Vítin eru til að varast.

 

Sú sláandi heimska og veruleikafirring að halda að samfélög fólks geti þrifist í miðri drepsótt á rætur að rekja til Mammons, þessa blóðuga guðs græðgi og auðsöfnunar;

Boðskapur hans vel orðaður í þessari frétt;

"Síðan var ný­lega látið und­an þrýst­ingn­um frá hags­muna­öfl­um og borg­ur­um um að koma efna­hagn­um aft­ur í gang, með of­an­greind­um af­leiðing­um.".

Eins og fólk átti sig ekki á að Mammon er falsguð, boðskapur hans blekking og sýnd.

Það blómstrar ekkert efnahagslíf í miðri drepsótt.

 

Í dag er frétt frá Balkanlöndum, að fórnir síðustu vikna og mánaða hafi að engu orðnar vegna forheimskunnar og græðginnar.

Í gær voru fréttir af fyrstu einangrun samfélaga á Spáni.

Áður voru fréttir frá Leicester, Texas, Arizona, drepsóttin grefur um sig á ný.

Óhjákvæmilegt því fals rífst ekki við raunveruleikann.

 

Þessi víti ættu að vera þjóð okkar lærdómur.

Ekki óvitunum sem stjórna okkur, heldur okkur, almenningi.

 

Það er hugsanlegur möguleiki, sem aðeins tíminn einn veit, að við höfum aðeins fengið aðvörun, að það hafi tekist að einangra fyrst hópsýkinguna, en slíkar aðvaranir verða ekki margar í viðbót.

Við þurfum að fara út í samfélagið með opin augun, það er hvergi verið að spritta sig eða halda fjarlægðarmörk, ef það er smit þarna úti þá er það að breiðast út.

Og aftur verður allt lok lok og læs og alltí stáli.

 

Til hvers??

Til hvers í fjandanum??

 

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Sláandi tölfræði frá Balkanskaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við flytjum inn veiruna.

 

Látum ykkur sitja í súpunni.

Og að sjálfsögðu berið þið kostnaðinn.

Ekki við sem erum í fílabeinsturni valdsins.

 

Hve veruleikafirrt getur stjórnvaldið verið?

Og hve auðmjúk gagnvart valdinu erum við þegar við verjum ekki heilbrigði lands og þjóðar??

 

Það er kannski ást á tímum kólerunnar.

En það eru engin samskipti yfir landamæri á tímum drepsóttarinnar.

 

Ekki frá sýktum löndum til ósýktra.

Ekki nema menn vilji að allir séu sjúkir.

 

Að við séum í helvíti Dante undir áþján ára og djöfla.

Er það það sem við viljum??

 

Þess er okkar að svara.

Kveðja að austan.


mbl.is Lögreglumenn í sóttkví hafi ekki fengið greitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1440182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband