Hvað er öðruvísi á Íslandi en öðrum sýktum löndum??

 

Jú faraldurinn er ekki eins langt genginn og því höfum við ennþá tíma.

Þess vegna spyr maður sig, af hverju er þessi tími ekki nýttur??

Hann bjargar jú mannslífum, er það ekki einhvers virði.

 

Það er strangt útgöngubann á Ítalíu og Spáni.

Sem fólk tekur alvarlega því það vill ekki að fleiri deyi, en þegar er teiknað í skýin vegna þess að kjarklaus stjórnvöld hlustuðu á úrelta sóttvarnarlækna sem sögðu, það er ekkert hægt að gera annað en að hægja á útbreiðslunni.

Á sama tíma var margt gert í löndum Austur Asíu, og það virkaði.

Við værum  til dæmis með því sem næst ósmitað land ef við hefðum lokað í tíma á þekktar smitleiðir, í stað þess að vera með fleiri smit í fjölda talið, ekki hina margfræga hausatölu, en milljóna þjóðir Austur Asíu.

Og hefðu Ítalía og Spánn haft leiðtoga sem segðu hinu úreltu sóttvarnaryfirvöldum að halda kjafti, og sett strax á útgöngubann, þegar ljóst var í hvert stefndi, þá væri Kína ennþá með flest dauðsföll í heiminum í dag.

Þau gerðu það ekki og fólk geldur þess með lífi sínu.

 

Við breytum ekki þeirri staðreynd að þjóðinni var vísvitandi leyft að sýkjast og við stefnum óðfluga inní lokakafla veirusmitsins, þegar hún springur út og ekkert verður við ráðið.

En við þurfum ekki að láta allt enda með ósköpum eins og raunin varð á Ítalíu, og allt bendir til að verði líka á Spáni, þó var gripið fyrr þar í taumana svo hugsanlega verður faraldurinn þar ekki eins slæmur og hefði orðið ef menn hefðu tekið ítölsku smitleiðina alveg í botn.

Við þurfum þess ekki ef við höfum ennþá vott af manndóm í okkur og stöndum upp og mótmælum.

Þó það væri ekki annað en vegna ástvina okkar.

 

Ferðamenn smita ekki, það er ekki hægt að setja alla sem koma til landsins í sóttkví er okkur sagt.

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við konu sem fékk örugglega smit frá erlendum ferðamönnum því ekki hafði hún verið í tengslum við Ítalíufara þegar hún fékk smitið.  Til að geta haldið áfram að ljúga í þjóðina, þá var erindi hennar ekki svarað þegar hún bað um mælingu.  Hver veit hvað það vítaverða athæfi á eftir að kosta marga smitaða áður en yfir líkur??

Í öðru viðtali er sagt frá Ítalíusmiti, líklegast af hurðasnerli, og sami Ítalíusmitberi smitaði son sinn án þess að hitta hann, en sonurinn gekk frá farangri foreldra sinna.

Síðan er okkur talið í trú um að smitaðir ferðamenn geti ekki borið smit inní landið, að lífsýni sem þeir skilja eftir sig út um allt, sýki ekki íslenska ríkisborgara, en hvað þá með alla erlendu ríkisborgarana sem vinna hérna??, er smitveiran líka vandlát á þá??

 

Heimskan æpir framan í vitborið fólk, sem er tegundaheiti okkar, Homo sapiens, en samt komast sóttvarnaryfirvöld upp með útskýringar sínar eins og við séum öll stödd í Leikhúsi fáránleikans.

Og þegar allt um þrýtur, þá er sagt að ekki sé hægt að setja alla sem koma til landsins í sóttkví.

 

Af hverju er það hægt í Peking, íbúafjöldi 21 miljón, hjarta stjórnsýslu Kína?  Þar eru ótal leiðir inní borgina, og hún er ekki sýkt, það staðfesta útlendingar sem búa í borginni.

Af hverju er það hægt í Taivan, íbúafjöldi 28 milljónir, fjöldi smita 169, samt loka þeir á erlenda ferðamenn, við með okkar 569 smit, treystum okkur ekki til þess að sögn.

 

Þetta er drepsótt segja Ítalskir læknar.

Hérna heldur hjarðhegðun heimskunnar að þetta sé meinlítil flensa nema fyrir fólk í áhættuhópum.

Meinlítil flensa sem hægt er að stýra, og þegar það mistekst sem það augljóslega er búið að gera, þá er það vegna þess að ekkert er hægt að gera.

Annað en að veiran sýki okkur og drepi.

 

Ég las brandarabréf hjá leiðarahöfund Morgunblaðsins núna í morgun.

Ástæða þess að við tölum ekki þýsku og heilsumst með Heil kveðju er sú að fyrir nokkrum áratugum var eldri maður sem brást ekki þjóð sinni þegar hann sá í hvað stefndi.

Hann sagði ekki brandara, hann talaði mannamál á Ögurstundu.

Hann fór gegn Hjarðhegðun heimskunnar og hlaut bágt fyrir.

 

Hann er talinn maður að meiri í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is „Útgöngubann ekki á teikniborðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum öll Vestmannaeyingar.

 

Hugur okkar er hjá þeim, megi þeim takast að sigrast á þessum vágesti.

En til þess er aðeins ein leið, og það er stríð við veiruna, loka á allar smitleiðir hennar, því eins grálynd og hún er, þá lifir hún ekki ein og sér með sjálfri sér.

Hún þarf hýsil.

Vestmanneyingar þurfa að taka þetta stríð, það er ekkert shortcut hvað það varðar.

 

Við verðum svo öll Vestmannaeyingar innan ekki svo skamms, með smituðu samfélög, fólk sem við þekkjum í einangrun, óttumst bæði um líðan þeirra, sem og leitar á okkur spurningin, hver verður næstur.

Vegna þess að við tökum þetta ekki alvarlega.

Við kóum með hjarðhegðun heimskunnar sem mærir stjórnvöld sem á öllum stigum málsins hafa tekiði réttar ákvarðanir, en of seint.

Eltast því við skottið á veirunni og hún er að stinga af.

Forheimskan er á því stigi að þegar aðrar þjóðir hafa náð raunverulegum árangri, eða gripið til róttækra aðgerða eins og að loka landamærum, þá hæðum við þær, segjum að við vitum betur.

 

Það er aðeins eitt sem getur hindrað að við verðum öll Vestmanneyingar, og það er útgöngubann.

Strax á morgun.

Um framkvæmd þess getum við lesið okkur til um hvernig að málum er staðið í dag á Ítalíu, eða Spáni, fer eftir hversu róttækra aðgerða er þörf.

 

Hvatning um samstöðu heimskunnar virkar hins vegar ekki.

Sorrý.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is 27 smitaðir og tæplega 400 í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 1091
  • Frá upphafi: 1321854

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 907
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband