21.2.2021 | 12:54
Ísland er ekki Texas.
Segir raforkuverkfræðingur hjá Landsneti.
Í Texas er einkamarkaður;
"Raforkumarkaðurinn í Texas er ólíkur íslenskum markaði að því leyti að þar hafa framleiðsla, flutningur og dreifing verið algjörlega aðskilin. Þessi markaður er hreinn og klár samkeppnismarkaður og þar reyna menn að kreista út eins mikla orku og hægt er til að selja á markaði, segir Magni. Það geti haft í för með sér að hlutir á borð við viðhald, styrkingu og endurbætur á kerfum sitji á hakanum".
En bíddu við, var ekki einkavæðing bandaríska raforkumarkaðarins ekki fyrirmynd þess samkeppnismarkaðar Evrópusambandsins sem við innleiddum í Orkupakka 3 og verður endanlega geirneglt í Orkupakka 4??
Hvaða rök er að benda á kerfi sem við höfum og hefur reynst þjóðinni gífurlega vel, þegar það á að leggja það niður og taka upp kerfi þar sem framleiðsla, flutningur og dreifing hefur verið algjörlega aðskilin, í hreinum og klárum samkeppnismarkaði?
Samkeppnismarkað sem selur orku til húshitunar ódýrt þegar við höfum litla þörf fyrir hana en rýir fólk inn að skinni þegar hún er lífsnauðsyn.
Harmleikurinn í Texas þar sem fólk er rukkað um hundruð þúsunda á viku fyrir mjög litla rafmagnsnotkun, er harmleikur sem varð um alla Norðanverða Evrópu í nýliðnu kuldakasti.
Vissulega ekki eins háar upphæðir því hinn evrópski samkeppnismarkaðar hefur ekki ennþá tekið út fullan þroska eins og sá bandaríski, en trendið er það sama, og raunveruleikinn jafn napur hjá efnaminni fólki.
Það hefur ekki efni á hitanum í kuldanum.
Það er illt fólk, ógæfufólk sem berst fyrir einkavæðingu grunngæða samfélagsins.
Það vinnur hörðum höndum að því að endurreisa misrétti liðinna alda.
Að fátækir lifi á gaddinum og éti það sem úti frýs
Og það er engin afsökun fyrir íslenska stjórnmálastétt (með heiðarlegum undantekningum) að hún þykist ekki gera sér grein fyrir af hvaða rót stefna hennar er eða fyrir hvern hún vinnur í raun.
Sú afsökun dugði ekki þegar hún seldi þjóð sína í skuldahlekki ICEsave, og hún dugar ekki þegar hún afneitar innihaldi og markmiði Orkupakka Evrópusambandsins.
Sem og að þjóðin hefur enga afsökun að verjast ekki flærðinni og útsendurum hennar.
Og það á ekki að þurfa að frjósa undan okkur svo við skiljum það.
Kveðja að austan.
![]() |
Áfellisdómur yfir skipulagi, ekki vindorku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. febrúar 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440177
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar