Landslið rúið trausti.

 

Fær engan stuðning í kvöld.

Samt er þarna framtíðin, sem enga sök ber, er aðeins mætt til að spila fótbolta.

Ef allt væri eðlilegt myndu knattspyrnuáhugamenn fylkja sér að baki strákunum, sýna þeim stuðning í verki um von um blóm og betri tíð.

 

En það er ekkert eðlilegt hjá KSÍ.

Fráfarandi stjórn féll vegna þess að hún hafði ekki kjark til að mæta dylgjum, rógi og slúðri.

Hafði ekki kjark til að standa með formanni sínum þó ljóst væri að alla tíð hafði hann reynt að gera sitt besta til að breyta meintum strákakultúr knattspyrnuhreyfingarinnar, það sem felldi hann voru atburðir fortíðar sem öllu vitibornu fólki var ljóst að Guðni Bergsson gat engan veginn borið ábyrgð á.

Vitiborið fólk veit jú að við lifum núið, getum lært af fortíðinni og lagt grunn að stefnu fyrir framtíðina, en okkur er ókleyft að breyta því sem er liðið, og við getum aldrei borið ábyrgð á hinu liðna, ef við vorum ekki sjálf gerendur, eða hlutlausir áhorfendur sem hefðu getað gripið inní, en gerðum ekki.

 

Núverandi formaður hóf hinsvegar vegferð sína með því að kúga landsliðsþjálfarann til að ljúga um að hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun um að velja ekki Aron Einar í landsliðshóp sinn.

Sú ákvörðun gat alveg verið réttmæt, en lygar og blekkingar eru það aldrei,

Hvað þá hjá fólki sem fékk völd sín eftir rýtingsstungu í bak fólks sem alltaf kom heiðarlega fram, laug ekki, blekkti ekki.

 

Aum var Vanda eftir þann lygaþvætting, Arnar er á eftir aumkunarverður, framdi sitt Hara Kiri,, maður sem þarf þjálfun almannatengla  til að ljúga í beinni útsendingu, er ekki virðingarverður maður.

Vanda framdi hins vegar sitt Hara Kiri með því að mæta í Kastljósviðtal þar sem hún var meðvirk með slúðri, rógi og dylgjum spyrilsins.

"Trúir þú þolendum?, eiga þolendur kynferðisofbeldis ekki að njóta vafans??".

Sem er reyndar álíka gáfuleg spurning hvort þú trúir á DNA eða þyngdarlögmál Newtons.

 

Auðvitað ber okkur skylda til að trúa þolendum kynferðisofbeldis, en við eigum líka að hafa þá heilbrigðu skynsemi að vita að fleiri segja frá en þeir sem eru raunverulegir þolendur.

Að afneita þeirri staðreynd sem sagan kann ótal dæmi um, og oft á tíðum hafa konur verið þolendur slíkra rangra sakargifta, er vanvirðing gagnvart vitsmunum fólks og heilbrigðri skynsemi.

 

Jóhanna Vigdís ásakaði fólk, ásakaði knattspyrnuhreyfinguna sem heild án þess að hafa nokkuð í höndunum.

Hún vísaði i mál Gylfa Þórs án þess að geta bent á nokkuð dæmi um að meint hegðun hans hefði komið inná borð KSÍ, eða snerti íslenska knattspyrnuhreyfinguna á nokkurn hátt.

Hún vísaði í mál Kolbeins Sigþórssonar þar sem öllum má ljóst vera að meintur þolandi laug öllu til um efnisatriði málsins varðandi KSÍ og aðkomu sambandsins að því máli. 

Eftir stendur trúverðugleiki hins meinta þolenda varðandi önnur efnisatriði málsins, atferli hennar fellur allavega inní þekkt mynstur fjárplógsfólks, hvort sem það er tilviljun eða ekki.

 

Þá er Aron Einar og meint nauðgun hans fyrir 11 árum síðan ein eftir.

Það er ljóst að sú nauðgun var kærð á sínum tíma, en kæran dregin til baka.

Hvort þáverandi stjórn KSÍ og þáverandi landsliðsþjálfarar hafi vitað um þá kæru veit enginn, því í allri múgæsingu hinna meintu fjölmiðla þjóðarinnar þá hefur enginn af þeim reynt að grafast fyrir um efnisatriði málsins og staðreyndir.

Sem og í öllu þessu máli, þá hafa réttmætar spurningar aldrei verið spurðar.

 

Kynferðisofbeldi fylgir slóði sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri ASÍ og fyrrum frambjóðandi til embættis formanns KSÍ.

Svona gróft ofbeldi verður ekki til úr engu, það á sér forsögu, og það endurtekur sig þar til það er stöðvað.

 

Eitthvað sem er svo augljóst öllu vitibornu fólki, og enginn ætti að starfa við fjölmiðlun sem áttar sig ekki á þessu einfalda orsakasamhengi.

En hvar er slóðin sem borin er uppá nafngreinda sem ónafngreinda einstaklinga??

Andrés prins átti sér sinn slóða, Harry Weinstein átti sér sinn slóða, hérlendis þekkjum við nýlegt dæmi um Ingó Veðurguð.

 

En hvar er slóðin sem fylgdi Kolbein, hvar er slóðin sem fylgdi Aron Einari??

Eða hvar er slóðin sem réttlætir dylgjurnar og róginn gagnvart knattspyrnuhreyfingunni??

Hvað var það sem Jóhanna Vigdís hafði í höndunum sem réttlættu spurningar hennar um kynferðislegt ofbeldi sem knattspyrnuhreyfingin hefði látið viðgangast??

Nákvæmlega ekkert annað en síendurtekinn frasi um að trúa ætti meintum þolendum, án þess að taka eitt dæmi um slíkan þolanda.

 

Jóhanna Vigdís er ekki slúðurkelling eða rógberi út í bæ líkt og formaður jafnréttisnefndar kennara, hún er fréttamaður á launum hjá þjóðinni, hennar hlutverk er að afla sér upplýsinga og spyrja beinskeyttra spurninga út frá þeim.

Sem hún gerði ekki, hún hafði ekkert í höndunum, hún hafði ekki einu sinni þá sjálfsvirðingu að spyrja sjálfra sig þeirrar spurningar af hverju það hefði þurft frumkvæði lögmanns Kolbeins Sigþórssonar til að afhjúpaði að það hefði verið lögmaður Þórhildar Gyðu sem fór fram á miskabætur, en ekki að KSÍ hefði boðið þær gegn því að hún léti ekki málið fara lengra.

Eða hún játaði skipbrot hinna meintu fjölmiðla að það hefði þurft skúbb frá lögmanni út í bæ sem afhjúpaði lögregluskýrslur um að kæran hefði verið dregin til baka eftir að Þórhildur hefði náð sátt við Kolbein um miskabætur.

 

Jóhanna Vigdís gerði ekkert að þessu.

Fagmennska hennar var engin, og Vanda, sem greip gæsina með rýtinginn í hendinni að hætti Brútusar, tók undir orð hennar.

Hún varði ekki hreyfinguna, henni var um megn að standa með sínu fólki.

Vissulega þegar staðin að lygum og undanbrögðum, en samt, maður skyldi halda að manneskja með hennar reynslu og feril, gæti haldið sig við staðreyndir, og hún gerði þær kröfur til spyrils að hún hefði eitthvað í höndunum þegar hún setti fram ásakanir sínar.

 

Samskipti kynjanna hafa vissulega verið eins og þau hafa verið, en það sem miður hefur farið, og þarf virkilega að bæta úr, réttlætir samt aldrei róg, níð og slúður.

Slíkt hefur alltaf verið vopn ofstækisfólks sem nýtir sér ranglæti fyrir eigin völd og frama, slíkt fólk er alltaf margfalt verri en það sem fyrir var, ofstæki þess í bland við valdagræðgina elur af sér hatur, ofsóknir, þar sem sekt eða sakleysi er aukaatriði málsins.

Og að lokum ræður geðþótti og ógn hverjir eru ásakaðir, hverjir eru ofsóttir, ástand sem var kennt við terror í frönsku stjórnarbyltingunni, hefur alltaf valdið hörmungum og snúist uppí andhverfu sína.

 

Að sjálfsögðu hugsar venjulegur knattspyrnuáhugamaður ekki hlutina á þennan hátt þegar síbylja níðsins dynur á honum.

Hann skilur ekki hvað er í gangi, hann skilur ekki fall fyrrum goða.

En hann sér vandræðaganginn í Arnari Viðari, og hann samsinnar sig ekki við málflutning Vöndu Sigurgeirsdóttur.

 

Það er enginn sem stappar í hann stálið.

Það er enginn sem hvetur hann til að styðja sitt fólk þegar allt blæs á móti.

Hjásetan er hans andsvar gagnvart algjöru klúðri fráfarandi stjórnar KSÍ eða lygum og hjárænu núverandi stjórnar.

 

Fórnarlambið er fótboltinn.

Strákarnir okkar sem áttu að erfa landið, og erfðu það alltof fljótt.

 

Þeir eiga samt eftir að standa sig þessir strákar.

Þeirra er framtíðin.

 

Efinn er meiri hvað varðar Vöndu eða Arnar.

Kveðja að austan.


mbl.is Dræm mæting á leikinn í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband