Í myrkrinu býr fól.

 

Sem gleðst yfir dauða og eymd.

 

Frá fyrsta degi hinnar alvarlegu farsóttar hefur það afvegleitt umræðuna, gróðursett falsfréttir í bland við gróusögur, jafnvel gert fólk það heimskt að það afneitar nútíma þekkingu og vísindum.

Samt ekki með reykmerkjum eða bréfdúfum sem mætti ætla miðað við fólk sem afneitar þekkingu og ætti því með réttu ekki að nýta sér afrakstur hennar, heldur með nútíma tölvum á samskiptanetinu sem við köllum alnet eða internet.

 

Afleiðingarnar eru hroðalegar, ótímabær dauði hundruð þúsunda sem hefðu ekki þurft að falla ef strax hefði verið gripið til nauðsynlegra sóttvarna á fyrstu dögum útbreiðslu veirunnar, hún einangruð og síðan útrýmt úr samfélögum okkar.

Eitthvað sem er mjög gerlegt, og hefur víða verið gert.

Að ekki sé minnst á samfélagslegar lokanir sem frysta allt mannlíf og hafa orðið nauðvörn fjölda ríkja sem féllu í gildru þeirrar heimsku sem var kölluð "að gæta meðalhófs" í sóttvörnum, hugtak úr lögum sem veiran hefur engan skilning á enda frumstæðasta lífsformið, ólæs og óskrifandi, þarf hýsilfrumu með kjarna til að viðhalda sér.

 

Dánartölurnar tala sínu máli, frá því í sumar, eftir að fyrsti faraldurinn var að mestu genginn yfir Evrópu, hafa dauðsföll víða yfir þrefaldast ef ekki meir, samt var þá allt vitað um alvarleik veirunnar, útbreiðsla hennar seinni hluta vetrar og í vor kom kannski á óvart því öld var liðin frá síðasta heimsfaraldri drepsóttar, og því var of seint gripið til samfélagslegra lokana, en sú afsökun var ekki gild eftir það.

Eitthvað garúgt, eitthvað gruggugt, talaði niður sóttvarnir, með þeim afleiðingum að opnað var fyrir smitleiðir hennar áður en henni var útrýmt, hinar miklu fórnir vetrar og vors voru því til einskis, opnað var á nýjar hörmungar og ennþá alvarlegri samfélagslegri lokanir með haustinu.

Með þekktum afleiðingum og það er ljóst að það eru öfl í þessum heimi sem vinna gegn lífinu.

 

Eymd, dauði og djöfull er ekki lengur eitthvað sem aðeins er greint frá í bókmenntum.

Heldur blákaldur raunveruleiki sem ógnar tilvist mannsins í dag.

Því þetta er aðeins byrjunin, aðeins upphafið, sagan segir að sé svona illska látin óáreitt, þá þekkir hún engin takmörk, og það kostar gífurlegar fórnir að koma á hana bönd.

Spyrjið Æsi, nógu mikið tók á slagurinn við Fernisúlf á sínum tíma.

 

Þessir frétt greinar frá einni birtingarmynd þessarar flærðar og fólsku, skurðgreftinum gegn bóluefnum og allar gróusögurnar og falsfréttirnar sem ætlað er að gera þau tortryggileg.

Þjóðernisrembingur er virkjaður líkt og sést á viðtökum Evrópusambandsins á hinu ágæta bóluefni Astrazeneca eða að bóluefnin sem komu seinna á markaðinn séu ekki eins góð og þau sem komu fyrst.

 

Hvað fólinu gengur til, jú fyrir utan eymd, dauða og djöful, má guð vita.

En ótrúlegt er að sjá hvað það á marga bandamenn og því skuli hafa tekist að gera fólsku sín að pólitískum átrúnaði á ysta hægrivæng stjórnmálanna.

Lærðum við ekkert af nasismanum og kommúnismanum??, eða er þetta hin vestræna nálgun á miðaldahugsun íslamskra öfgamanna??

Eða er mannkyninu ásköpuð þau örlög að vera svag fyrir heimsku og vitleysu, jafnvel þó í henni felist ógn við tilvist þess??

 

Ekki veit ég, ekki frekar en af hverju glæpasamtök hérlendis fái að starfa óáreitt fyrir framan nefnið á lögreglunni en ég veit að í myrkrinu býr fól.

Óáreitt nema kannski að kaþólska kirkjan reynir að hamla gegn því með særingarprestum sínum.

Það er eins og við séum búin að gefast upp, glatað trúnni, lifum í tómi, að ekkert sé þess virði að verja, ekki einu sinni lífið sem við ólum.

 

Sjálfstæði okkar, arfleið, menning, svo við lítum okkur nær, einskis vert ef það krefst fyrirhafnarinnar að verja, velmegun okkar og velferð, aðeins ránsfengur fyrir örfáa.

Samþjöppun auðs, útvistun framleiðslu í nútímaútgáfu þrælabúa hinna fornu Rómverja, skattaskjólin, hið frjálsa flæði glæpa, mannsals og eiturlyfja, allt birtingarmynd þess sama á heimsvísu, samfélögin eru ekki varin, grafið er markvisst undan framþróun tímans sem vann að útrýmingu örbirgðar, sjúkdóma og misréttis, í átt að velmegunar og velferðar fjöldans.

Fólið grefur, í besta falli felst vörn mannsins að henda einni og einni skóflu í gröfina á móti, annars er þetta að mestu látið viðgangast.

 

Heimurinn verður bólusettur svo þessi faraldur verður brátt að baki sem ógn þó hann muni alltaf krefjast aðgæslu.

En fólið sem fékk að grafa undan lífinu óáreitt, það heldur áfram að grafa.

Sínar þekktu grafir og þær nýju sem bjóðast.

 

Þannig er það þangað til að við tökum ákvörðun að breyta því.

Við Íslendingar gætum tekið stórt skref í næst kosningum með því að kjósa með sjálfstæði þjóðarinnar.

Því til þess fáum við ekki annað tækifæri, eftir þær verðum við fest endanlega í hjáleigusambandið við Brussel.

Sjálfstæði að nafninu til en lútum stjórn þess í einu og öllu í gegnum EES samninginn.

 

Fólið í myrkrinu á sér nefnilega margar birtingarmyndir.

Og það er á okkar valdi að takast á við sumar þeirra.

 

Eða sæta afleiðingum aðgerðarleysisins.

Kveðja að austan.


mbl.is Tæki hvaða bóluefni sem er í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sum fyrirtæki þekkt.

 

En bíddu við, af hverju er þau þá ennþá starfandi??

Afhverju eru glæpahópar þekktir og fyrirtæki sem þvo glæpsamlega fengna fjármuni þekkt??

Af hverju er ekki rætt um hlutina í þátíð??

 

Hver er verndarhöndin sem sér til þess að það er talað um nútíð?

Að starfsemin sé þekkt, fyrir framan af löggæslunni??

 

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Íslenskir glæpahópar umsvifamiklir erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440177

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband