Þriðja bylgjan væri þegar hafin.

 

Í kjölfar þeirrar sem við virðumst vera ná tökum á, ef sóttkví og seinni skimun hefði ekki náð að greina smitbera við landamærin.

Stórfrétt sem fær enga athygli á Mbl.is eða Ruv, leiðréttingin er birt, en ekkert fjallað um hvað í henni felst fyrir daglegt líf landsmanna.

 

Af sem áður var, og var fyrir 2 dögum þegar upplýsingafulltrúa almannavarna varð það á að segja að enginn smitberi hefði fundist við seinni skimun, þá upphófst Þórðargleði mikil, og sönnun um að smitvarnir virki, var snúið uppá andskotann með því að segja að þetta væri sönnun þess að skimun við landamærin væru óþörf.

Fyrsta frétt Ruv á laugardagskvöldinu sem leitaði síðan upp fólk sem hvatti til að sóttvarnir á landamærum væru felldar með málsókn.

 

Hvað gengur þessum fjölmiðlum til??, hverjum þjóna þeir, hver er tilgangurinn??

Og hvaða blaðamennska er þetta að kasta inní umræðuna einhliða áróðri sem vegur að sóttvörnum og vegur af því frelsi landsmann að fá að lifa án ótta og hamlandi sóttvarna án þess að leita fleiri sjónarmiða eða spyrja gagnrýna spurninga þegar augljóst er að blaðagreinarnar sem vitnað var í, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Morgunblaðinu, voru hluti af hannaðri atlögu gegn seinni skimun við landamærin.

Svarið getur aðeins verið eitt, fréttastjórar Mbl.is og Ruv voru hluti af hinum keypta áróðurspakka, annað er alvarleg vanhæfni sem bendir til að viðkomandi eru óhæfir til að gegna störfum sínum.

Spurning reyndar hvort það sé skömminni skárra að vera í samstarfi við almannatengil við hönnun frétta sem hafa þann tilgang að ná ákveðnum markmiðum fyrir sérhagsmuni gegn almannahag.

 

 

Þegar Reimar Pétursson slær fram einhverri meðalahófsreglu þá er hann ekki spurður hvað það þýðir á mannamáli, er eitthvað meðalhóf að bera saman 5 daga sóttkví ferðamanna á landamærum við innilokun þúsunda Íslendinga á hjúkrunarheimilum með mjög ströngum heimsóknarreglum, felst hófið þá í að óþægindi ferðamanna vegi þyngra en óþægindi innlendra.

Og af hverju var hann ekki spurður nánar út í þennan rökstuðning sinn áður fréttin um niðurstöður hans fór í loftið?

"Að minnsta kosti benda viðbrögð annarra Evrópuþjóða, eyríkja sem annarra, sem búa við stjórnskipun og löggjöf sem líkist okkar, til þess að síður íþyngjandi aðgerðir séu nú um stundir taldar nægjanlegar. Engar þeirra virðast álíta það markmið raunhæft eða samrýmast hófsemd að reyna að skapa veirufrítt svæði með því að stöðva allar ferðir yfir landamæri.".

Núna vita blaðamenn, þeir hafa sjálfir verið að birta fréttir um það, að í mörgum Evrópulöndum, reyndar bara með örfáum undantekningu, eru svokallaðir rauðir listar sem þýðir að krafist er 14 daga sóttkvíar við komu til landsins.  Er það meira meðalhóf, 14 dagar, en 5 daga sóttkví??

Blaðamenn vita líka að það eru til fleiri lönd en Evrópulönd, vestrænu ríkin á Suðurhveli, Ástralía og Nýja Sjáland loka hreinlega á ferðamenn, mörg Asíuríki hafa svipaðar reglur eða gera skilyrðislausa kröfu um 14 daga sóttkví, sem er 8 dögum fleiri en gert hér á Íslandi. Lágmarkið hefði verið að spyrja Reimar hvort það sé birtingarmynd rasisma að taka ekki aðgerðir Asíuríkja með þegar hann reiknaði út meðalhóf sitt.

En hin algjöra heimska, eða vísvitandi lygi, var að tala um minni íþyngjandi reglur í Evrópuríkjum.  Blaðamenn Ruv og Mbl.is birta nær daglega fréttir um að Evrópuríki séu að herða sóttvarnir vegna þess að faraldurinn er að fara úr böndum í löndum þeirra.

Að vitna í það sem var, til ráðast á það sem mun verða, slíkt er í besta falli áróður, hefur ekkert með fag eða fagþekkingu viðkomandi lögfræðings að gera.

 

Rökstuðningur sem heldur ekki vatni er ekki tilefni fréttar um mögulega málsókn einstaklinga gegn sóttvarnaryfirvöldum.

Tilgangurinn hlýtur því að vera annar.

 

En þetta er ekki tilviljun, annarri blaðagrein sem var hampað er grein eftir íslenskan prófessor við Harvard háskóla, og snobbið eða undirlægjuhátturinn er það rótgróið að grein hans var hleypt athugasemdarlaust inní umræðuna.

Enginn fagaðili, eða þeir sem gagnrýnin beindist að, spurður hvort hann hefði athugasemdir við rök eða niðurstöðu.

Nema Vísir.is sem sá í gegnum blekkinguna, blaðamaður þar hafði rekist á feisbókarfærslu og tók í kjölfar viðtal við "Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum".  Birti útdrátt úr rökstuðningi Jóns í athugasemdarkerfinu en niðurstaða hans er lýsing á vinnubrögðum sem kennd er við loddara;

"Þetta er, akkúrat núna, eitt stærsta vandamál sem við höfum glímt við lengi í heimi smitsjúkdóma og í læknisfræðinni almennt. Það er einhvern veginn bara ekki viðeigandi að setja þetta fram á þennan hátt, því ef maður les þetta án þess að hafa þá vitneskju sem þarf í faraldursfræði og tölfræði þá hljómar þetta eins og þetta sé ekkert svo hættulegt og við getum bara komið samfélaginu aftur af stað. Það gengur bara ekki upp og passar ekki miðað við raunveruleikann.";".

 

Eins má hefði átt að spyrja út í þessar fullyrðingu prófessorsins; "Það er óraun­hæf út­ópía að búa í veiru­fríu landi því það er ekki hægt að loka veiruna úti til lengd­ar eins og ný­leg dæmi frá Fær­eyj­um og Nýja-Sjálandi sanna", ekki bara vegna blekkingarinnar að vísa í Færeyjar og Nýja Sjáland, heldur líka vegna hugarfarsins sem grefur undan öllu sóttvörnum.

Það er vissulega rétt að veirur eru hluti af lífi okkar, en það þýðir samt ekki að það sé ekki hægt að berjast við hættulega smitsjúkdóma, halda þeim í skefjum og jafnvel útrýma þeim.  Sóttvarnir halda mörgum smitsjúkdómum í skefjum svo faraldrar af þeim heyra sögunni til.  Vegna bólusetninga eru barnasjúkdómar hugtak sem yngri kynslóðir þekkja ekki til á eigin skinni, og það eru ekki mörg ár síðan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir sigri á bólusótt, þeim skelfilega sjúkdómi en á Vísindavefnum má þetta lesa um hana; "Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus".

Samt vogar íslenskur prófessor í Bandaríkjunum sér að vega að lýðheilsu þjóðarinnar með fullyrðingu sem hann veit að er röng.  Og þá skulum við íhuga hvað felst í því sem dæmin sanna, það er seinni bylgju veirunnar í Nýja Sjálandi og Færeyjum.

 

Með sóttvörnum á landamærum náðu Færeyingar þeim tökum á faraldrinum að enginn féll vegna kórónuveirunnar, seinni bylgja þeirra var vegna þess að slakað var á sóttvörnum við landamærin.  Samt er dánarhlutfall þeirra 0.

Nýja Sjáland fékk seinni bylgju með lúmskri leið veirunnar, í gegnum innflutning á frystum matvælum.  Í kjölfarið einangruðu þeir smitsvæði í þeim tilgangi að útrýma veirunni aftur.  Þeir ætla að lifa í veirulausu landi líkt og Kínverjar ætla sér og hefur tekist hjá þeim fram að þessu.  Dánarhlutfallið hjá þeim er 4 per milljón íbúa.

Dánarhlutfallið í Bandaríkjunum sem prófessorinn segir að séu slakir þessa dagana og veiran sé þar á niðurleið, er 565 per milljón íbúa.

Munurinn er mannslíf, lifandi fólk, sem sóttvarnir á byrjunarstigi faraldursins komu í veg fyrir að köfnuðu lifandi.  Vissulega að megninu til eldra fólk, vissulega líka fólk með undirliggjandi sjúkdóma, en hvaða ómenni segir að þá megi það deyja í nafni tölfræði og meðalhófs??

 

Og þetta er kjarni málsins, hvaða ómenni segir það??

Þessa spurningu spurði Styrmir Gunnarsson í nýlegum pistli sínum og hefur ekkert svar fengið;

"En um leið og SA segir að stjórnvöld verði að rökstyðja mikið peningatjón, sem ferðaþjónustan verði fyrir, verða þau sömu samtök (og þingmenn sem eru sömu skoðunar) að útskýra hvað þau telji vera "ásættanlegt" tjón í mannslífum eða langvarandi veikindum, ef ekkert hefði verið gert eða yrði gert. Eru þau tilbúin til þess??? ".

En það ættu fleiri að svara þeirri spurningu en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og forsvarsmenn Samtaka Atvinnulífsins.

 

Til dæmis þeir blaðamenn sem tóku þátt í hinni hannaðri áróðursherferð helgarinnar gegn sóttvörnum á landamærunum.

Vissulega þarf mann til að skjóta úr byssu, en það þar líka byssu til að það sé skotið.

 

Styrmir spyr hvert er hið ásættanlegt tjón í lifi og heilsu.

Ég spyr um innrætið.

 

Svarið er ekki hin opinbera skinhelgi þeirra sem grafa undan sóttvörnum.

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þrír smitaðir: Seinni skimun „bráðnauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1440182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband