Stór og falleg demantssíld

 

Er lýsing Sturlu skipstjóra á Beiti á þeirri síld sem hann veiddi út af Héraðsflóa og landaði í kjölfarið til matvælavinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hér á Neskaupstað.

 

Demantssíld er tungutak liðinna tíma, þegar lífið var fiskur, og afkoma þjóðarinnar var háð því hvernig aflaðist og hvernig gekk að vinna og selja aflann.

Tími sem aðeins gamlir og gráir muna eftir, tungutak sem er óðum að deyja út líkt og til dæmis mörg frumbyggjamál í Ástralíu þar sem aðeins er beðið eftir að síðasti öldungurinn fari á vit feðra sinna, þar sem hann mun aftur komast í heim þar sem tungumál bernsku hans er talað og skilið.

Sjávarútvegurinn í dag er hátækniatvinnugrein, aðeins prómil þjóðarinnar vinnur við hann, landvinnslan að mestu mönnuð erlendu starfsfólki, fiskur er ekki veiddur nema til staðar sé skrifleg þinglýst heimild sem má ganga kaupum og sölum.

 

En hann skaffar, og skaffar mikið.

Það sást gleggst í kóvid faraldrinum þegar ferðamenn hurfu hraðar en fína fólkið sem plagaði landsliðið í knattspyrnu á góðum stundum með uppáþrengjandi nærveru sinni, þá hélt sjávarútvegurinn hlut sínum, og varð aftur mikilvægasta gjaldeyrisuppspretta þjóðarinnar.

 

Og hann skilar hagnaði, góðum hagnaði.

Er bæði mjólkurkú þjóðarinnar og gullgæs fyrir þann fámenna hóp kvótaeiganda sem á góðri stundu þjóðmálaumræðunnar eru kallaðir sægreifar.

 

Þessi góði hagnaður hefur framkallað faraldur í stjórnmálum landsins sem má einna helst líkja saman við fjöldaofsjónir hjá deyjandi sveit franskra hermanna í útlendingahersveitinni, síðasti vatnsdropinn teygaður, ennþá dagleiðir í næstu vin.

Allt sem er á hverfandi hveli í okkar meinta bláfátæka þjóðfélagi, heilbrigðiskerfið, vegirnir, sultarkjör öryrkja, allt á að laga með að ná í þennan hagnað.

Jafnvel hillingar Steinríks (þegar hann var að deyja úr þorsta í útlendingahersveitinni) þegar hann sá dansandi villtar meyjar án þess að vera sjálfsmorðsíslamisti, blikna í samanburði við allt sem lýðskrum kosningabaráttunnar bíður kjósendum uppá þessa dagana.

 

Eftir stendur heimskan sem er skráð í visku kynslóðanna.

Þú slátrar ekki gullgæsinni, þú blóðmjólkar ekki mjólkukúna.

Í slíku atferli er fólgin feigð, aðeins vitstola græðgi hugsar ekki lengra en um ávinning morgundagsins.

 

Að ekki sé minnst á mannvonskuna sem að baki býr, því sægreifinn flýtur ofaná en hinar dreifðu byggðir sem ennþá eiga alla afkomu sína undir sjávarútveginum, þurfa að þola enn eina hringekju hagræðingarinnar með tilheyrandi röskun á atvinnu, eignaupptöku því þar sem enga vinnu er að fá, þar eru eignir verðlausar, líkt og sannaðist svo illilega í í kjölfar hins frjálsa framsals á kvóta.

 

Svona er græðgin.

Svona er öfundsýkin.

 

Heimskar fólk.

Vekur upp allt það versta í fólki.

 

Ljósi punkturinn er að það er aðeins kosið á fjögurra ára fresti.

Og þrátt fyrir að fólk spili sig fífl í aðdraganda kosninga, hvað skyldi það annars segja um okkur kjósendur??, þá er það svo þau eru miklu færri en fleiri sem komast á þing.

 

Ef ekki, þá mun fjara fljótt undan lífskjörum þjóðarinnar.

Óhjákvæmilegt líkt og að pissa uppí vindinn endar alltaf með bleytu á buxum.

 

Því þó það sé hægt að rífast við raunveruleikann.

Þá rífst raunveruleikinn ekki á móti.

 

Hann ræður, hann er.

Kveðja að austan.


mbl.is „Stór og falleg demantssíld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband