Laun í sóttkví er minnsta áhyggjuefnið.

 

Fólk ætti frekar að spyrja sig hvort það hafi vinnu þegar líður á sumarið.

Ferðaþjónusta er ein af þremur hryggjarstykkjum gjaldeyrissköpunar þjóðarinnar.

Atvinnulífið á landsbyggðinni, og minna mæli á höfuðborgarsvæðinu, er mjög háð henni.

Og menn ættu að spyrja sig hvað verður um fyrirtækin þegar tekjur þurrkast upp??

Hvernig verða áhrifin á gengið og áhrifin á lánin sökum verðtryggingarinnar??

 

Í alvöru ættu menn að ræða í tíma að frysta lán.

Og frysta vísitölu verðtryggingarinnar.

 

Veiran er nógu mikið áfall þó hamfarir af mannannavöldum bætist ekki ofaná.

Það er tími til kominn að ræða þá staðreynd.

Kveðja að austan.


mbl.is Hafi ekki áhyggjur af afkomu í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær axlar einhver ábyrgð?

 

Gagnvart þjóð sinn og sjálfum sér.

Með til dæmis að segja, "afsakið, fyrirgefið".

"Ég var algjört fífl".

 

Ætlar Guðni og Katrín að fara út á flugvöll og biðja þetta fólk afsökunar??

Ég man ekki betur þegar almenningi var farið að ofbjóða rænuleysi yfirvalda gagnvart innflutningi á smiti frá Norður Ítalíu, að þá hafi þau burðast með sitt lóð á vogarskál hjárænunnar og hvatt fólk til að vera jákvætt, taka á móti innflutningi á smiti með bros á vör.

Eða eigum við kannski að þakka að þau gengu ekki eins langt og kínversku embættismennirnir, sem nóta bena hafa allir sætt ábyrgð, og skipað blaðamönnum að skrifa jákvæðar fréttir.

Eða var það kannski gert, er það skýringin á hjárænuleysi fjölmiðla gagnvart ákvörðun stjórnvalda að leyfa smiti að flæða óhindrað frá Norður Ítalíu.  Var skýringin kannski ekki óvild útí tengdamömmum eða vonin um snemmborin arf??

 

Nei auðvitað munu þau ekki biðjast afsökunar.

Auðvitað mun enginn biðjast afsökunar.

 

Það biðst enginn valdamaður afsökunar á Íslandi afsökunar.

Jafnvel ekki þegar dauðans alvara er undir.

 

En hvernig er þetta með Eflingu?

Fara skúringarkonurnar ekki að hætta í verkfalli?

Það sárvantar blóraböggla.

 

En afsakið!

Neieiei.

 

Ekki á Íslandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Óvenjulegt flug frá áhættusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 75
  • Sl. sólarhring: 996
  • Sl. viku: 4538
  • Frá upphafi: 1457486

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 3926
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband