7.1.2021 | 22:54
Svona gerum við ekki, skammastu þín.
Er efnislega það sem Bill Barr segir við fyrrum leiðtoga sinn, Donald Trump.
Einhver hefði kannski sagt það sama yfir embættisfærslur Barr þegar hann reyndi að klæða geðþóttaákvarðanir Trump í einhvern lagalegan og embættislegan búning.
Og börnin sem voru aðskilin frá foreldrum sínum og sett í búr á landamærunum við Mexíkó, hefðu örugglega sagt það sama, það er Skammstu þín Barr, svona gerir ekki siðað fólk þó völd séu í boði.
En Barr er vorkunn, núna metur hann sína pólitíska stöðu að hún sé best tryggð með því að flýja Trump.
Eins og Trump beri ábyrgð á því að löggæsluyfirvöld brugðust algjörlega í aðdraganda yfirtöku friðsamra mótmælenda á þinghúsinu.
Miðað við myndir þá var Capitol Hill verr varið en þinghúsið við Austurvöll þegar órólega deildin í Samfylkingunni undir forystu núverandi formanns Stjórnarskráarfélagsins og eins af núverandi þingkonum Samfylkingarinnar gerði vanheilagt bandalag við þekkta grjótkastara í VinstriGrænum sem langaði svo rosalega í ríkisstjórn.
Þá var aðeins að etja við nokkur þúsundir mótmælenda, upp til hópa friðsamra enda aktívista deild Samfylkingarinnar og grjótkastadeild VG ekki fjölmenn samtök.
Við Capitol Hill voru hins vegar tugþúsundir mættir, til að mótmæla því sem fólkið taldi valdarán hins vanheilaga bandalags elítu auðs og stjórnmála.
Vitað fyrirfram í margar vikur, og samt voru aðeins örfáar löggur mættar, kannski var restin ennþá að jafna sig á átkökum liðins árs sem demókratar kynntu linnulaust undir og töldu vera sjálfsagaðan rétt fólks til að mótmæla kerfi sem beitti kerfisbundinni mismunun á fólki eftir litarhætti þess og kynþætti.
Þau átök voru ofbeldisfull, þeir sem kynntu undir, héldu áfram að kynda undir, þó ljóst væri að mótmælin væru löngu orðin að ofbeldisfullum skrílslátum, ollu miklu eignatjóni, sem og þúsundir lögreglumanna meiddust þegar þeir fáliðaðir reyndu að vernda eignir borgaranna, sem og að slá á skrílslætin.
Fólkið við Capitol Hill var hins vegar friðsamt, og það labbaði inn í heimsókn þegar enginn hindraði för þess.
Að sjá ekki muninn lýsir aðeins þeim sem lýsir.
Ekki að það réttlæti þinghústökuna, en það gerist margt í hita leiksins.
Þess vegna er jú löggæsla nauðsynleg til að hindra svona sorgaratburði.
Breytir samt ekki því að það er réttur fólks að mótmæla þegar því ofbýður, Nixon hafði ekki rétt fyrir sér þegar hann kallaði Víetnammótmælin skrílslæti og aðför að lýðræðislegum kjörnum stjórnvöldum.
Þá féll þinghúsið hins vegar ekki, þrátt fyrir mikil læti, og jafnvel ofbeldi á köflum, því þá var löggan mætt, og varði stofnanir samfélagsins.
Það er því kaldhæðni að lesa og hlusta á vandlætingu 68 kynslóðarinnar þegar hún fordæmir atburði gærdagsins, það er eins og hún hafi reykt það mikið hass að hún muni ekki sínar eigin gjörðir.
Eins er hlálegt þegar fréttaveitur og fréttamiðlar byrja fréttir sínar á því að segja að 4 hafi látist eftir árás múgsins.
Vissulega er þetta fólkið sem vinnur erfiðisstörfin á smánarkaupi eftir að frjálshyggja auðsins útvistaði störfum og keyrði niður laun vinnandi fólks, en þó sömu orðaleppar séu notaðir og gert var í árdaga verkalýðsbaráttunnar, þá eru þeir ekki réttari í dag en þeir voru þá.
Vinnandi fólk sem mótmælir er ekki múgur, og það létust ekki fjórir vegna mótmæla þess.
Lögreglan skaut einn mótmælenda, hinir þrír höfðu ekki heilsu í hasarinn, hefur sjálfsagt eitthvað með mataræði þess að gera, sem er ekki sjálfviljugt heldur afleiðing lágra launa og almennt lélegrar heilsugæslu.
Að halda svona fram er árás á raunveruleikann.
Gekk kannski í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20., en ekki í dag þegar raunmyndir segja allt sem segja þarf.
Og þær sýndu fólk sem gekk inn, var friðsamt, og fór út í friðsemd.
En var vissulega ekki á stað þar sem það var velkomið.
Ekkert í fréttamyndum af vettvangi líkjast á nokkurn hátt þekktum fréttamyndum af atlögu rauðliða að Alþingi þegar það samþykkti aðildina að Atlantshafsbandalaginu, betur þekkt sem NATÓ.
Engin líkindi eru við skrílslætin á Austurvelli sem á fínum degi var kennt við Búsáhöld, líkist ekkert ástandinu í París 1968, að ekki sé minnst á alvöru fæting líkt og þegar rússneskir sjóliðar gengu til liðs við byltingarmenn og tóku Vetrarhöllina 1917, atburður sem markaði upphaf rússnesku byltingarinnar sem kommúnistar síðan stálu og breyttu í ofbeldi og ógn sem tók tímann rúm 70 ár að eyða.
En auðvitað gera menn ekki svona, og auðvitað á Trump að skammast sín.
Sá sem tilheyrir elítunni, hann hvetur ekki lýðinn til mótmæla, ekki þegar leikreglur elítunnar eru undir.
Lýðræði segja menn líka en bandarísk stjórnmála hafa ekki átt skylt við slíkt í mörg, mörg ár, eða jafnvel marga marga áratugi.
Elítan í Sovétríkjunum hafði þó vit á að hafa bara einn flokk, og einn frambjóðanda, en sú bandaríska notar 2 flokka, og 2 frambjóðanda, og býður þar með þeirri hættu heim að magna upp átök, sérstaklega þegar fólk trúir því að það sé í raun lýðræði, og því hafi verið stolið frá því.
Í raunveruleikanum er samt ekki mikill munur á senatinu í Capitol Hill og senatinu sem stjórnaði Róm í árdaga veldis hennar.
Hvorutveggja er birtingarmynd fámennisstjórnar hinna auðugustu og voldugustu, og lifir og lifði aðeins þann tíma sem enginn einn er nógu voldugur að brjóta alla hina á bak aftur.
Í Róm fóru margir gegn þessu formlegu valdi senatsins, enginn hafði erindi fyrr en Sesar kastaði teningnum við Rubiconfljót 49 fyrir Krist.
Spurning hvort Trump sé að kasta slíkum teningi í dag.
Menn skyldu allavega ekki vanmeta hann.
Og flótti hýenanna segir ekkert til um stöðu hans.
Þar mun lýðurinn ráða.
Sama hvað elítan fyrirlítur hann, uppnefnir hann sem múg, ómenntað hyski, fólk sem viti ekki hvað það gerir, þá er samt elítan ekkert, ef enginn vinnur fyrir hana, ef enginn berst fyrir hana.
Það veit hún, en hennar gæfa er að lýðurinn veit það ekki.
En hann mun vita, fyrr eða síðar.
Það gerist alltaf þegar elítan hefur rænt hann inn að skinni, líkt og hún hefur gert núna á fjórða áratug í Bandaríkjunum undir nafni frjálshyggjunnar og afkvæmis hennar, alþjóðavæðingarinnar.
Svik vinstri manna við lýðinn, stuðningur félags og jafnaðarmanna við villimennsku alþjóðavæðingarinnar eða þess sem við upplifum sem fjórfrelsið í Evrópu, duga í dag til að fresta hinu óhjákvæmilegu uppgjöri, en það kemur líkt og flóðaldan í kjölfar þess að fjaran þornar upp, og svo vitnað sé í þá samlíkingu, flóðaldan verður aðeins öflugri, hærri og meira eyðandi, eftir því sem fjarar teygir sig lengra út í grunnsævið.
Þess vegna ætti elítan eiginlega að þakka Trump.
Hann er þó þeirra maður, jafnvel þó hann ætlist til þess að hún borgi skatta heima fyrir en ekki í skattaskjólum, jafnvel þó hann krefjist þess að hún flytji störfin heim, og borgi laun, ekki þrælalaun fyrir það sem unnið er.
Trump er nefnilega ekki byltingarmaður, heldur maður sem þráir völd, og völd sækir hann til lýðsins, vegna þess að hann skynjar hræringarnar, hann skynjar af hverju fólk er svona reitt, og af hverju það er búið að fá upp fyrir kok af valdaelítunni, hinu vanheilaga bandalagi auðs og stjórnmála.
Hann er mun betri kostur en sá sem nýtir sér sömu hræringar til að bylta, til að umbreyta, jafnvel til að útrýma þeirri valdastétt sem fyrir er.
Eiginlega ættu menn að þakka honum í stað þess að skammast svona í honum.
Hvað þá ef menn eru svo heimskir að ætla bylta honum frá völdum, örfáum dögum áður en hann lætur af embætti.
Það er nefnilega bylting, og þá er hann í fullum rétti að svara fyrir sig.
Að verjast, að ákalla lýðinn að koma sér til varnar.
Þá verða ekki friðsöm mótmæli.
Og hjá þjóð sem dýrkar vopn, og milljónir eru betur vopnuð en hermenn flestra herja heims, þá er ekki klókt að etja fólki gegn sér.
En það væri ekki svona komið fyrir bandarískum stjórnmálum ef menn væru klókir.
Þess vegna er vitleysingunum trúandi til alls.
Meðal annars að etja lýðnum gegn sér.
Hvort Trump er síðan annar Sesar er síðan önnur saga.
En hann er þarna.
Og bíður síns vitjunartíma.
Kveðja að austan.
![]() |
Svik við embætti hans og stuðningsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggfærslur 7. janúar 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440178
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar