22.4.2021 | 13:25
Sendum Pólverja í sóttkví.
Hefði alveg eins getað verið yfirskrif þessa frumvarps heilbrigðisráðherra sem minnihluta þingmanna samþykkti í nótt.
Líklegast eini sólargeislinn á annars svartri nótt, þar sem ris Alþingis hefur aldrei mælst lægra.
Við menntuð þjóð, lýðræðisþjóð, friðsöm þjóð, setjum lög sem sérstaklega er beint að einum minnihlutahóp á þann hátt að einna helst mætti halda að flett hafi verið uppí sagnfræðiritum og lögfræðingar ráðuneytisins lesið sér til um löggjöfina í Suður Afríku sem kennd var við apartheid eða aðskilnaðarstefnu hinnar hvítu yfirstéttar gagnvart hinu vinnandi svörtu íbúum landsins.
Eini munurinn í raun er sá að við innlendir erum ekki minnihluti, Pólverja á Íslandi, hins vegar minnihluti, og þeir vinna fyrir okkur skítverkin.
Kunna menn ekki að skammast sín, hvaða uppeldi er þetta?
Vissulega er vitað að síðasti sóttvarnarbrotamaður var Pólverji, og það er vitað að margir samlandar hans hafa gerst sekir um svipað athæfi frá því að reglur um tvöfalda skimun og sóttkví tóku gildi.
En réttlætir það árásirnar á 99,99% samlanda þeirra sem hafa virt sóttvarnareglur í hvívetna, að sérstaklega séu samdar reglur, þar sem menn leggjast meir að segja svo lágt að breyta viðmiðum á hááhættusvæðum, sem eiga skikka þá umfram aðra að fara örugga sóttkví ef þeir koma frá heimalandi sínu??
Erum við þannig þjóð??, finnst okkur það sjálfssagt?
Fyrir utan hvað þetta er heimskt í alla staði.
Það er viðurkennd þekking í veirufræðum, ígildi þeirrar sem við kennum við 2+2, að það þarf aðeins eitt smit til að koma að stað faraldri, rúmar 6 vikur í Wuhan frá fyrsta skráða smiti þar til öllu var skellt í lás.
Til að verjast faraldri er því aðeins tvær leiðir, sú fyrri að loka landamærum, og ef það er ekki gert, stífar samkomutakmarkanir ásamt smitrakningu til að hindra útbreiðslu faraldursins.
Mistakist það þá er neyðarúrræðið að skella öllu í lás.
Það er engin þriðja leið í boði, hvað þá eitthvað sem heitir meðalhóf sóttvarna.
Núverandi aðgerðir gera ekkert til að hindra að þetta eina smit sleppi inn fyrir landamærin, þó í fortíðinni séu einhverjar vísbendingar, þá er hegðun veirunnar óútreiknaleg.
Á þetta bendir Læknafélag Íslands réttilega í ályktun sinni sem í raun er einn stór grátur yfir heimsku þings og stjórnar; "LÍ telur vert að nefna að farsóttarfarldrar lúta ekki óskhyggju og eiginleikar sýkils geta breyst skyndilega og því mikilvægt að sóttvarnayfirvöld, þegar um tilfelli alvarlegra farsótta er að ræða, hafi nægjanlega sveigjanlegar og fullnægjandi laga og valdheimildir til að bregðast við aðsteðjandi vanda sem ógnað getur samfélaginu.".
Næsti smitberi getur þess vegna komið frá Færeyjum ef út í það er farið, og veiran er ekki lítill rasisti í sér, hún gerir ekki upp á milli fólks eftir þjóðerni.
Auðvitað eykur það öryggið að setja rápið frá Póllandi í örugga sóttkví, en það gildir um allt ráp yfir landamærin.
Hvenær ætla menn að skilja þetta??
Hve þarf mörg óþekkt smit sem sóttvarnalæknir stendur á gati yfir, til menn viðurkenni þennan raunveruleika.
Hve oft þurfum við að tapa daglega lífi okkar, hve oft þarf að brjóta niður þann vísir að ferðaþjónustu sem snýr að innlendum, hve oft þarf að loka á listamenn, íþróttir eða annað sem skellt er í lás um leið og þekkta óþekkta smit yfir landamærin verður að samfélagssmiti sem sóttvarnaryfirvöld neyðast til að bregðast við.
Fyrir utan heimskuna, hvernig ætla menn að rekja þá sem koma frá Póllandi í gegnum önnur lönd??
Á að merkja Pólverjana með gulum stjörnum??
Lágt lagðist Alþingi þegar það samþykkti ICEsave fjárkúgun breta.
Lægra lagðist það þegar það afsalaði Brussel yfirráðin yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.
En þessi samþykkt er þess lægsti punktur, og þá ekki vegna heimskunnar sem öskrar af hverri línu frumvarpsins.
Því þetta er dagurinn sem Íslendingar gerðust formlega rasistar.
Skammist ykkar.
Kveðja að austan.
![]() |
Nú er heimilt að skylda ferðamenn í sóttvarnahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggfærslur 22. apríl 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar