Þjóðfélag fordæmingar og ofsókna.

 

Er ekki síður þjóðfélag kynbundins ofbeldis en það þjóðfélag eldri tíma þar sem ofbeldi gagnvart konum var liðið, talið eiginlega náttúrulögmál.

Nema í dag beinist það gegn drengjum, ungum karlmönnum, sem eru krossfestir sem hópur fyrir syndir feðranna.

 

Í nornapotti nafnlausra ásakana, hópsektar vegna glæpa eins eða fárra, þrífst múgæsing þar sem engu skipta staðreyndir, siður því það er ekki góður siður að rógbera fólk, sem er varin með því að veitast að þeim sem efast, eða telja sig ekki hafa orðið varir við þá hegðun sem vísað er í.

Talað er um gerendameðvirkni og nauðgunarmenningu án þess að eitt einasta dæmi hafi verið staðfest, eða sannreynt sem rennir stoðir undir viðkomandi ásakanir.

 

Munum að þetta hófst allt með pistli forkonu jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og um þann pistil má lesa um í Fréttablaðinu 31. ágúst, undir fyrirsögninni að "Það hefur enginn neitað neinu".  Þar má lesa meðal annars; "Hanna birti grein um frásögn konu um hópnauðgun þekktra knattspyrnumanna og svo hafi önnur saga af hópnauðgun borist henni nýlega og margar frásagnir til viðbótar.  "Ég er ekki búin að telja en sumt er alveg staðfest. Sumt er í lögregluskýrslum en ég hef bara einhvern veginn ekki farið ofan í það, að grafa það upp. Það eru bara svo mörg vitni, sem segir mér að vitneskjan er til staðar", segir hún.".

 

Núna eru liðnir 5 dagar, stjórn KSÍ fallin og fjölmiðlar hafa kappkostað að grafa upp dæmi sem sannar málflutning Hönnu, en hún sjálf heldur sig við róginn og dylgjurnar eins og hún átti sig ekki á að þegar er farið í svona vegferð nafnlausra ásakana, þá verður að fylgja þeim eftir með staðreyndum, atburðum ásamt að nafngreina bæði þolendur og gerendur, að koma sök frá hóp til einstaklinga, frá orðróm yfir í atburð.

Þegar gengið var á Hönnu vegna þessarar annarri hópnauðgun þá bar hún Stígamót fyrir heimildinni, Stígamót kannast ekki við að hafa fengið slíka tilkynningu. 

Eina heimeldisofbeldið sem fjölmiðlar hafa nefnt er ofbeldi Ragnars Sigurðssonar gagnvart húsgögnum og húsmunum á heimili hans.

Eina nauðgunin er þessi óstaðfesta frásögn frá 2010.

 

Óstaðfest frásögn frá 2010, ókærð því meintur þolandi sagði að honum hefði verið ráðlagt að kæra ekki, það er marka má frásögn Hönnu; "Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja,".

Hverjir ráðleggja slíkt??, er það Samtök nauðgara innan knattspyrnuhreyfingarinnar, eða aðrir sem hafa hagsmuni af því að lög og réttur nái ekki yfir slíka glæpi?

 

Munum að þetta var ekki árið 1830, ekki 1930, jafnvel ekki 1970 eða 1990, heldur 2010, á þessari öld þar sem fréttir hafa reglulega birst í fjölmiðlum um að knattspyrnumenn hafa verið ásakaðir um nauðganir, og þeim vikið úr liðum sínum á meðan slíkt er rannsakað.

Það er svo langt síðan að þetta hefur verið liðið, að afbaka þann raunveruleika og vísa í meint réttleysi þolenda og því séu einhverjir ábyrgir aðilar þarna úti sem ráðleggja fórnarlömbum kynferðisglæpa að kæra ekki, er ekki trúverðugt, sérstaklega þegar það er eina kjötið á beinunum.

Og ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki kanna málið betur og reyna að hafa uppi á þeim einstaklingum og samtökum sem eiga að hafa veitt þessa ráðleggingu, því slíkt er alltaf yfirhylming, í raun samsekt því í skjóli hennar geta ofbeldismenn haldið áfram óáreittir með níðingsverk sín.

 

"Þessi hegðun sem er lýst, að labba inn á skemmtistað og haga sér svona, þetta gerðirðu ekki bara einu sinni á ævinni og svo aldrei meir,"." sagði Halla Gunnarsdóttir, ofbeldismönnum fylgir slóð, og hana er hægt að rekja.

Svo ég vitni í lýsingu Hönnu; "Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör.", og forhertir menn halda áfram á meðan þarna úti er fólk sannfært fórnarlömb þeirra um að kæra ekki.

 

Vandinn og meinið er, að sú slóð hefur ekki fundist, þrátt fyrir ítarlega leit slúðurpressunnar að henni til að geta slegið henni uppi í hinni hörðu samkeppni við slúður samfélagsmiðlanna.

Eða eins og þeir hefðu verið brottnumdir af geimverum, sem reyndar passar ekki því meint fórnarlamb þeirra hefur fylgst með allavega öðrum þeirra að spila síðan fyrir hönd þjóðarinnar.

Og það er þá sem maður fer að spyrja sig, hvað býr að baki, er þetta trúverðug frásögn??

 

Þar sem ég veit að það finnast engin Samtök nauðgara innan knattspyrnuhreyfingarinnar, þá finnst mér það persónulega ekki trúverðugt að til sé fólk sem mark er takandi á, og ráðleggur fórnarlömbum skelfilegs ofbeldis að kæra ekkil

Og mér finnst það ekki trúverðugt að til sé svo vitlaus maður i opinberri stöðu, að hann hlæi daginn eftir uppí opið geðið á fórnarlambi sínu sem hann er nýbúinn að hópnauðga, og gerir grín að nauðgunin og segi síðan að skilnaði, "kærðu, það trúir þér enginn (sirka svona var frásögnin sem ég las með óhug á sínum tíma, efinn kom seinna)", fyrir hann er alltof mikið í húfi.

En ég þekki ekki staðreyndir mála, hef engar forsendur til að rannsaka þær, en ég neita að á meðan þær eru ekki staðfestar að þær séu notaðar til að úthrópa fjölda fólks, saka það um gerendameðvirkni, nauðgunarmenningu, eða kalla fólk hreinlega nauðgara.

 

Sjái fólk ekki alvarleikann í þessu, þá er illa komið fyrir samfélagi okkar.

Þá er það komið fram yfir hengiflug, það eina sem ekki er vitað hve hátt fall þess er.

 

Blint ofstæki sem fóðrar hatur og fordæmingu, hefur aldrei bætt heiminn.

Þrátt fyrir margar tilraunir þar um.

Kveðja að austan.


mbl.is Kölluðu leikmenn landsliðsins nauðgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1440165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband