Kverúlantar heimsins sameinast.

 

Undir kynda myrkraröfl.

Hvað þeim gengur til er vandséð, líklegast sjá þau gróða í stjórnlausum veirufaraldri og þeirri upplausn sem fylgir.

 

Munum aðeins tvennt.

Sömu myrkraföl kynntu undir andvaraleysi í hluta ríkja Evrópu sem og Bandaríkjunum, þess vegna náði veiran að breiðast út, og varð allt að því að verða óviðráðanleg, ef það hefði ekki verið gripið til harkalegustu sóttvarna í löndum eins og Bretlandi eða Ítalíu, eða borgum eins og New York,, þá hefði heilbrigðiskerfið hrunið, ekki vegna þess að menn hefðu ekki getað pantað fleiri rúm frá Kína, heldur að heilbrigðisstarfsfólk var komið að mörkum líkamlegrar getu sinnar.

Munum að aðgerðirnar sem dugðu ekki voru kenndar við persónulegar sóttvarnir.

 

Hitt, þegar einhverjir sem kenna sig við vísindi, tala um frelsi borgaranna í sömu andrá og þeir ræða alvarleik veirunnar, sem og þeir vitna í dánartölur sem eru afleiðing af því að gripið var til réttra sóttvarna í tíma, að þá eru þeir loddarar.

Ekkert flóknara en það.

 

Það er jú peningur í myrkrinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Gríðarlegur fjöldi mótmælir í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram vegur Morgunblaðið að sóttvörnum.

 

Núna með röfli að utan, þó eru rökin ekki týnd af trjám af landsfundi Repúblikanaflokksins, heldur einhver prófessor borinn fyrir spekinni; ".. sé um­hugs­un­ar­verð enda sé vandmeðfarið að þrengja að frelsi borg­ar­anna með þess­um hætti.".

Nei þá er nú betra að þrengja að frelsi borgaranna með því að kippa þeim úr daglegu samfélagi og loka þá inni í sóttkví, loka skólum, leikskólum, fyrirtækjum, bara svo menn hafi frelsi til að smita aðra.

 

Sjaldan hefur frelsishugtakinu verið nauðgað á eins ómerkilegan hátt og hjá hægriöfganum á Morgunblaðinu, og langt er seilst í viðleitninni við að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.

Þetta er farið að jarða við frelsisnotkun kommúnistanna á sínum tíma enda margt líkt með skyldum, öfgar til hægri og vinstri eiga einn sameiginlegan óvin, almenning og samfélag venjulegs fólks.

 

Tilgangurinn, nema fyrir utan að þjóna innrætinu, er að skapa tilbúinn þrýsting á stjórnvöld um að gefa eftir þegar þessi bylgja hefur fjarað út og innleiða aftur óttann við nýja bylgju.

Hugsanlegur er tilgangurinn einnig að senda skýr skilaboð til hægri öfganna í Sjálfstæðisflokknum að hann hefi eignast nýtt málgagn í baráttunni við borgarleg öfl innan flokksins.

Svo náttúrulega jú að gefa lesendum blaðsins fingurinn.

 

Sorglegt mál.

Sorgleg vegferð.

Að fara gegn sínu eigin fólki.

 

Kompásinn er greinilega vanstilltur.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1440182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband