1.5.2021 | 10:49
Þegar ekki er bent á rót vandans.
Það er auðvelt að gaspra á þeim eina degi sem forysta launþega sannarlega þarf að mæta í vinnuna sína á meðan verkafólk á frí, það er auðvelt að slá um sig með frösum.
"Það verður heldur engin sátt á meðan þeir ríkustu komast hjá því að greiða í sameiginlega sjóði, hvort sem er með skattaundanskotum, skattaívilnunum eða aflandsfélögum.".
En það krefst styrks að taka slaginn, að benda á rót vandans, sem er regluverk Evrópusambandsins um hið frjálsa flæði, sem samviskusamlega hannað til að arðræna verkafólk og gera arðræningjunum kleyft að skjóta fé sínu í skattaskjól.
Öll tilvitnuð orð forseta ASÍ hér að ofan eru bein lýsing á regluverkinu um hið frjálsa flæði fjármagns, og skattaskjólin eru ekki einhverjar eyjar í Karabíska hafinu, þau eru innan sambandsins og lifa þar góðu afætulífi á kostnað þorra þjóða sambandsins.
Þetta eru ekki bara lönd eins Írland, Lúxemborg eða útbúi rússnesku mafíunnar á Kýpur, heldur virðist bankakerfið umhverfast um að koma skítugu fjármagni í dagsljósið og þegar eitthvað kemst upp, þá eru viðbrögðin alltaf eins; úps þarna komst upp um okkur, pössum okkur betur næst.
En regluverkið er geirneglt og við því er ekki hróflað.
Og sá sem berst ekki gegn því, getur ekki fárast yfir afleiðingum þess.
Eins er það með vinnumarkaðinn, í Evrópu er hann fyrir og eftir hið frjálsa flæði á fólki og þjónustu.
Atvinnugrein eftir atvinnugrein, sem krefst ekki sérmenntunar, hefur orðið fórnalamb félagslegra undirboða, kjör eru markvisst brotin niður með því að sækja hluta vinnuaflsins frá fátækustu löndum sambandsins eða úr hópi ólöglegra innflytjenda sem eru að verða hin nýja engisprettuplága álfunnar.
Bætum síðan við regluverkinu um kvöð opinbera aðila um að taka lægsta tilboði innan evrópska efnahagssvæðisins, og kominn er vítahringur þar sem laun ófaglærðs, og í seinni tíð faglærða líka, eru miskunnarlaust keyrð niður í það lágmark sem þarf til að skrimta.
Eftir samfelda þróun tækni og vísinda frá seinna stríði, margföldun framleiðslunnar, sem er forsenda velmegunar og velferðar fjöldans, er svo komið í Evrópu að fátæktarhverfin þenjast út, atvinnuleysi á áður velmegandi framleiðslusvæðum er gífurlegt, launum er haldið niðri með kerfislægum félagslegum undirboðum og fólkið sem vinnur hin illa borguðu störf framleiðslu eða þjónustu, er orðið framandi í augun heimamanna.
Sem sést best á því að tungutak hinna hálaunuðu forkólfa verkafólks, er soðið uppúr gömlum ræðum kreppukommanna sem sannarlega börðust fyrir bættum kjörum fólks sem hafði vart í sig og á.
Eins gatan hafi ekki verið gengin til góðs í áratugi í Evrópu, eða allt frá því að hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar varð leiðarstef hins innra markaðar álfunnar.
Þetta blasir við og sá sem segir annað, berst við vindmyllur með innantómu gaspri, er í raun ekki að berjast fyrir verkafólk, heldur fyrir kerfið sem sökina ber.
Hann er því hluti af vandanum.
Ekki lausnin.
Þess vegna á verkafólk að hlusta gaumgæfilega í dag.
Ef einn, þó ekki nema einn, beinir spjótinu sínu að kerfinu, gegn hinu frjálsa flæði frjálshyggjunnar á félagslegum undirboðum og láglaunastefnu, þá er von í verkalýðshreyfingunni.
Því það þarf ekki nema einn til að taka slaginn, til að bylta.
Sá sem krefst þess að EES samningnum sé sagt upp á morgun.
Hann er maður framtíðarinnar.
Hinir, hinir eru bara á launum.
Og ekki hjá verkafólki þó það kannski borgi reikninginn.
Það er kannski nóg til en því verður aldrei dreift sanngjarnt á meðan þjóðin er hluti af hinu evrópska efnahagssvæði.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
![]() |
Það er nóg til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 1. maí 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1440171
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar