Hvað kostar svona svikamylla??

 

Það er ekki fáheyrt að þingmaður yfirgefi þingflokk áður en þing kemur saman, án þess að baki liggi einhver átök eða hugmyndafræðilegt uppgjör.

Það er ekki fáheyrt því það hefur ekki heyrst áður.

Er án fordæma og getur aldrei verið án skýringa.

 

Spurningin sem þarf að spyrja, sem allir sem unna lýðræði verða að spyrja, er;

Hvað kostar einn þingmaður??

Hvað kosta svona svik og undirferli??

Hættum að spila okkur saklaus og segja að svona gerist bara í útlöndum þar sem mafíur eða fjármagnsöfl kaupa þingmenn, og í ennþá spilltari löndum þá ganga þeir kaupum og sölum eins og fé af fjalli.

 

Þar sem Bjarni fagnar þá geta menn spurt hann hvort þetta séu persónuleg útgjöld?

Glittnir í einhverja sjóði sem hurfu eða tæmdust??

Eða er samskotssjóður í Valhöll til að nota í svona tilfellum??

 

Síðan er það ekki einleikið hvernig Sigmundur Davíð hefur verið trakteraður eftir að hann lýsti yfir opnu stríði við innlenda og erlenda hrægamma og hafði af þeim hundruð milljarða af illa fengnu fé og lét það renna í þjóðarsjóð.

Núna sér maður tár Bjarna í nýju ljósi, hin þurru tár sem féllu eftir fyrirsát Rúv í ráðherrabústaðnum sem endaði með rýtingsstungu Sigurðar Inga í bak Sigmundar.

Maður hélt að það hefði verið krókódílatár en kannski voru það gleðitár eftir allt saman, vel unnið verk að baki.

Glittnir þá líka í fjármuni sem skýrðu að Sigurður Ingi gerðist ómerkingur orða sinna??

 

Og núna er sagan um fátæka öryrkjan út á galeiðunni með lánaðan síma af Þjóðminjasafninu endanlega búinn að missa trúverðugleik sinn.

Einleikið kannski, tvíleikið??, aðvörunarbjöllur ættu allavega að klingja hressilega, en þríleikið er alveg útilokað.

Auðvitað grunaði mann að Bára hefði verið í vinnunni, þekkt allavega í útlöndum að násmenn og bótaþegar nýti frítíma sinn í að harka inn aur með því að sitja um fólk, en ógeðið sem vall út úr ónefndum þingmanni!!, ef ég væri Sigmundur og ganga á hann strax í kvöld. 

Eða kíkja í Pandóruskjölin.

 

Þegar eitthvað er ótrúlegra en sjálf lygin, að ekki sé hægt að segja um atburðarás að hún sé lyginni líkust því enginn hefði hugmyndaflug til að ljúga þvílíkri vitleysu, þá er það því miður oftast satt.

Spurningin er hvort hefndarþorsti hrægammanna, þessa þarna sem keyptu upp lungann af íslenskum stjórnmálum eftir Hrun, nái yfir gröf og dauða, eða hvort annað og meir búi undir??

 

Hvernig var það aftur með Orkupakka 4, hvernig var það aftur með sæstrenginn, er ekki orkuverð í megahæðum í Evrópu í dag og verður það um fyrirséða framtíð.

Og hvernig var það aftur með einkavæðingu orkufyrirtækja þjóðarinnar??, eru þar ekki gífurleg verðmæti sem hrægammurinn ásælist??

 

Það er aðeins eitt sem má segja um svona svikamyllu, þar er ekkert sem sýnist.

Það býr alltaf mikið undir.

Fæst af því sjáanlegt á yfirborðinu.

Að vængstífa Miðflokkinn er því fyrirboði frekari tíðinda.

 

Ótíðinda.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Bjarni fagnar Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440164

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband