11.4.2021 | 11:57
Landamærin opin.
Smit leka inn, fórnarlömb þess skikkuð í sóttkví.
Og þjóðin fær ekki að lifa eðlilegu lífi.
Þessa pattstöðu þarf að rjúfa núna þegar stjórnmálin bregðast okkur, ríkisstjórnin hefur ekki styrk til að framfylgja sóttvörnum, að henni er sótt úr röðum stjórnarandstæðinga, þar sem kverúlismi er hreyfiaflið.
Hvernig getur það verið að 6% þjóðarinnar, blanda að kverúlöntum, lítt gefnu fólki og fólki sem bregst við dauðaangist sinni með afneitun á alvarleik faraldursins, haldi þjóðinni í gíslingu?
Þó gírugir fjársterkir sérhagsmunir með beina leið í vasa þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, kyndi undir.
Hvernig voga stjórnmálin að ganga gegn þjóð sinni með vísan í hina algjöra minnihluta sóttvarnarandstæðinga?
6 prósent fólkið.
Hvernig er þetta hægt á lýðræðistímum að svona lítill minnihluti, örfáir peningamenn, haldi einni þjóð í svona pattstöðu, hún má sig vart hæra, öll barátta hennar við veiruna eyðilögð jafn óðum með hinum viljandi leka á landamærunum?
Hví látum við bjóða okkur þetta??
Er eitthvað að okkur??
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja að austan.
![]() |
Tvö smit og hvorugur í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 11. apríl 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar