6.9.2020 | 18:26
Ætlum við að kasta fólki á ný fyrir Ætternisstapa??
Spurði Kári bæði hinn "hlutlausa" spyril Silfursins sem og kvensjúkdómalækninn frá Harvard.
Rammaði þar inn kjarna málsins sem er spurning mannhelgi allra, sem er geirneglt í kristinn sið Vesturlanda, eða mannhelgi sumra, og hún þá metin út frá kostnaði eftir reglum skurðgoðsins Mammons.
Í raun erum við að upplifa á ný átök kristinna og heiðna, nú rúmum þúsund árum eftir að Útburður og Ætternisstapar voru aflagðir.
Átök sem í raun eru framhald af stríðinu við Mammon þegar hundheiðið fylgisfólk hans hrakti þúsundir samlanda okkar út af heimilum sínum eftir Hrun, og beit svo höfuð af skömminni með því að reyna að selja óbreyttan almenning í áralangan skuldaþrældóm kenndan við ICEsave.
Á tímum umburðarlyndis og trúfrelsis má segja að rök Mammonsista eigi rétt á að heyrast, að það megi ræðast hvort mannhelgi eigi að vera skilyrðislaus, eða hvort það eigi að vega hana og meta eftir þörfum eða aðstæðum.
En þá er lágmarkið að menn hafi kjarkinn eins og sá hluti af ritstjórn Morgunblaðsins sem sagði að veiran ætti að fá frelsi til að mynda hjarðónæmi hjá þjóðinni.
Ræði hlutina út frá staðreyndum, en hætti þessu eilífa niðurrifi á sóttvörnum þjóðarinnar þar sem vopnin eru hreinar rangfærslur, hálfsannleikur eða samhengi hlutanna sé snúið á hvolf líkt og Kári bendir réttilega á að kvensjúkdómalæknirinn frá Harvard gerir.
Annað er áróður fólks sem vill öðrum illt, en hefur það mikinn sens fyrir að slíkt falli í grýttan jarðveg á akri almenningsálitsins, að það getur ekki sagt satt orð í þessu máli nema það alveg óvart henti málflutningi þess í hinum stærra samhengi blekkinga og rangfærslna.
Snúum nokkrum hlutum við svo þeir hætti að vera á hvolfi.
"Veirulaust land er útópía". Rétt, ekki frekar en það er hægt að koma algjörlega í veg fyrir sýkingar eftir skurðaðgerð eða að fólk látist í umferðinni. Gagnályktunin er samt ekki sú að það eigi hætta að gæta fyllstu aðgæslu við skurðaðgerðir, eða slaka á umferðarhraða, gera bílbelti valfrjáls og hætta leggja fjármuni í vegabætur í nafni umferðaöryggis. Eina sem hægt er að gera er að lágmarka líkindin að því gefnu að slíkt sé innan skynsemismarka.
"Árangurinn við að ná niður seinni smitbylgjuna réttlætir að slaka á sóttvörnum við landamæri". Rangt, árangurinn náðist einmitt vegna núverandi sóttvarna og mælingar við seinni skimun sýna að líkindin á nýjum smitum aukast í réttu hlutfalli við fjölda ferðamanna, önnur bylgja er þá aðeins spurning um tíma.
"Dánarhlutfallið er 0,3". Rangt því það er verið að álykta út frá árangri sóttvarna sem bæði hafa náð að verja viðkvæma hópa, sem og hindrað fjöldasmit sem gerði heilbrigðiskerfinu ókleyft að ráða við fjölda bráðveikra. Án smitvarna myndi veiran breiðast út til hópa þar sem dánarhlutfallið er miklu hærra, sem og að heilbrigðiskerfið myndi brenna út á tiltölulega stuttum tíma, bæði vegna skorts á lyfjum og búnaði og ekki hvað síst vegna þess að starfsfólk myndi örmagnast, líkt og var að gerast á Ítalíu og víðar áður en smitkúrfan fór að lækka vegna strangra sóttvarna.
Afleiðingin er að miklu, miklu fleiri myndu deyja en er raunin þegar smitvarnir ná að stilla af fjölda smitaðra og illa veikir fá alla þá hjálp sem nútíma læknavísindi geta veitt þeim.
Þetta síðastnefnda, að ljúga til um dánartöluna er það siðlausasta af öllu hjá talsmönnum þeirrar heiðni að mannhelgi sé metin í krónum og aurum.
Og svartast af öllu er þegar blekkingin kemur úr munni læknis því þeir vita manna best að geta þeirra til að takast á við fjölda, hvort sem það er vegna slysa, hamfara, sjúkdóma eða annað, er takmörkuð, og fari fjöldinn yfir ákveðið mark, þá geta þeir litla hjálp veit þeim sem eru umfram.
Illa slasað fólk eftir bílslys er oft tímunum saman á skurðaborðinu, en lifir þökk sé nútímatækni og færni heilbrigðisstarfsfólks, en hver skurðlæknir, hver skurðstofa ræður aðeins við ákveðinn fjölda á sólarhring, sami læknir stendur ekki nema eina 20 tíma skurðaðgerð, og ekki margar slíkar á viku, hvað þá vikum eða mánuðum saman.
Þetta er alveg sama með smitsjúkdóma, verði þeir of útbreiddir verður fátt við ráðið, og þar að auki bætist við hættan á að heilbrigðisstarfsfólk sjálft veikist.
Og heilbrigðisstarfsfólk hefur hríðfallið í Evrópu og Bandaríkjunum í baráttunni við kórónuveiruna, að tala niður alvarleik veirunnar er í raun níð gagnvart öllu því fólki.
Öllu þeim sem dóu, svo aðrir gætu lifað.
Þegar læknar sem glíma við veiruna segja að hún sé jafn alvarleg og áður, þá eigum við að hlusta.
Við eigum ekki að hlusta á málaliða Mammons, sama hvaðan þeir koma.
Öll heimska á sín takmörk.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir Jón Ívar snúa hlutum á hvolf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. september 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar