Rannsóknardómarinn.

 

Hefur breyst frá því við sáum hann síðast í bíómynd, í síðri svartri skikkju, pínandi og brennandi konur á dögum hins kaþólska rannsóknarréttar.

Þetta heitir að kalla að poppa sig upp.

 

Í dag er hann brosmild, vel klædd kona, en hlutverk hans er það sama.

Jú, jú, það er enginn pínubekkur og bálköstur, en tímarnir breytast, en kjarninn ekki.

 

Eitthvað, óskilgreint, samt með umboð, telur sig hafa rétt til að vega og meta, til að dæma.

Til að útskúfa, til að taka menn út af sakramentinu.

Eða veita syndaaflausn, vissulega voru margir sem voru píndir, ekki brenndir á báli í kjölfarið.

 

Að því slepptu er staða hins ásakaða sú sama, útilokaður, með dóminn yfir höfði sér.

Það er ekki eins og þessi orð hafi ekki verið mælt áður; "Varðandi tím­aramm­ann þá er hann mjög mis­jafn og fer eft­ir eðli mála. Ég reyni eft­ir bestu getu að vinna hratt en það tekst ekki alltaf og fyr­ir því eru ýms­ar ástæður".

 

Að fólk skuli taka þátt í þessum skrípaleik, þessari endurtekningu sögunnar, undir nafni og mynd, er líka framþróun.

Myndir frá Spáni sýna að dómarar rannsóknarréttarins huldu andlit sín þegar þeir voru viðstaddir brennur sínar.

Vissu eins og er að þeir voru hötuðust menn þjóðar sinnar.

 

En við Íslendingar eigum okkar sérstöðu.

Skömm ákærandans var ekki meir en svo að Jón Magnússon skrifaði varnarit sem hann kallaði Píslarsögu sína, þar sem hann útskýrði þær hremmingar sem ollu því að hann var nauðbeygður að brenna mann og annan.

Vissi greinilega uppá sig óeðlið, og honum mistókst að hreinsa æru sína gagnvart almenningi og almannarómi, og uppskar síðan greiningu um geðveiki hjá seinni tíma mönnum.

 

Hvort sú saga endurtaki sig þegar þetta fár er gert upp, veit tíminn einn.

Þó hygg ég að geðveiki verði ekki talin til afsökunar hjá því aumkunarverðu fólki sem leggur nafn sitt við þessa nútímaútgáfu á fárum fortíðar.

 

Það er aðeins aumt, lítilsgilt.

Og er svo illa upp alið að það fattar það ekki.

 

En það mun ekki erfa landið þó fattlaust sé.

Háðung þess mun hins vegar lifa.

Því mennskan kemur alltaf til baka, og leggur svona að baki.

 

Vissulega erum við ófullkomin.

En við erum samt betri en þetta.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Öll mál flokkuð sem trúnaðarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróa mætt í vinnuna.

 

Komin úr langþráðu fríi með nýja slúðurfrétt handa fólki til að kjamsa á.

Það er sko svona sem fjölmiðill sem tekur sig alvarlega, hagar sér.

Og núna getur fólkið var að geta sér til hverjir þessir "hinir þrír" eru.

Að æru fólks skal vegið svo ekkert stendur eftir.

 

Spurning hvort Gróa bæti ekki í, fyrst hún hefur aftur fengið lausan tauminn hjá ritstjórn Morgunblaðsins, til að dreifa skít, og hún spyrji bráðabirgðaformann KSÍ um lespíska klefamenningu kvennalandsliðsins þegar hún var í landsliðinu.

Klefamenningu sem einkenndist að áreitni og útlokunarmenningu gagnvart nýliðum sem voru svo gamaldags að vera streit.

Hve lengi viðgengst þessi klefamenning, er hún ennþá við lýði í dag??

 

Má ekki endalaust grafa og grafa þegar menn á annað borð byrja á skurðgreftri í sorphaug slúðursins??

 

Alvöru fjölmiðill eins og Morgunblaðið á að skammast sín fyrir þessa framsetningu.

Alvöru fjölmiðill eins og Morgunblaðið á að nálgast þessa frétt á þeim nótum að spyrja bráðabirgðastjórn KSÍ hvort henni þyki eðlilegt að hópur út í bæ taki yfir réttarfarið og útdeili skömm og refsingu.

 

Það er kjarni málsins, að óréttlæti fortíðar leggi ekki grunn að óréttlæti framtíðar.

Og þetta skilur allt vitiborið fólk, hafi það á annað borð vott af æru og sóma.

 

Ef ásökun er ígildi glæps þá erum við farin úr réttarríki yfir í skrílríki.

Úr siðmenningu yfir í vargmenningu.

 

Það er ekki bara mál að linni.

Það þarf að taka á móti.

 

Okkur ber skyldu til þess.

Annað er helvítis aumingjaskapur.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Sex landsliðsmenn sakaðir um brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440164

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband