7.10.2021 | 17:28
Ruglinu þarf að ljúka.
Það er staðreynd að landamæri Íslands voru opnuð of snemma í sumar, afleiðingin var árás á hegðun þjóðarinnar, útiskemmtunum og almennum viðburðum var slaufað, Ísland lenti á rauðum lista víðsvegar um heim.
Það var varað við því að bólusett fólk myndi bera veiruna með sér, það var vitað að bóluefni kæmu ekki í veg fyrir smit.
Á sama tíma var vitað að ekki hefðu nógu margir fengið seinni sprautuna innanlands, sem og að mjög stórt hlutfall bólusettra hefðu fengið falsbóluefnið kennt við Jansen, það veitti litla sem enga vörn við smiti, þó hugsanlega einhver við alvarlegum veikindum.
Og á sama tíma var vitað að heilbrigðisstarfsfólk var í langþráðu fríi, bráðadeild Landsspítalans var illa mönnuð, þoldi ekki alvarlegt rútuslys, hvað þá nýja Kóvid bylgju.
Allt þetta var vitað, við öllu þessu var varað.
Og það er líka vitað að sóttvarnaryfirvöld, með Þórólf og Ölmu í fararbroddi, sögðu ekki neitt, gáfu sitt græna ljós á ótímabæra opnun landamæranna.
Hið hlálega var að á sama tíma var sagt að skólastarf yrði eðlilegt, eins og einhver dómsdagsfífl sæju ekki samhengið á milli sífelldra sóttkvía og þess að skólastarf væri truflað, undir fallexi hugsanlegra smita þar sem tugir eða ekki hundruð, bæði nemendur, starfsmen eða foreldrar væru stöðugt á leið í sóttkví, verið í sóttkví, aðeins stundarfriður þess á milli.
Á þessu er ekki tekið.
Það er ekki sagt að núna þurfum við að treysta bólusetningum hvað varðar smit, fái fólk smit, þá gildi það eins og um aðra smitsjúkdóma, að fólk haldi sig til hlés á meðan veikindi þess ganga yfir.
Þess á milli sé eðlilegur gangur í þjóðfélaginu.
Til hvers að bólusetja ef við treystum ekki bólusetningunni??
Það eru ekki rök í málinu að bráðadeildir Landsspítalans séu vanfjármagnaðar eftir kennisetningum frjálshyggjunnar, að þörf á fjármagni sé mætt með niðurskurði.
Lausnin á því hlýtur alltaf að vera að losa sig við það heimska fólk sem ábyrgðina ber, á heimskunni, á vanfjármögnuninni.
Lausnin er aldrei þjóð í hafti sóttvarna með þeim rökum að þessir örfáu starfsmenn, þessi örfáu rúm á Landsspítalanum anni ekki þörfinni til að hjúkra bráðveikum sem veikjast þrátt fyrir almenna bólusetningu.
Ruglandinn er síðan algjör, þegar eitt af börnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn vanvirðir þjóðina með að skipa í ábyrgðarstöður, talar um afléttingu þó þeirra sóttvarna sem vernda þjóðina gegn algjöru fangelsi sóttvarna og sóttkvía.
Eru ekki takmörk fyrir því hvað fólk getur verið mikið fífl, þó Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á því??
Það er ekkert að því að slaka á landamærunum, en þá ekki á kostnað þjóðarinnar.
Óheftur innflutningur veirunnar fer ekki saman við fangelsi sóttkvíar, þeirrar truflunar sem slíkt veldur á skólastarfi, höftum á viðburði, eða almenna starfsemi fyrirtækja sem þurfa að aðlaga sig að því að fjöldi fólks sé settur í sóttkví, bólusett, með lítil einkenni eða nokkur, því bólusetningin virkar, og hættan er að það smiti annað fólk, bólusett, sem líka er varið gegn smiti og alvarlegum veikindum.
Þessu rugli þarf að linna.
Strax í gær.
Annað er ekki viðunandi, annað er ekki boðlegt.
Annað hvort verjum við landamærin fyrir nýsmit, eða við leyfum veiruna að herja, og treystum á bólusetningu þjóðarinnar.
Eðlilegt mannlíf, að geta lifað lífinu lifandi hlýtur að vera markmið stjórnvalda.
Ef veiran er komin til að vera, þá er hún þarna.
Viljum við hana ekki, þá lokum við á hana.
Þar á milli er valkosturinn aldrei fangelsi þjóðarinnar, þó slíkt fangelsi sé kallað sóttkví.
Um þetta eiga stjórnmálamenn að ræða.
Um þetta eiga ráðherrar að ræða.
Hafi þeir ekki til þess vitið, þá fer það þeim best að þegja.
Eitt er að hafa barnamálaráðherra.
Annað að hafa börn í ráðherrastól.
Á því þarf Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð.
Annað er ekki boðlegt.
Annað er ekki í boði.
Kveðja að austan.
![]() |
Ástæða til að skoða landamæramálin alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. október 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar