Hæfni til skipan dómara.

 

Í Landsrétt sem aðra dóma ræðst af mörgu.

 

En hvergi í því mati er minnst á að nægjanlegt skilyrði sé að vera eiginmaður vinkonu dómsmálaráðherra.

Ótrúlegt að Jón Finnbjörnsson skuli ekki átta sig á því, og hafi látið reyna á þetta  mat Sigríðar Andersen.

 

Ennþá ótrúlegra að mætir menn eins og Björn Bjarnason eða Davíð Oddsson skuli hafa kóað með og hafi á einhvern hátt reynt að réttlæta þessa geðþóttarákvörðun Sigríðar.

Ef Neró hefði verið í Sjálfstæðisflokknum, hefðu þeir fundið faglegan grundvöll á skipan gæðings (hestur) hans í öldungaráð Rómar??

 

Því geðþótti, hvort sem hann styðst við alræði keisarans eða sterka stjórnmálastöðu Sjálfstæðisflokksins, er aldrei réttlætanlegur, því þá er enginn munur á valdi einræðisherrans eða þess sem er lýðræðislega kjörinn.

Og réttlæting hans eyðir trúverðugleika viðkomandi, líka þar sem rétt er mælt og rök færð fyrir máli.

 

Fyrir mig sem fastan pistlahöfund hér á Moggablogginu frá því að óhæfuverk Steingríms og Jóhönnu kröfðust afstöðu og vettvangs, því þögn okkar til vinstri var sama og samþykki alls þess sem við höfðum barist gegn frá unga aldri, var sárast að sjá meðvirkni þeirra sem áður höfðu fordæmt svipuð vinnubrögð hjá þeim skötuhjúum.

Eins og hið rétta væri valkvætt, rök og heilbrigð skynsemi ætti við gagnvart andstæðingunum, en allt það sem var ámælisvert hjá þeim, væri réttlætanlegt, ef "okkar" fólk ætti í hlut.

Eins og enginn væri spegillinn sem fólk horfði í augu sín á kveldi.

 

Svo skilja menn ekkert í því að heimurinn er eins og hann er.

Eða að auðklíkan geti fótum troðið lýðræðið og fullveldið eins og hún gerði þegar forræði okkar yfir orkuauðlindum þjóðarinnar var afsalað til Brussel, á altari hinnar frjálsu samkeppni þar sem sá sem borgar mest fær, en aðrir éta það sem úti frýs.

Og þessi aðrir eru almenningur, ég og þú og við öll hin.

 

Þess vegna er Snorrabúð stekkur enn á ný.

Horfið er sjálfstæðið, horfin eru gæði lands og þjóðar.

Á rústunum stendur Made in China og svo póstnúmer á Bresku Jómfrúareyjum þar sem auðurinn er skráður, því lúxussnekkjurnar urðu ekki til úr neinu, eða borguðu sig sjálfar.

 

Hve aumt getur fólk verið?

Eins og enginn eigi líf sem þarf að verja.

 

Aðeins rétturinn til að vera vitlaus.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Símon metinn hæfastur í embætti landsréttardómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1440175

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband