5.11.2021 | 17:18
Ekki í boði að vera fúll og hengja haus.
Segir Víðir Reynisson þegar hann tilkynnir nýjar sóttvarnaraðgerði, sem eru endurnýttar frá því síðla sumars.
Eftir stendur spurningin, hvar var Víðir þegar slakað var á??, þá var vitað að bóluefni hindruðu ekki smit, samt sagði hann ekkert, varaði ekki við, tók reyndar undir.
Hver er trúverðugleiki fólks þar sem vindhani á stafni er besta lýsing á afstöðu þess og málflutningi??
Annað hvort var rétt að leggja niður sóttvarnir og sætta sit við aukin smitfjölda, eða það var rangt, en þá er trúverðugleiki heilbrigðisyfirvalda, að ekki sé minnst á Víði og almannvarna, að hafa andhæft gegn afléttingunni, og bent á þekktar staðreyndir um að slíkt myndi leiða til fjölda smita, og seinna meir til neyðarástands á gjörgæslu Landspítalans.
Það var jú vitað allan tímann að hún réði ekki við viðbótarálag í meðalári, hvað þá illvíga faraldra smitsjúkdóma.
Og nóta bene, það eru rétt tæp 2 ár síðan að ljóst var að áður óþekkt veira myndi valda heimsfaraldri með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfi heimsbyggðarinnar.
Núna, eftir fjöldabólusetningu þjóðarinnar, er vísað í þetta meinta álag, að við sem þjóð séum ekki að upplifa meðalár, sem enn og aftur var illviðráðanlegt eftir áratug niðurskurð þeirrar hagstefnu sem kennd er við frjálshyggju, og spámann hennar á Íslandi, Hannes Hólmstein.
Af hverju gerðu menn ekkert??
Af hverju var ekki tekist á við undirmönnun, skort á gjörgæslurúmum, hið algjöra viðbúnaðarleysi þjóðarinnar gagnvart farsóttum, hópslysum eða annað sem rúmast ekki innan Exels þessa fólks sem skar niður, og brást við heimsfaraldur kóvid með því að leggja til flatan niðurskurð uppá 2% núna í vor??
Ef einhver stuðningsmaður Hannesar og frjálshyggju núverandi ríkisstjórnar er svo heimskur að tala um kostnað, þá er það ljóst, faktur sem meitlaður er í harðasta granít, að hliðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að bæta fólki og fyrirtækjum upp tekjumissi vegna sóttvarnarráðstafana er margfaldur miðað við þann kostnað að endurræsa Landsspítalann úr heljargreipum þess niðurskurðar sem hefur því sem næst gert spítalann óstarfhæfan.
Í því samhengi er nauðsynlegt fjármagn til Landsspítalans aðeins smáaurar miðað við kostnað ríkissjóðs af þeim sóttvörnum sem hafa varið þjóðina.
Samt, enn og aftur er niðurskurðurinn, þessi helstefna Hannesar og frjálshyggjunnar, notuð sem réttlæting þess að læsa þjóðfélagið aftur inni í fjötra sóttvarna.
Hjá bólusettri þjóð sem hefur allar varnir til að verjast faraldrinum, bæði með viðbótarbólusetningum sem og að fjölga sjúkrarúmum til að sinna þeim bólusettum sem þó sýkjast alvarlega.
Enginn af þeim hefur dáið sem sannar að bólusetningin virkar, þó hún hindri ekki útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.
Eftir stendur boðið um viðbótarbólusetningu, sem og að bólusetja þann hóp sem hefur hafnað bólusetningu fram að þessu.
Þeir sem eru í áhættuhópi og þiggja ekki viðbótarbólusetningu, verða einfaldlega að eiga það við sig, þeir eru aldrei réttlæting þess að skólum sé lokað, eða samfélaginu almennt haldið í herkví sóttvarna.
Þeir sem þiggja ekki bólusetningu, hafa tekið afstöðu, sem heilbrigðisyfirvöldum ber að virða, þeir vilja kljást við sinn sjúkdóm í sínu eigin rúmi, þeirra afstaða kemur meintu neyðarástandi heilbrigðiskerfisins ekkert við.
Þeir eru aldrei afsökun fyrir að fangelsa restina að þjóðinni, okkur hinum sem trúðum að bólusetning væri vörn sem myndi binda enda almennar sóttvarnir, að við værum varin gegn alvarlegum veikindum farsóttarinnar.
Smittölur, hjá fólki sem veikist lítt eða ekkert, er ekki ástæða eða afsökun alræðis til að loka á eðlilegt mannlíf, aðeins raunveruleg farsótt getur réttlætt slíkt.
Sem Þórólfur tekur skýrt fram, það er enginn bólusettur að sýkjast alvarlega, ekki nema þeir sem eru í sérstökum áhættuhópi, og þeim stendur til boða þriðja bólusetning, og örugglega sú fjórða og sú fimmta, á meðan er ekki til bóluefni sem hindrar útbreiðslu veirunnar.
Eftir stendur aðeins vísunin í niðurskurðar heilbrigðiskerfið og sú smán að við skulum hafa láti keypta stjórnmálastétt okkar komast upp með að skera niður í samtíma þar sem þjóðin hefur aldrei haft það betra, tekjulega, efnahagslega.
Til að gera þeim kleyft sem fjármagna hana að ræna okkur og rupla, hvað fluttu hrægammarnir mikið fjármagn úr landi??, hvað stjarnfræðilegar upphæðir hafa bankarnir hagnast um frá Hruni??
Óhæfuverk þeirra réttlæta ekki viðbrögð sóttvarnaryfirvalda, í dag eru þau meðsek fólkinu sem skar niður í stað þess að hlúa að eða byggja upp.
Slíkt er pólitísk afstaða, hefur ekkert með meinta fagmennsku Þórólfs, Víðis eða Ölmu að gera.
Samt er neyðarástand, og frá því er ekki undan vikist að feisa.
En það gera menn ekki með því að loka og læsa, heldur að bæta í fjármagn og fjölga gjörgæslurúmum.
Að gera heilbrigðiskerfinu kleyft að takast á við heimsfaraldurinn á tímum bólusetninga.
Það er ekki gert í dag.
Vegna þess að Víðir, Þórólfur og kó vilja ekki vera fúlir og hengja haus.
Þeir kóa með í stað þess að tækla vandann.
Vissulega bera þeir ekki ábyrgð á fjárveitingum Hannesa, en þeir bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum.
Það var þeirra að benda á í stað þess að þegja.
Þeirra var trúverðugleikinn sem gefinn var uppá bátinn því þau höfðu ekki kjark til að rugga honum.
Þar með urðu þau hluti af vandanum.
En ekki fólkið sem tók stríðið gegn honum.
Eru í raun vinnumenn veirunnar í dag.
Sem er ekki hlutverk þeirra.
Sé svo, hafa þau brugðist.
Þá er kominn tími á annað fólk.
Einhver, einhver þarna úti hlýtur að geta tekið stríðið gegn veirunni.
Þetta snýst jú aðeins um að halda haus.
Kveðja að austan.
![]() |
Neyðarástand skapist með sama áframhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 5. nóvember 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar