Ljótir þessir Talibanar.

 

Banna stúlkum að mennta sig.

Eins og einhver hafi átt von á öðru.

 

En á öðrum tíma, liðnum tíma, hefðu þeir ekki skorið sig mjög úr.

Menntun stúlkna er tiltölulega nýlegt fyrirbrygði í mannkynssögunni.

 

Samt bendum við fingri, köllum þá miðaldafólk.

Sem er rétt, en var fólk eitthvað verra fyrir það??

 

Spurning sem stjórnvöld á Vesturlöndum hafa svarað fyrir sitt leiti.

Miðaldafólkið í Saudi Arabíu, sem fjármagnar öfga og öll hryðjuverk íslamista, eru helstu bandamenn þeirra.

Miðaldafólkið sem stjórnar Tyrklandi, er í Nató, ósnertanlegt þó það hafi verið mikilvægasti bandamaður morðingjanna í Ríki Íslams og veitt þeim skjól þegar ríki þeira hrundi.

 

En Talibanar, sem engin hergögn kaupa, sem engum vestrænum stjórnmálamönnum múta, þá má skamma.

Vissulega réttilega, en samt.

 

Væri ekki nær að líta sér nær??

Kveðja að austan.


mbl.is Talíbanar banna stúlkum að mennta sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt gúddí??

 

Bæði til sjávar og sveita, fólk hafi það almennt gott, leiðindi veirunnar að baki.

Það mætti halda miðað við niðurstöður þessarar skoðunarkönnunar, það er aðeins á góðæristímum sem fólk kýs yfir sig glundroða og vitleysisgang.

Gleymd er staðfestan sem kom okkur í gegnum kóvid fárviðrið, styrk stjórn Katrínar og félaga, gleymdir eru þeir stjórnmálaflokkar sem ráku rýting í bak þjóðarinnar í kjölfar fjármálahrunsins 2008, gleymd er sú hugmyndafræði sem kom þjóðinni á hausinn.

Og gleymd er sú reynsla kynslóðanna að ekki er ráðlegt að láta fífl í brú ráða för.

 

Nema þetta segir það sem segja þarf um styrk framboða til hægri og miðju, að menn uppskeri eins og þeir sái.

Venjulegt jarðbundið fólk sér til dæmis æpandi mun á frambjóðendum Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan Bjarna Ben þá er eins og listar flokksins séu soðnir saman af ímyndunarteymi einhvers almannatengslafyrirtækis á meðan frambjóðendur Viðreisnar eru eins og fólk, tala eins og fólk, eru venjulegt fólk, með reynslu og þekkingu sem fylgja starfi og aldri.

Sigmundur Davíð lúkkar ekki vel, eins og það séu brestir í honum, og í stað þess að eiga í samræður við þjóðina, þá er kosningabarátta flokks hans lítt skiljanlegt lýðskrum og bullgangur sem venjulegt fólk kaupir ekki.

Framsókn flýtur alltaf á svona tímum, og eins og áður sagði þá er skiljanlegt að Viðreisn fái fylgi hægrisinnaðs fólks, frambjóðendur flokksins eru traustir og koma vel fyrir.

 

En hvað með málefnin, hvað með aðildina að ESB, hvað með sjálfstæði þjóðarinnar, gæti einhver þá spurt??

Og svarið er einfalt, þegar á reynir er enginn munur á stefnu Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hvað það varðar, eini munurinn í raun er sá að annar kannast við stefnu sína en hinn ekki.

 

Varðandi fylgi VG þá er það ljóst, hefur alltaf verið ljóst, að flokkur sem gerir út á andstöðu við ríkjandi kerfi, gamaldagsróttækni eða upphrópanir í umhverfismálum, að slíkur flokkur tapar alltaf á stjórnarsetu þar sem hann gengst við ábyrgð raunveruleikans.

Þú getur ekki verið í andstöðu við það sem þú ert hluti af.

Fylgi flokksins hlaut því að fara til sósíalista, þeir hafa tekið yfir rótæknina, og fíflaframboðin fá svo óánægjuna í umhverfismálum.

 

Það er allt gúddí í dag og niðurstöður kosninganna virðast ætla að styðja þá skoðun.

En eftir kosningar, hvað þá??

Kveðja að austan.


mbl.is Vinstri sveifla þegar vika er eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1440165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband