vanda með því að útvista óbólusettum einstaklingum úr hinu opinbera heilbrigðiskerfi, bjóða hjúkrun þeirra út til einkaaðila á evrópska efnahagssvæðinu eða hvað sem mönnum dettur í hug til að uppfylla skyldur sínar gagnvart þeim, en aðalatriðið er að frelsi þeirra til að hafna bólusetningu á ekki að bitna á samfélaginu, frelsi þeirra er ekki því fólgið að aðrir sitji uppi með ábyrgðina. Hvað þá að þeir séu rök fyrir atlögu að samfélaginu í nafni sóttvarna.
Allavega, þetta er ekki líðandi.
Þessu bjargleysi heimskunnar verður að linna.
Þurfi til þess nýtt fólk, þá verður svo að vera.
Útbrunnið fólk getur ekki komið okkur út úr þessu heimatilbúnu sjálfsskaparvíti.
Heimsfaraldri veirunnar mun linna fyrr eða síðar.
Á meðan þurfum við fólk sem hefur kjarkinn og getuna að halda lífi í samfélaginu en ekki bara smittölum þess.
Hér með óska ég eftir slíku fólki.
Kveðja að austan.
![]() |
Hertar aðgerðir millivegur sóttvarnalæknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. janúar 2022
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar