Veiran er þarna.

 

Illvíg sem fyrr, og það er sama hvað hausnum er barið oft í steinvegg, það þarf aðeins eitt smit til að koma að stað faraldri.

Það má aldrei gleymast að fyrsta staðfesta smitið greindist í Wuhan í byrjun desember 2019, 6 vikum seinna eða 22 janúar 2020 var gripið til allsherjarlokunar í borginni, sársaukafull aðgerð sem var eina bjargráðið vegna þess að þetta eina smit fékk að grassera þar til það var of seint að grípa til mildari sóttvarna.

 

Þess vegna á að þefa veiruna uppi og útrýma henni, meðan það er hægt með fjöldaskimunum og sóttkví þeirra sem hugsanlega gætu verið smitaðir.

Að bíða, að sjá til, að elta skottið á veirunni, endar aðeins á einn fullreyndan veg.

Samfélagslegum lokunum allra.

 

Börnin eru líka þarna, ennþá að manni skilst.

Þau eru að leika sér með litaspjald, og þau hafa ekki þroska eða vit til að skynja alvöru málsins.

Þau eru vítin sem við eigum að varast, vítin sem við eigum að þekkja;

"Við verðum því að velta því fyr­ir okk­ur hvert og eitt, sem ekki verðum bólu­sett þegar landið opn­ast, hver ábyrgð okk­ar sjálfra er við að draga úr áhættu með eig­in hegðun".

Þau ætla að opna landið og ábyrgðin er okkar að passa okkur, að fara í felur í okkar eigin landi.

 

Á alvöru tímum, þegar heimurinn gengur í gegn fordæmalausa farsótt, er ótrúlegt að þjóðin þurfi mest að óttast eigið ráðafólk.

Því á meðan svona er gasprað, þá er hugur og vilji ekki einbeittur að því sem skiptir öllu máli.

Því sem skiptir eina máli.

 

Að verja þjóðina.

Mannlífið, samfélagið okkar.

 

Þar þarf að verða breyting á.

Kveðja að austan.


mbl.is 21 smit um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1440174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband