Það er allt fallt í fótboltanum

 

Leikmenn, félög, keppnir.

HM í Katar er líklegast lágpunktur þeirrar gjörspillingar, að halda heimsíþróttina í útnára eyðimerkunnar þar sem til skamms tíma var líklegra að finna mörgæsir en bolta.

Örfáir menn þáðu geipimútur en eftir sat smáð íþrótt, smánaðir stuðningsmenn, smánuð sú lífsýn sem svo margir deila að fótbolti sé Lífið, líkt og saltfiskurinn var í sjávarbyggðum okkar á áratugum áður.

Græðgin er að éta upp íþróttina innan frá.

 

Þess vegna vissu allir að arabafélögin kæmust upp með háttsemi sína.

Að þverbrjóta allar reglur, að kaupa allt upp.

 

Nema Klopp, hann er svo skrýtinn að vilja sanna sig á eigin forsendum, áttar sig á að jafnvel api getur stýrt arabafélögunum til sigurs.

Og svo sjaldgæfur að bráðum mun geirfuglinn víkja af stalli fyrir styttu af honum, og hætt verður að tala um síðasta geirfuglinn þegar átt er við eitthvað sem er svo sjaldgæft að það er að líða undir lok.

 

Spurningin var aðeins hvernig hinir keyptu reyndu að halda andlitinu nógu lengi til að gáfnaljósin í blaðamannastéttinni segðu eitthvað annað en "Fyrirfram ákveðin niðurstaða".

Og spyrðu í framhaldinu spurningarinnar, hvað kostar svona dómur??

 

"Ekki hægt að sanna sekt City" segir Mogginn og vísar í að það hafi tekið 93 blaðsíður að prenta þessi orð.

Sem fyrir utan að vekja spurningar um leturstærðina fær mann til að íhuga hvort það séu engin mörk á meðvirkni fjölmiðlafólks gagnvart allri vitleysunni sem almannatenglar auðsins matar það á.

 

Af hverju taka menn þátt í þessum skrípaleik??

Í gamla daga hélt öxin mönnum við efnið þegar brjálaðir valdsmenn áttu í hlut, en síðasta öxin er á safni eins og geirfuglinn þar sem styttan af Klopp verður bráðum.

 

Hver er þá afsökunin??

Varla sú að í blaðastétt veljist fólk sem ekki var lesið fyrir á kvöldin í æsku, og það hafi því ekki heyrt söguna um klæðlitla keisarann og litlu stúlkuna sem spurði af hverju hann væri nakinn??

 

Allavega er ljóst að það er margt að í þessum heimi, og hið fornkveðna um að heimurinn versnandi fer, hefur sjaldan verið kveðið af eins miklum þrótti og nú.

Og ennþá ljósar að ekkert lagast ef allir dansa með eða standa í hjárænu með lotið höfuð og húfu í hendi og beygja sig og bugta fyrir valdinu og auðnum.

 

Eins og enginn sé lengur frjáls og sjálfstæður, með hnarreist höfuð og blik í augu.

Standandi ístaðið gegn kúgun og ofríki.

Gegn Nenna níska auðsins sem allt vill eiga og engu deila.

 

Svei attan, svei attan.

Þetta er ekki blaðamennska.

 

Þetta er uppgjöfin ein.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ekki hægt að sanna sekt City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar óvitar fá eldspýtur.

 

Þá er slökkviliðið sett í viðbragðsstöðu.

 

Almenningur vild frí frá Kovid og að fá að lifa eðlilegu lífi í sumar.

Starfsfólk Landspítalans bað sér griða, sagðist vera fólk sem þurfti hvíld en ekki vélar sem væri hægt að keyra út.

Og þeir sem unnu fyrir almanna og sóttvarnir hugsa það sama þó ekkert væri sagt upphátt sem gengi gegn stefnu óvitanna.

 

Núna standa öll spjót á almenningi, heilbrigðiskerfinu og almannavörnum.

Vágestinum sem tókst að útrýma eftir fyrri heimsókn, var aftur boðinn velkominn til landsins, og hið óhjákvæmilega, strandhögg hans ógnar nú daglegu lífi fólks.

Næstu dagar skera úr um hvort böndum verði brugðið á gestinn, en heimboðið stendur enn svo óhjákvæmilega mun hann birtast aftur, og aftur.

Skipta þar engu þau höft sem verða sett á daglegt lif almennings, það er ekki hann sem smitar.

 

Enn og aftur skulum við rifja upp ólundarsvipinn á dómsmálaráðherra þegar hún harmaði í viðtali að íslensk stjórnvöld væru nauðbeygð vegna Schengensamstarfsins að loka áfram á Bandaríkjamenn, þá mikilvægu viðskiptaþjóð okkar.  Hún hafði nefnilega heyrt Trump tala um að þar væri smit í rénum og faraldurinn þar því sem næst genginn yfir.

En þessar skimanir á landamærunum eru aðeins tímabundnar, tilslakana er að vænta þegar líður á sumarið.

Og þá brosti ráðherra þó engar fréttir hafi borist af hlátri Marbendils.

 

Í dag fagnar forsætisráðherra að ennþá sé skimað við landamæri og að landið sé ekki galopið.

Slíkt bull er aðeins sagt ef viðkomandi valdsmaður hefur íhuga að hætta skimunum og galopna landið.

 

Sem leiðir hugann að þeirri staðreynd að óvitar með eldspýtur hætta ekki að kveikja í þó þau hafi þegar valdið eldsvoða, þeir hætta þegar eldspýtur eru teknar af þeim.

Á meðan það er ekki gert, þá er slökkviliðið á vakt.

Og almenningur í herkví óttans.

 

"Kamilla sagði mik­il­vægt að fara vel yfir all­ar regl­ur og leiðbein­ing­ar og að al­menn­ing­ur fari í nafla­skoðun varðandi sín­ar ein­stak­lings­bundnu sótt­varn­ir, auk þess sem hún hvatti vinnustaði, þjón­ustu­fyr­ir­tæki og versl­an­ir til að skoða sína stöðu.".

Hvar endar þetta??

 

Hvenær verða eldspýturnar gerðar upptækar??

Kveðja að austan.


mbl.is Tvö nýju smitanna ótengd öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1440182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband