7.11.2021 | 12:35
Óbólusettir skýra ekki faraldurinn.
Ekki hér á Íslandi hið minnsta, hlutfall þeirra af heildinni er það lágt að öll bönd hljóta að berast á langtímavirkni þeirra bóluefna sem eru í boði.
Sem er greinilega engin því þjóðin var bólusett í vor og byrjun sumars.
Þess vegna þarf umræðunni að linna gagnvart óbólusetti fólki, það er ekki það sem er að smita eða bera út smitið.
Læknar segja að það veikist alvarlegra, en hvað um það, þetta er jú þeirra val, upplýst val.
Ef spítalar telja sig vera að springa út af álaginu að sinna óbólusettum, sem vart verður séð miðað við tölfræði dagsins, þá er einfalt að taka þá upplýstu ákvörðun að setja þá aftast á biðlistana, þó það lenska í dag að fáir haldi fjöldanum í gíslingu, þá gengur það ekki þegar um líf og heilsu fjöldans er að ræða.
Allavega getur vísan í óbólusetta einstaklinga ekki verið röksemd samfélagslegra hafta.
Það þarf hins vegar að feisa þá staðreynd að bóluefni virka ekki, núverandi framleiðendur þeirra virðast vera á villigötum varðandi framleiðslu á bóluefni sem kemur í veg fyrir heimsfaraldra.
Í dag virðast þau svona aðeins vera grið, svona líkt og miðja fellibylsins, til að vísindin nái að þróa lyf sem bíta á sjúkdómnum, hindra alvarleg veikindi og dauðsföll.
Og grið fyrir aðra að þróa ný og öflugri bóluefni.
Sóttvarnarlæknir talar um þriðju bólusetninguna, hún virðist virka í Ísrael.
En hve lengi??, það veit enginn, sporin hræða.
En hann bendir réttilega á að það er ekki valkostur að veiran fái frelsi frjálshyggjunnar til að eyða og drepa líkt og auðmenn vora daga, nema þeir eyða samfélögum.
Það er heldur ekki valkostur að loka allt og alla inni um aldur og ævi, slíkt er ekki líf, og aðeins mestu ógnir réttlæta slíkt til lengdar.
Þess vegna, einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fullorðið fólk stjórni vörnum þjóðarinnar, stjórni vörnum þjóðanna.
Að heilbrigðiskerfin séu efld, og gífurlegir fjármunir séu settir í að þróa lyf og varnir, þar á meðal bóluefni sem virka.
Fjöregg okkar eigum við ekki að eiga undir Örfáum risalyfjafyrirtækjum, þar sem að baki leyndu eignarhaldi er peningaþvottur, glæpasamtök, illyrmi.
Einokun sem hugsar um að hámarka gróða en ekki að lækna.
Hér á Íslandi þurfum við að sætta okkur við að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar skipar börn í ráðherraembætti, börn sem yfirlæknir á Landsspítalanum segir fullum fetum að það sé ekki það að þau viti ekki hvað þau segja, þau hreinlega segja ósatt.
Tilefnið er orð dómsmálaráðherra um auknar fjárveitingar til Landsspítalans.
Þar sem dómsmálaráðherra endurrómar reyndar opinbera vörn Sjálfstæðisflokksins á gagnvart þeirri staðreynd að frá 2009 hefur leguplássum á Landsspítalanum fækkað um þriðjung, á meðan bæði hlutfall aldraðra hefur aukist, sem og þjóðinni fjölgað mikið vegna innflytjenda.
Hvernig er hægt að liða svona málflutning á neyðartímum?
Að þjóðin sé í gíslingu barna sem eru óhæf til að taka réttar ákvarðanir?'
Af hverju var útspil fjármálaráðherra í vor að leggja til 2% flatan niðurskurð, vitandi um heimsfaraldurinn og álag hans á heilbrigðiskerfið??
Það er mál að linni.
Við þurfum á einhvern hátt að tækla faraldurinn.
Hann er ekki á förum, ekki á meðan bólusetningarnar duga ekki til að hefta útbreiðslu hans.
Það þarf að gera það sem þarf að gera.
Strax.
Kveðja að austan.
![]() |
Um 10% hafa ekki þegið bólusetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. nóvember 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar