18.8.2020 | 13:24
Orð í tíma töluð.
Núna þegar Stóra vinkvennamálið vindur uppá sig og gefið er í skyn að um kostun sé að ræða, líkt og íslenskir ráðherrar séu svo á hornösinni að þeir komist ekki í brunsferð án þess að fá til þess styrki, þá er tími til kominn að staldra við og slútta þessari umræðu.
Við höfum sem samfélag margt þarfara að ræða.
Klaufaskapur, ókey, það þarf ráðherra ferðamála að gera upp við sig og kjósendur sína, svona miðað við sóttvarnir, ókey alltí lagi að ræða þetta mál og leyfa ráðherra að skýra frá sinni hlið, og ókey, kannski gat hún orðað skýringar sínar betur, þá er það bara svo, en allt umfram það er Sunblaðamennska sem á ekki að þrífast hér á þessum dauðans alvöru tímum þar sem brimskaflar erfiðleikanna blasa allsstaðar við.
Þetta er eiginlega bara sorgleg veruleikafirring, eins og fjölmiðlafólk geri sér ekki grein fyrir hvaða vanda við sem samfélag glímum við, eða hvaða dauðaangist hefur grafið um sig á mörgum heimilum vegna skyndilegs forsendubrests sem gengur af ferðaþjónustunni dauðri ef ekki er gripið inní með samfélagslegum aðgerðum.
Hvað er eiginlega að fólki??
Við þurfum að deila byrðunum líkt og þjóðin gerði í kjölfar snjóflóðanna fyrir vestan og austan, eða á stærri skala eftir eldgosið í Vestamannaeyjum.
Það er enginn fjárhagslegur ávinningur, hvað þá samfélagslegur að leyfa innheimtulögfræðingunum að koma tugþúsundum á vonarvöl.
Fólk fjárfesti í góðri trú, fólk kaus sér starfsvettvang í góðri trú.
Og við nögum það, liggur við að maður heyri hnussið, "Huh, þú gast sjálfum þér um kennt".
Svona hagar siðað fólk sér ekki, svona hagar siðað samfélag sér ekki.
Og hver dagur sem líður án þess að aðgerðar séu kynntar, og slegið sé á lífsháskann, er dagur sem er okkur sem þjóð til skammar.
Ég spyr eins og Jóhannes, sér fólk ekki hina "logandi elda hér um allt land.".
Sér það ekki örvæntinguna og óttann sem grefur um sig??
Samt er þetta aðeins verkefni sem þarf að takast á við og leysa.
Maður hefur allavega hrist hausinn af minna tilefni.
Kveðja að austan.
![]() |
Jóhannes ósáttur við eltingaleik fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2020 | 10:06
" Hann trúði því að faraldurinn væri ekki alvarlegur".
Og Donaldi Trump kennt um því það hentar svo í áróðrinum.
En er það svo, er hann sökudólgurinn á þessum harmleik sem á sér svo marga bræður í Bandaríkjunum og víðar? "My dad was a healthy 65-year-old. His only preexisting condition was trusting Donald Trump, and for that, he paid with his life.".
Er Trump sem sagt meistari hinna mörgu andlita og verið á mörgum stöðum samtímis, hét hann til dæmis Sigríður Andersen í gær, og var í ítarlegu viðtali á Mbl.is við að grafa undir sóttvörnum og gera lítið úr alvarleik veirunnar.
Eða er hann frjálshyggjumaðurinn sem skrifaði grein í Telegraph og mærði sænsku fjöldamorðingjana og kvartaði yfir ströngum sóttvörnum í Bretlandi??
Að sjálfsögðu ekki og þeir sem skella skuldina á Trump eru í raun jafn sekir og þeir sem grafa undan sóttvörnum, því þeir beina umræðunni frá þeim sem ábyrgðina bera.
Og á meðan er ekki snúist til varnar þá er áfram grafið.
Skurðgröfturinn hefur þegar kostað tugþúsunda lífið, og hefur þann einbeittan vilja að tugþúsundir bætist í þann hóp sem deyr að óþörfum vegna þess að fólki er talið í trú um að veiran sé hættulítil, að aðgerðir sóttvarnayfirvalda séu samsæri, vantar aðeins að kenna gyðingum um þá væri allur pakki forheimskunnar kominn, og að það sé hægt að lifa eðlilegu lífi í samfélagi þar sem drápsveira gengur laus.
Alvarleikinn er ekki bara persónulegur harmleikur fólks sem trúði og dó, heldur líka vegna allra þeirra smita sem hinir trúgjörnu bera ábyrgð á og sýkja síðan aðra, saklausa.
Það eru bara ekki fíflin sem deyja, því miður liggur við að maður segi, en að sjálfsögðu á enginn skilið að deyja.
Alvarlegast samt af öllu er áhrifin sem þessi myrkraröfl hafa á ákvarðanir stjórnvalda í mörgum löndum, að gripið sé of seint til nauðsynlegra aðgerða með banvænum afleiðingum.
"Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming, sagði Ferguson.".
Og við getum spurt okkur, af hverju var Ítalíu ekki lokað fyrr, af hverju var Spáni ekki lokað fyrr.
Svarið er einfalt, stjórnvöld treystu sér ekki til þess fyrr en allt var komið i óefni, meðal annars vegna þessara úrtölu radda sem grófu undan og töfðu fyrir að gripið var til þeirra einu aðgerða sem virka gegn smitsjúkdómum, að skera á smitleiðir þeirra.
Það var ekki þannig að þetta væru geimvísindi.
Donald Trump er vissulega skemill sem lætur margt flakka, og hann sækir meðal annars fylgi í heimska hægrið og tístir því ýmissi vitleysu til að fóðra það.
Sem og hluti af ráðgjafaliði hans kemur úr þeim hópi.
En hann var samt einn fyrsti vestræni þjóðarleiðtoginn sem lokaði landamærum til að stemma við nýsmiti og ekki verður séð að aðgerðir bandarískra alríkisyfirvalda séu á einhvern hátt frábrugðin en víðast hvar í Evrópu.
Það er brugðist seint og illa við, en samt brugðist við að lokum.
Og Donald Trump sækir vissulega í brunn hinna myrku afla, en hann er ekki brunnurinn sjálfur, hvorki hugmyndafræðingur hans eða skipuleggur andófið gegn sóttvörnum.
Þetta er bara faktur án þess að ég sé nokkurn hátt að réttlæta Trump að öðru leiti.
Alvarleiki málsins er bara of mikill til að hægt sé að láta pólitíska andstæðinga hans komast upp með þessa einföldun sem í raun er svipað fals og afneita tilvist veirunnar eða gera lítið úr hættunni sem stafar að henni.
Það er ekki Trump sem nærir heimska hægrið hérna á Íslandi, Bjarni Ben er ekki í nauðvörn út af honum.
Sem og að áróðurinn á Bandaríkjunum eða á heimsvísu væri alveg sá sami þó Trump missti mátt í tístputta sínum eða hann væri ekki hluti af stjórnmálaumræðu samtímans.
Í þessu máli er hann afleiðing, ekki orsök.
Við orsökina þarf siðað samfélag að kljást og ekki sýna henni neina miskunn, ekki frekar en íslamistum eða nýnasistum.
Þetta er óværa sem þarf að uppræta.
Og það er ekki gert með þögninni.
Eða sífellt að vera afsaka sig fyrir þessu liði.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
![]() |
Donald Trump er rangur forseti fyrir land okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2020 | 07:10
"Erum enn að taka ákvarðanir inn í gríðarlega mikla óvissu.".
Segir fjármálaráðherra.
Vandinn er sá að þessi óvissa er tilbúningur fólks sem grefur undan sóttvörnum.
Skýrir að of seint er gripið til aðgerða og veiran fær að festa rætur með tilheyrandi mannfalli.
Það voru kínversk stjórnvöld sem horfðu framan í þessa ákvörðun í mikilli óvissu.
Þau ákváðu að fara eftir þekktri þekkingu um útbreiðslu smitsjúkdóma, að þeir lifðu ekki sjálfstæðu lífi og ef skorið væri á smitleiðir, þá gengu þeir hratt yfir.
Það var reyndin í Whuan, eftir nokkra vikna harðar aðgerðir og þrátt fyrir mikla útbreiðslu veirunnar, þá mældust íbúar Whuna veirulausir í byrjun mai eftir að borgaryfirvöld höfðu látið mæla alla borgarbúa.
Staðreynd.
Allt annað tal er blekking.
Sem kostar líf.
Kveðja að austan.
![]() |
Eðlilegt að fólk spyrji spurninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 18. ágúst 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1440182
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar