10.11.2021 | 23:05
Landsspítalinn kallar á hertar aðgerðir.
Hættir að ráða við ástandið á næstu dögum.
Gott og vel, ekki er hægt að mótmæla því að bólusetningar ná ekki að hemja kóvid veiruna, og eitthvað þarf að gera.
Og eins og staðan er í dag, þá er augljóst að við þurfum að láta eins og þjóðin sé ekki bólusett, og byrja aftur að loka og læsa.
En samt þurfum við að spyrja okkur einnar spurningar, er það boðlegt að stjórnvöld opni ítrekað fyrir innflutning á veirunni, eftir langt tímabil fórna almennings, og það koma alltaf jafn mikið á óvart að faraldurinn fari á flug á ný??
Aftur og aftur, og alltaf jafn hissa.
Alltaf sami einfeldningshátturinn, sagt að núna sé óhætt að slaka á hömlum, því aðrar þjóðir gera það.
Ekki að það er ekki til lengdar hægt að loka heila þjóð inni, bæði inní landinu sem og inná heimilum sínum og fólki sé meinað fátt annað en að sinna vinnu og heimili því annars er lokað á flest allt sem tengist afþreyingu og tómstundum.
En samt, á einhverjum tímapunkti þarf að treysta á varnirnar, bæði bólusetningu, ný lyf, bætta meðferð, sem og þekkingu almennings við að sinna persónulegum sóttvörnum.
Sem og að gera heilbrigðiskerfinu kleyft að takast á við kúfinn á meðan hann gengur yfir.
Og það er þar sem stjórnvöld hafa brugðist, staðan á Landsspítalanum er nákvæmlega sú sama og í upphafi faraldurs, nema núna er hún verri ef eitthvað er því það saxast á starfsfólk þegar það vinnur í langan tíma undir svona stöðugu álagi eins og hjúkrun kóvidsjúklinga er.
Hvernig dettur heilvita manni í hug að það sé hægt að takast á við heimsfaraldur með aðeins 16 gjörgæslurúm, eða hvað lág sú tala annars er, því þetta er pikkað inn eftir minni.
Gjörgæslan ræður ekki einu sinni við alvarlegt rútuslys, ætla menn þá til öryggis að banna allar rútuferðir??
Það er eitthvað mikið virkilega að í stjórnun þjóðarinnar í dag.
Það er ekki eðlilegt að faraldurinn komi mönnum jafn mikið á óvart, og söngurinn sé alltaf sá sami, núna þarf að herða því Landspítalinn ræður ekki við ástandið.
Og ástandið slær ekki einu sinni við meðalflensu, ekki í augnablikinu, þökk sé bólusetningunni sem virðist þó duga til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi fjöldans.
Þetta er ekki lengur boðlegur málflutningur hjá sóttvarnalækni eða stjórnendum Landsspítalans.
Þetta er meðvirkni með algjörlega óviðunandi ástandi og sofandahætti stjórnvalda.
Það er ekki endalaust hægt að biðla til þjóðarinnar á meðan ekki er kjarkur til að benda á hinn raunverulega vanda sem er lamað sjúkrahúskerfi eftir langvarandi flatan niðurskurð síðustu áratuga, því vandinn er miklu dýpri en svo að hægt sé að tala um eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ber ein ábyrgð á.
En hennar er ábyrgðin að hysja upp um sig brókina, og bæta úr, bæta í, að gera í stað þess að tala.
Samsektin er hins vegar þeirra sem þegja þegar þeir eiga að krefjast tafarlausra úrbóta og aðgerða.
Hringekja vitleysunnar þarf að ljúka.
Strax, helst í gær.
Munum svo að það er kostnaður að loka samfélaginu, kostnaður sem fellur beint og óbeint á ríkissjóð.
Margfaldur miða við það fjármagn sem þarf að setja í gjörgæslukerfið svo það geti sinnt hlutverki sínum á tímum heimsfaraldurs.
Þjóðin er ekki leikfang sem er hægt að setja í skúffu hvenær sem ráðþrota fólk rekur sig á heimsfaraldur veirunnar.
Það er mál að linni.
Það þarf að tala mannamál og gera það sem þarf að gera.
Þá er stuðningur vís.
Kveðja að austan.
![]() |
Aðgerðir verði hertar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2021 | 18:09
Gengur axarmorðingi laus á Menntamálastofnun??
Eða hvernig á að skilja þessi orð fréttaþular í hádegisfréttum Ruv; "stjórnarhættir á Menntamálastofnun ógnar lífi og heilsu starfsfólks".
Og er ekki von þó meintur sökudólgur kvarti yfir að mat mannauðsfyrirtækisins Auðnast standist ekki kröfur um hófsemd og nærgætni ef það er hægt að leggja þessi orð út af skýrslu fyrirtækisins.
Í fréttinni, reyndar hjá Ruv og eins hér á Mbl.is, er talað um öryggi og heilsu en samt, er ekki verið að ræða um vinnustað blýantsnagara??
Skrifstofufólks þar sem menntagráðurnar eru örugglega fleiri en hausatalan að baki, helstu meint vopn blýantur, penni og lyklaborð.
Eða er verið að meina að orð séu orðin svo illvíg að heilsa og öryggi er undir??
Svo er talað um kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti, sem er þá líklegast ekki kynferðislegt, en heyrðu, varðar þetta ekki allt við lög í dag??
Var ekki ríkissaksóknari núna nýlega að eltast við meint káf hjá ellilífeyrisþega á fyllerí í heimahúsi á Spáni, draga gamalmenni fyrir dóm og krafðist fangelsisrefsingar??
Svona í ljósi ástandsins í undirheimum Reykjavíkur, þar sem eitrið flýtur, handrukkarar fara ekki lengur hljótt með níðingsverk sín, komast upp með að drepa fólk án þess að vera ákærðir, að ekki sé minnst á að þeir sem selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum fá alltaf bætur frá ríkinu eftir að löggan vogar sér að skipta sér að iðju þeirra, og já, eru farnir að drepa hvorn annan að hætti erlendra mafíósa, þá er ljóst hve alvarlegum augum ríkissaksóknari, og þær konur sem eru undir hans stjórn, líta meinta kynferðislega áreitni.
Menn geta síðan ímyndað sér viðbrögðin ef gamalmennið hefði gerst sig sekan um kynferðislegt ofbeldi, eða verið sakaður um slíkt, svo af hverju, af hverju kæra ekki meint fórnarlömb, vita þau ekki að þetta er bannað? Eru þau meðvirk, er meðvirkni ekki líka glæpur??
Þó meintur dólgur eigi í hlut, þá er svona fréttaflutningur og svona umfjöllun ekki boðleg.
Það er verið að gjaldfella alvöruna þar til við hættu að gera greinarmun á raunverulegri hættu og raunverulegu ofbeldi og upplifun fólks á slíku.
Því sá sem verður fyrir ofbeldi upplifir ekki, hann er beittur ofbeldi.
Svona framsetning er til þess eins hugsuð að bola viðkomandi yfirmanni úr störfum, líklegast vegna þess að ráðherra telur sig ekki hafa neitt í hendi til að reka hann, eða réttindi ríkisstarfsmanna gera honum það ókleyft.
Nema þetta er bara ekki rétta leiðin, þetta er leið ístöðuleysisins og aumingjaskaparins.
Alveg eins og grenjið sem kemur fram í skýrslunni, hver vinnur á stað þar sem heilsa hans og öryggi er í húfi??
Hver vinnur á stað þar sem hann er beittur kynferðislegu ofbeldi??
Hver tekur ekki á móti og ver mennsku sína og réttindi??
Það er skítalykt af þessu.
Og sú lykt kemur ekki bara úr forstjórastólnum.
Sá sem þarf skýrslu frá fyrirtæki út i bæ til að fóðra neikvæða fjölmiðlaumfjöllun svo hann treysti sér til að reka undirmann sinn, hann er ekki starfi sínum vaxinn.
Kemur ekki á óvart að viðkomandi er ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Hafið þið ekki heyrt um kóvid??
Ekki ríkisstjórnin, núna einu og hálfu ári eftir að heimsfaraldurinn hófst, hefur hún ekki lagt krónu í að mennta gjörgæslustarfsfólk og fjölga gjörgæslurúmum.
Slíkur er fílabeinsturninn sem núna er staddur á ráðstefnu um hvernig hægt er að koma tekjulægri hópum aftur á miðaldir með sköttum og atvinnumissi.
Það vantar tötsið.
Kellingavælið hefur tekið yfir.
Trúið mér, það gengur ekki axarmorðingi laus.
Hann var handtekinn 1596 og ekkert til hans spurt síðan.
Alveg satt.
Kveðja að austan.
![]() |
Matið standist ekki kröfur um hófsemd og nærgætni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 10. nóvember 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar