26.1.2021 | 18:19
Að fella út lagaheimild fyrir útgöngubanni!!
Ljómandi samstaða um heimsku og hálfvitaskap.
Ef eitthvað lýsir andlegu atgervi þorra þingmanna sem hafa hlaðist á þing eftir Búsáhaldabyltinguna þá er það þessi samstaða gegn meginkjarna allra sóttvarnalaga, gegn grundvelli þeirra.
Sem er að geta lokað á smitleiðir drepsótta, því þegar lækning er ekki til, þá er slík neyðarráðstöfun eina vopn samfélagsins gegn hinum smá vágesti sem ekki sést, en smitar og drepur ef smitleiðir eru opnar.
Við þurfum ekki að spyrja okkur hvað hefði gerst ef breska afbrigðið, eða það sem kennt er við Suður Afríku eða Brasilíu, afbrigði sem sannarlega eru stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, og smitar margfalt á við fyrstu smitbylgjuna, að þau hefðu líka verið banvænni þannig að dánartíðni veirunnar hefði færst niður aldursskalann, að þá væri mannkynið að upplifa fordæmalausa tíma, og eina vopnið væri algjört útgöngubann þar til veiran fyndi ekki nýja hýsla og dæi þannig út.
Eitthvað svo augljóst, en við eigum ekki að þurfa að spyrja slíkra spurninga, okkur dugar að sjá ástandið allt í kringum okkur.
Útgöngubann er meira eða minna normið, síðasta úrræðið svo heilbrigðiskerfin hrynji ekki og þá með óþekktu mannfalli.
Og þá myndast áður óþekkt samastaða í velferðarnefnd Alþingis um að hundsa þann raunveruleika, með vísan í eitthvað orðagjálfur um frelsi og mannréttindi, og taka úr löggjöfinni eina vopnið sem virkar á slíkum Ögurstundum.
Hvílík úrkynjun og forheimska.
Það er ekkert sem réttlætir lengur setu þessara þingmanna sem bera ábyrgð á þessu meirihlutaáliti, sjái þeir ekki að sér, þá ber forystu viðkomandi þingflokka skýlaus skylda að krefja þá um afsögn, hlíti þeir því ekki, þá ber henni að virkja öll neyðarráð stjórnarskrárinnar um að setja viðkomandi í bönd og vista þá á Klepp.
Enginn stjórnmálaflokkur, fyrir utan Pírata, hefur það sér til afsökunar að viðkomandi flokkar séu framboð um viðrinishátt og heimsku, hvað sem veldur, þá er þetta eitthvað sem má ekki líðast.
Á tímum drepsóttar og hinnar dauðans alvöru.
Það er aðeins einn aðili sem er dómbær á innihald sóttvarnarlaga, og það er sóttvarnaryfirvöld.
Gangi lögin of skammt, þá er það þeirra að benda á.
Séu þau of flókin eða jafnvel íþyngjandi, þá er það líka þeirra að gera athugasemd.
Almennir þingmenn eru aldrei til þess bærir, hafa hvorki menntun eða þekkingu til að ráðskast með slík lög.
Þó kóvid hefði ekki komið til þá eru þetta augljós sannindi.
Í heimi þar sem sýklar og veirur eru vopn, þá er augljóst að sóttvarnarlög þurfa að vera skilvirk, að þau verndi, að þau geri yfirvöldum kleyft að grípa til varna, á meðan einhver tími er til þess.
Í þessu samhengi verðum við að treysta yfirvöldum að fara rétt með, að ráðstafanir séu aldrei meir íþyngjandi en efni standa til.
Vonandi er heimskan og hálfvitahátturinn óhapp sem í raun enginn veit af hverju gerðist, og viðkomandi þingmenn hafi algjörlega lokast, misst alla dómgreind, að þetta sé ekki í raun þeir.
En ef ekki.
Þá hefur þetta fólk engan tilverurétt lengur á þingi.
Verður að víkja, með góðu eða illu.
Um það er ekkert val.
Kveðja að austan.
![]() |
Stendur til að fjarlægja útgöngubannsákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 26. janúar 2021
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440178
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar