Evrópa lokar á ný.

 

Svo fyrirsjáanlegt.

Svo heimskt að tárum tekur að lýsa.

 

Allar þessar fórnir, öll þessi samstaða, allt til einskis vegna vanvitaháttar.

Þess vanvitaháttar að mæta ógn með frösum.

Eins og raunveruleikinn taki mark á orðavaðli Eurokrata, hvort sem það er um einn sameiginlegan gjaldmiðil eða varnir gegn drepsóttum.

 

Þegar slakað er á sóttvörnum á meðan farsótt er í rénum, þá blossar hún upp á ný, fækkun smita var vegna sóttvarna en ekki vegna þess að veiran nennti þessu ekki lengur og ákvað að skreppa í frí til Brasilíu.

Þegar lítt sýkt lönd opna landamæri sín fyrir fólki frá sýktum svæðum, þá berast nýsmit aftur inní hið ósýkta land, og faraldurinn blossar upp á ný.

Allt kjaftæði um opin landamæri séu hornsteinn hinnar sameinuðu Evrópu og þess vegna þurfi að opna þau sem fyrst, áður en veiran er horfin, er aðeins bein ávísun á nýja bylgju.

Sýndarvörnin að loka á smituð svæði utan álfunnar hefur þar ekkert að segja, álfan er alveg sjálfbær hvað þetta varðar.

 

Ef eitt orð lýsir ástandinu innandyra hjá sóttvörnum einstakra Evrópuríkja í dag, þá er það Uppnám.

Vanvitahátturinn er fagfólki ljós og það spyr sig; hvernig gátum við tekið þátt í þessu, af hverju létum við undan þrýstingi yfirvalda??

Það vita allir að seinni bylgjan er skollin á, engin veit hvernig á að stöðva hana án þess að loka á ný.

 

Nema núna er almenningur ekki tilbúinn.

Til hvers á hann aftur að færa fórnir sem heimskt fólk getur eyðilagt á einni nóttu??

Á meðan fíflin stjórna er almenningur ekki með.

Traustið er gufað upp.

 

Líka á Íslandi?

Reynir á það næstu daga.

En líklegra er að veiran sé fljótari í förum en almenningur að herða sínar varnir.

 

Og til hvers á meðan stjórnvöld flytja veiruna inn??

Til hvers að lifa í fangelsi óttans á meðan enginn axlar ábyrgð á afglöpunum, hvað þá að biðja þjóð sína fyrirgefningar og lofa bót og betrun??

 

Á þetta benti björgunarhringur þjóðarinnar í viðtali við Morgunblaðið í gær.

Kári ætlar ekki að leita að hinum óþekkta smitbera nema það þjóni tilgangi.

Að einhver lærdómur sé dreginn af afglöpunum.

Þar á meðal að tekið sé fyrir innflutningi á nýsmiti.

 

Afglapar eða óvitar??

Það er Katrínar að útskýra fyrir þjóðinni í hvorn básinn ríkisstjórnin flokkast.

Stjórnunarvandi kerfisins felst ekki í einhverjum fáklæddum  lögreglustjóra, vandinn er dýpri en það.

 

Síðasta ár einkennist að raðmistökum varðandi sjálfstæði þjóðarinnar og vörnum gegn ytri ógnum.

Innan ríkisstjórnarinnar eru börn sem skilja ekki eðli mistaka sinna og vita þar að leiðandi ekki að þau hafa gert mistök.

Algjörlega óhæf til að leiða eitt eða neitt á ögurstundum.

 

Og á meðan Katrín bregst ekki við, þá eflist sá grunur að hún sjálf skilji ekki eðli sinna mistaka.

Hún fær ekki mörg tækifæri í viðbót til að hreinsa þann grun.

 

Tími hinna innantóma orða er liðinn.

Ekki bara í Reykjavík.

Kveðja að austan.


mbl.is SMS-aðvörun til 700 Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1440182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband