Bjánar leiða ekki þjóð á ögurstund.

 

Og með ummælum sínum í dag er ljóst að tími Bjarna Ben sem formanns Sjálfstæðisflokksins er liðinn.

Þjóðin er að fara í gegnum fordæmalausa tíma þar sem aðeins eitt getur bjargað henni.

Að heimili og fyrirtæki landsins séu heil þegar heimsfaraldrinum linnir.

 

Enginn gjaldmiðill heldur verðgildi sínu þegar hátt í 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar hverfa á örfáum vikum.

Að halda öðru fram er ekki lýðskrum, það er heimska af áður óþekktri stærðargráðu.

Hvorki laun eða verðtrygging geta haldið í þetta fyrirsjáanlega fall krónunnar.

Ef það er reynt, þá er hrun efnahagslífsins og gjaldþrot þjóðarinnar öruggt.

 

Þetta er það sem leiðtogi borgarlegs íhaldsflokks bendir á.

Og hafi hann styrk, þá nær hann samstöðu um þessi einföldu sannindi.

Ef ekki þá verður hann að víkja.

Þá er hann ekki hæfur, þá er hans tími liðinn.

 

Og ef hræðslan við kórónuveiruna hefur gert eitthvað gamalmennið svo veruleikafirrt að það taki undir þessi orð Bjarna; "„Það er ein­hver viðtak­andi á hinum end­an­um og það vill þannig til að þar eru líf­eyr­isþegar í land­inu sem fara þar fremst­ir í flokki,“", þá er það þannig að núverandi og verðandi lífeyrisréttindi eru aðeins ávísun á hlutdeild í verðmætasköpun þjóðarinnar.

Og þau þurrkast út á einni nóttu líkt og ferðamannaiðnaðurinn ef verðtryggingin fær að brenna upp heimili og fyrirtæki landsins.

Það býr enginn í rjúkandi rústum, sem og þjóðfélag í rjúkandi rúst skilar engum verðmætum í sjóði, velferðarkerfið, eða samneyslu. 

Það brauðfæðir ekki einu sinni þegna sína.

 

Við erum ennþá svo heppin að lifa Ögurstund.

Það er ennþá von, það er ennþá möguleiki að við sem þjóð sleppum heil og lítt sködduð úr þessu fári sem gengur yfir heimsbyggðina.

 

Ögurstund er hins vegar skammvinn.

Hennar tími líður hratt, og kemur ekki aftur.

Það er oft hægt að bjarga sökkvandi skipi, en sokkið skip er sokkið.

Ekkert flókið við það.

 

Þetta er ekki tími barna eða bjána.

Þetta er tími fullorðins fólks.

 

Tími leiðtoga.

Kveðja að austan.


mbl.is Eitt prósent verðbólga og 15 stiga hiti að jafnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 324
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 5608
  • Frá upphafi: 1327154

Annað

  • Innlit í dag: 291
  • Innlit sl. viku: 4976
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband