Börnin sem þykjast vita betur.

 

Og hafa jafnvel verið staðin að því að ybba gogg við sér eldra og reyndara fólk líkt og iðnaðarráðherra gerði svo eftirminnilega í byrjun síðasta sumars þegar hún andmælti gildum rökum Gylfa Zöega hagfræðiprófessors um að skaðinn við opnun landamæranna væri margfaldur á við þann skammtíma ávinning sem ferðaþjónustan hefði af auknum ferðamannastraumi, ávinning sem varaði aðeins á meðan ný bylgja veirunnar væri að skjóta rótum og öllu yrði lokað á ný.

"Ég tel svo ekki vera" er frægt svar iðnaðarráðherra og sú forheimska kostaði þjóðina einhver prósent í samdrátt þjóðarframleiðslunnar auk ótímabærs andlást nokkurra eldri samborgara okkar.

 

Núna berast fréttir að börnin sem vita betur, hafi unnið tillögur um gildi einhverra vottorða frá löndum utan Schengen, án nokkurs samráðs við sóttvarnaryfirvöld.

Eins og enginn sé lærdómurinn eða þá það sem þarf að vera til staðar svo fólk geti lært, sé ekki til staðar.

 

Eins fáum við fréttir um að heilbrigðisráðherra hafa sagt í Kastljósi, en ekki í grínsketsi hjá Gísla Marteini, að stjórnvöld stæðu fast við þá ákvörðun sína að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum frá og með 1. mai.

Rökin eru reyndar ekki þráin eftir að komast aftur í öruggt skjól leikskólans og fá að lita, heldur eitthvað sem heitir fyrirsjáanleiki, að það séu einhverjir í samfélaginu sem geta ekki vaknað á morgnanna og skipulagt daginn sinn nema að búa við þennan meinta fyrirsjáanleika.

 

Maður vorkennir Ölmu að þurfa enn einu sinni að svara þessu bulli.

"Alma D. Möller land­lækn­ir bætti því við að kallað hafi verið eft­ir fyr­ir­sjá­an­leika í ýms­um aðgerðum hvað far­ald­ur­inn varðar en að veir­an byði ekki upp á fyr­ir­sjá­an­leika og mik­il­vægt væri að all­ir væru til­bún­ir í að áætlan­ir væru end­ur­skoðaðar reglu­lega.".

 

Það er ekki nema von þó að Þórólfur eyði nokkrum orðum í að útskýra efnislega að hann gegni embætti sóttvarnalæknis og hlutverk hans er samkvæmt lögum að koma með tillögur og annað sem taka tillit til aðstæðna hverju sinni, með því markmiði að vernda almenning gagnvart hinni alvöru farsótt sem herjar á heimsbyggðina.

Hans hlutverk er ekki að hlusta á börn.

Hvort sem þau þykjast vita betur eða ekki.

 

Loksins kom að því að Þórólfur lét ekki lengur bjóða sér þennan ruglanda.

Hann hefði betur gert það fyrir ári síðan, en hann lærir.

Enda löngu orðinn fullorðinn og laus við barnsskóna.

 

Og hann er í þeirri stöðu í dag að eiga síðasta orðið.

Þjóðin líður ekki annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Erfitt að vita nákvæmlega hvaðan fólk kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1440174

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband