Ásættanlegt segir sóttvarnarlæknir.

 

En hver greiðir gjaldið þegar allt fer úr böndum??

Því samkvæmt lögmáli Murphys, það er þessi jákvæði, þá býður hættan sér í heimsókn ef dyr eru skildar opnar.

 

Þá er saklaust fólk sett í sóttkví.

Ekki sóttvarnarlæknir, ekki ráðherrar, ekki þeir sem ábyrgðina bera.

 

Heldur sá sem hefur þá einu sök að hafa verið nálægt smituðum einstaklingi á einhverjum tímapunkti. 

Hann er sviptur sínu daglega lífi, allar áætlanir, öll plön, vinna eða sumarfrí, allt sett á hold.

Dugi sóttkvíin ekki að einangra smitið, þá er næst skellt í lás hjá gamla fólkinu, sem og að fólk með undirliggjandi sjúkdóma lokar sig frá öllu mannlífi.

 

Það sem var öruggt, reyndist ekki öruggt.

Hvernig heldur fólk þá að það sem er ásættanlegt reynist??

Núna þegar næsta bylgja er á leiðinni??

 

Óvitarökin eru að það hafi svo fáir greinst með smit við landamæraskimun.

Sem er mikið rétt, með óheyrilegum fórnum almennings í mörgum vestrænum löndum tókst að skera á smitleiðir veirunnar og þar með væri saga hennar öll ef menn hefðu haft úthald nokkrar vikur í viðbót.

En veira sem smitast með veldishraða, þarf ekki marga smitbera til að smita á ný heilu samfélögin.

Það hefðu ekki margir greinst með veirusmit við landamæraskimun ef það hefði verið skimað fyrir henni í desember eða jafnvel janúar.

 

En hvað gerðist svo??

Hvað gerðist svo??

 

Allavega ef illa fer, þá mun fólk deyja vegna þess sem sóttvarnarlæknir telur ásættanlegt.

Munum samt að það er hann sem heldur aftur af óvitunum að opna landið, hann er ráðgjafinn sem veit að einvaldurinn er kolkreisý en það má lauma að honum góðum ráðum og telja honum í trú um að þau séu hans.

 

Fullorðið fólk sem á líf sem það sór að vernda, má aldrei gleyma að sama dag og ríkissjónvarpið sýndi fréttaskot frá Texas þar sem læknir á bráðamóttöku sagði að veiran væri illvígari, hún virtist smita meira og fólk veiktist verr en áður, að þá var líka viðtal við dómsmálaráðherra.

Sem greinilega var ósátt að ekki væri opnað á Bandaríkin í þessari lotu, minnti á hin sterku efnahagslegu tengsl við landið.

Firring, vitfirring, skiptir ekki öllu, á milli var Þórólfur sem gaf ekki eftir.

 

Við sem þjóð erum í miðju fellibylsins og trúum að lognið sé komið til að vera.

En þeir sem hafa komist í miðju fellibylsins og lifað af, segja að hann sé skæðari þegar hann skellur á ný.

Við búum vissulega að þekkingunni og reynslu sóttvarnaryfirvalda og Kóvid deildarinnar á Landsspítalanum, en við höfum líka sömu óvitana.

 

Óvitana sem skilja ekkert í af hverju allt er ekki galopnað.

Ha, meinlaus flensuskítur, er eitthvað að óttast, það dóu svo fáir!!

Það þarf að fá efnahagslífið í gang.

 

Meinið er að efnahagslífið er í gangi, svona eins og það getur verið á tímum heimskreppu í miðri drepsótt.

Og það mun ná fullum styrk þegar veirunni hefur verið útrýmt.

 

En fái hún að grassera, þá mun kreppan aðeins dýpka.

Eitthvað sem fullorðið fólk skilur, en er ofviða börnunum.

 

Þess vegna eiga börn að vera í skóla, og læra, sama á hvað aldri þau eru.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ákvörðun ÍE ekki tilefni til að stíga til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 95
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 4650
  • Frá upphafi: 1458140

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 4034
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband