Hvernig ber að túlka véfréttina??

 

Þegar hægri sinnaðir stjórnmálamenn, eða ráðgjafar á vegum hægri sinnaðra stjórnmálamanna tjá sig um kórónuveirufaraldurinn þá er oft erfitt að átta sig á hvort þeir séu að fara eða koma, eða hvort þeir yfir höfuð hafi hugmynd um að drepsótt geisi í heiminum.

Einna helst er að skilja á þeim að heimsbyggðin sé að glíma við eitthvert dularfullt samsæri Bill Gates sem hafi fundið upp veiruna, og hóp kuklara sem hafi gert magnkaup hjá Nígerískum bréfaskóla og fengið titilinn sóttvarnalæknar og hafi með hjálp dáleiðslu og heilþvottar, og jú Bill Gates, náð yfirráðum í stjórnkerfum heimsins, og í krafti þessara yfirráða, komið á sóttvörnum.

Sóttvörnum sem eyða og drepa, jafnt fólk sem vinnu, að ekki sé minnst á skemmtanir og mannfagnað.

Það sé sem sagt sóttvarnarfaraldur sem gangi yfir heimsbyggðina, ekki drepsótt.

 

Þessi helsti ráðgjafi breskra stjórnvalda hefur núna fundið það út að það sé verra fyrir börn að missa úr skóla en að smitast af kórónuveirunni.

Hvernig hann getur fullyrt það í miðjum heimsfaraldri þar sem enginn veit hvernig veiran hagar sér, fyrsta bylgjan lagðist á eldra fólk, sú sem núna er í gangi virðist leggjast meira á yngra fólk, enginn hefur hugmynd um hvernig þriðja bylgjan mun haga sér og ekkert er vitað um langvinn áhrif kórónusmits, af hverju??, jú það er ekki liðinn langur tími frá því að hún barst í menn, heldur stuttur.

Höfum það í huga að frænkur þessar veirur voru minna smitandi en bráðdrepandi, ekkert sem segir að einhver stökkbreytingin í kórónuveirunni geri hana ekki hættulegri yngra fólki, líkt og var með seinni bylgjuna af spænsku veikinni.

Samt á ekki að vernda börnin heldur leyfa þeim að smitast ef marka má þessa frétt, eða réttara sagt og er gefið i skyn í þessari frétt.

 

Síðan má spyrja, hvernig á að framkvæma þetta?

Ætlar breska yfirstéttarfólkið sem gerir út frjálshyggjuna  þar í landi, manna skólana, leggja sjálft sig í hættu við að kenna börnum, eða ætlar það láglaunafólkinu þar í landi að manna skólana, sem það nóta bene hefur skorið inn að beini með stanslausum niðurskurði og hagræðingu frá dögum Thatchers og Regans.

Ætlar það síðan að grípa inní og fóstra börnin ef foreldrarnir veikjast illa, því smit spyr ekki um kennitölu og smit í skólum mun óhjákvæmilega leita út í samfélagið.

Og mætir það síðan með vasaklút og snýtuklút við jarðaför afa og ömmu sem smituð börn vita að þau hafi smitað, eða höfðu menn hugsað sér að einangra börnin frá öðrum hluta samfélagsins??

 

Þetta er ótrúlegur málflutningur fólks sem brást í að ganga að veirunni dauðri þrátt fyrir miklar fórnir bresku þjóðarinnar.

Með því að opna fyrir smitleiðir bæði innanlands og að utan.

Horfir síðan framan í nýjan veirufaraldur aðeins nokkrum mánuðum áður en von er á fyrsta bóluefninu á markað.

 

Er þetta heimska??

Er þetta vitfirring??

Er þetta tær mannvonska eða illska??

 

Munum svo að í Whuan ganga börn í skóla án ótta.

Án óttans við að smitast, án óttans við að koma að foreldrum sínum alvarlega veikum, án óttans við að þurfa að mæta við útför afa eða ömmu.

Vegna þess að kínversku kommúnistarnir höfðu úthaldið til að fella veiruna, útrýma henni úr samfélaginu.

 

En á Vesturlöndum gróf frjálshyggjan undan sóttvörnum, mataði heimska hægrið á bábiljum og vitleysu, og knúði stjórnvöld flestra ríkja til að opna á veiruna áður en henni var útrýmt.

Af hverju??

Hvað gekk henni til??

 

Við því væri gott að fá svar.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir verra að missa úr skóla en fá veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1440182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband