Bólusetningar eru nauðsyn.

 

Í öllum aldurshópum þar til hjarðónæmi hefur náðst.

Aðeins þá og ekki fyrr er hægt að slaka á aðgæslunni við landamærin.

 

Það er vissulega rétt að elstu aldurshóparnir eru viðkvæmastir fyrir pestinni, en við óheftan faraldur þá ógnar hún fólki í öllum aldurshópum, og hún er miklu banvænni en nokkur annar faraldur frá því að spænska veikin var og hét.

Í raun banvænni því þegar spænska veikin felldi fólk, þá var næring fólks og heilsugæsla, að ekki sé minnst á þau meðöl og tól sem voru í boði, á allt öðrum level en er í dag.

 

The Guardian hefur tekið saman fjölda dauðsfalla heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum og greint eftir kyni og aldri, upprunalandi og svo framvegis, og þar má meðal annars þetta lesa;

"As of 24 March 2021, Lost on the frontline has counted more than 3,500 healthcare worker deaths. The pandemic is not over, and this project is therefore a work in progress, with new names added weekly. These are our findings to date.

More than half were younger than 60. In the general population, the median age of death from Covid-19 is 78. Yet among healthcare workers in our database, it is only 59. The majority of people who died were under the age of 60. Hundreds of even younger people also died while working on the frontlines.".

 

Meiri en helmingurinn er sem sagt yngri en 60 sem hlýtur þá að skýrast af undirliggjandi sjúkdómum og öðrum þáttum sem gerir fólk viðkvæmt fyrir veirunni.

Þetta er fólkið sem er varið í starfi sínu, en vegna stöðugrar návistar við veiruna þá þarf lítið út af bregða til að það eigi á hættu að veikjast.

 

Á meðan almenningur er heima og forðast veiruna, þá er þetta fólkið sem fer í vinnuna til að hitta hana, svona líkt og yrði ef faraldurinn fengi að herja óheftur líkt og margir í heimska hægrinu berjast fyrir.  Já sem og náttúrulega margir aðrir því vissulega óar mörgum við samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar hinna sífeldu hafta og lokana á allt mannlíf.

Sambærilegt nema við yrðum ekki í geimverubúning í okkar daglega lífi, yrðum óvarin, og ef það er eitthvað undirliggjandi, í stöðugri lífshættu.

Því fyrirfram veit enginn hver deyr og hver lifir, eina sem er öruggt, það verður ekki bara gamla fólkið, nógu illt sem það er nú samt.

 

Annað sem er sláandi við þessar tölur, er sjálfur fjöldinn, 3.500, hjá fólkinu sem býr við mestu varnirnar.

Ég rakst á þessa grein þar sem mig langaði að forvitnast um hvort Gúgli frændi vissi eitthvað um árlegan fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem féllu úr flensunni, sem margir vilja líkja þessari pest við.

Nema, eftir að vera búinn að lesa á annan tug greina, þá var hvergi minnst á slíka tölfræði, aðeins beint á að bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna drægju úr líkum þess að aldraðir skjólstæðingar þess smituðust af flensunni og þar með fækkaði dauðsföllum í þeim hópi.

Samt notar enginn geimverubúninga til að forðast smit, aðeins minnst á bólusetninguna.

 

Auðvita veit fólk þetta.

Líka þeir sem halda öðru fram.

 

Og flensan er skæðasta umgangspestin sem við höfum fengið síðustu áratugina, og verður verri með hverju árinu eftir því sem pestarbælið Kína opnast meir fyrir umheiminum.

Samt er himinn og haf á milli, annars vegar líkurnar að deyja úr flensu, og hins vegar úr kóvid.

 

Og það veit enginn hvernig kóvidið endar.

Hvað dugar bólusetningin lengi?

Búa í erfðamengi hennar illvígari stökkbreytingar sem bóluefni ræður ekki við, og er jafnvel banvænna líka??

 

Spurningar sem ekkert svar er við í dag.

Aðeins tíminn einn veit.

 

En við vitum hins vegar að hjarðónæmi næst aðeins þegar fjöldinn er bólusettur.

Og þangað til er það bein tilraun til manndrápa að opna landamærin fyrir nýju smiti.

 

Slíkt gerir fólk ekki.

Alla vega ekki vitandi vits.

 

Því það er eins og Kári sagði; "Ein­hvers staðar á milli þess að vera fá­rán­legt, hlægi­legt og glæp­sam­legt, gjör­sam­lega út í hött".

Já, gjörsamlega út í hött.

Kveðja að austan.


mbl.is 45.422 einstaklingar hafa fengið bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í heimi stjórnleysis og heimsku.

 

Þykir svona frétt eðlileg.

 

Að fólk fái að streyma í þúsundavís inná stórhættulegt svæði þar sem það þarf aðeins eina óvænta vindbreytingu til að skapa lífshættuleg skilyrði.

Eða að hraungígur gefi sig, og hraun renni hraðar en fætur geta flúið.

Alvarlegast af öllu er að þessi skrípaleikur sé liðinn í miðri samfélagslegri lokun sem á að kæfa fjórðu bylgju kóvid veirunnar í fæðingu.

 

Þessi algjörlega heimska og fávitaháttur þykir eðlilegur í heimi stjórnleysis og heimsku.

Sem og þar þykir engum óeðlilegt að einstaklingur sem hefur hvorki þroska og vit, gegni stöðu dómsmálaráðherra, og láti því alla vitleysuna viðgangast.

 

En við lifum bara ekki þann heim.

Þess vegna er þetta með öllu ólíðandi í alla staði.

 

Og formenn stjórnarflokkanna geta ekki falið sig að baki því að almannatengill taldi það klókt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skipa ímynd í stól dómsmálaráðherra.

Við lifum ekki þá tíma þegar keisarar gátu skipað gæðinga, þar á meðal hesta, í öldungaráð.  Eða að barnung börn voru látin stjórna herjum, sökum ættarstöðu, en þá var reyndar alltaf reyndur hershöfðingi að baki hinni formlegu skipun barnsins.

 

Við lifum nútíðina, daginn í dag, og við eigum ekki að líða svona ástand.

Við eigum ekki að líða að á örlagatímum sé yfirmaður almannavarna og löggæslu þjóðarinnar ekki mönnuð fullorðnu fólki sem hefur hæfileika og getu til að leiða vörn þjóðarinnar gegn vágestum, hvort sem það er heimsfaraldur kórónuveirunnar eða eldgos á Reykjanesi.

Við eigum ekki að líða að forheimskan skapi það ástand að lögreglumaður tjáir áhyggjur sínar af björgunarsveitarfólki.

Eða að sóttvarnarlæknir sé ráðalaus gagnvart heimskunni og fávitahættinum sem felst í þessum stjórnlausa mannsöfnuði sem þarf á þessum tímum, af öllum tímum, láta reyna á örlög sín og gæfu, vitandi að á hverri mínútu getur túristagosið breyst í dauðagildru.

 

Við eigum ekki að lifa þessa tíma.

Heimskuna og fávitaháttinn á að stöðva í fæðingu.

 

Það er svo einfalt.

Aðeins spurning um styrk og stjórnun.

Og viðurlög gagnvart þeim sem brjóta.

 

Ef ekki, þá er ljóst að börnin eru víðar en í dómsmálaráðuneytinu.

Og slíkt er ekki líðandi.

 

En við líðum samt.

Kveðja að austan.


mbl.is Lýsir áhyggjum af björgunarsveitarfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1440174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband