Ítalir deyja.

 

Vegna þess að sóttvarnaryfirvöld þar í landi töldu ekki ástæðu til að loka á smitleiðir frá Kína.

Tóku skammtímahagsmuni fram yfir langtíma hagsmuni.

Í dag er Ítalía lokuð og allt að hruni komið.

Fólk deyr og ekkert er við ráðið.

 

Sama viðhorf, sama andvaraleysið hefur sýkt okkur Íslendinga.

Og forheimskan er svo mikil að það er hæðst að þjóðum sem reyna að skera á smitleiðir.

Til að undirstrika það er birt viðtöl við fólk sem segir; "Hún á erfitt með að skilja rök­in að baki ákvörðun­inni um að loka land­inu, en eins og fram hef­ur komið í frétt­um var ákvörðunin ekki tek­in að und­ir­lagi heil­brigðis­yf­ir­valda í land­inu, enda ekki talið lík­legt að hún skili til­ætluðum ár­angri.".

Já, það skilar ekki árangri að loka á smitleiðir er heilaþvotturinn sem landsmenn eru mataðir á.

Það eru allir fífl nema við.

 

Svo fáum við fréttir af skrípó í ráðherrastólum sem eyða tíma sínum að mótmæla lokun smitleiða.

Enginn lítur í eigin barm og spyr sig, af hverju erum við smitaðasta þjóð í heiminum miðað við hausatölu?

Hver er skýringin, hver er orsökin??

Af hverju skerum við ekki á smitleiðir??

Hvað þurfa margir ferðamenn að deyja í anddyrum spítala okkar til að við föttum að veiran smitar alla, og smitaðir, hvort sem þeir eru innlendir eða ferðamenn, smita aðra.

 

Hvað þurfum við hlusta oft á utanríkisráðherra fullyrða að aðrar þjóðir líti til Íslands í árangri að smita heila þjóð á sem stystum tíma?

Hvað þurfum við að hlusta oft á sóttvarnarlækni verja þá stefnu sína að leyfa ferðamenn frá smitsvæðum koma til landsins?? 

Með þeim rökum að þeir hafi ekki sýkt ennþá.

 

Erum við að bíða eftir að forheimskan springi framan í okkur??

Að fyrirsögn þessa pistils, sem og annarra, breytist úr Ítölum í Íslendinga??

Eða er engin mörk á hjarðhegðun heimskunnar??

Þarf drepsóttin að drepa til að við skiljum að drepsóttir drepa??

Eða er það okkur eðlislægt að standa í auðmýkt með húfu í hendi þegar yfirvaldið er annars vegar??

 

Eigum við ekki líf sem þarf að vernda??

Börn, mæður, feður, afa eða ömmur.

Eða náungann, fólk sem við þekkjum sem hefur gengið í gegnum erfiða sjúkdóma, og er í mikilli hættu þegar veiran verður stjórnlaus.

Er það mikilvægara að vera heimskur og kóa með, eða vernda það sem er okkur mikilvægast?

Líf okkar, líf náungans, hvort annað.

 

Ítalir deyja í dag.

En þeir voru ekki svo mjög að deyja fyrir 3 vikum síðan.

Aðeins 4-5 gamalmenni, og svo nokkur í viðbót.

Annars meinlítið kvef eða þannig.

 

Við erum á þeim stað í dag.

Og harðhegðun heimskunnar trúir að það ásand sé komið til að vera.

Að það versni ekki.

 

Eitthvað svipað viðhorf og var í Bretlandi en loksins kveiktu menn á perunni þar; " Líkanið sýndi að með því að reyna einungis að hægja á faraldrinum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld höfðu þegar kynnt en ekki stöðva hann kallaði ríkið yfir sig hörmulegan faraldur, gjörgæsludeildir myndu ekki ráða við álagið. Útreikningarnir bentu til þess að án frekari aðgerða myndu 260 þúsund manns láta lífið á Bretlandseyjum ekki bara úr COVID-19 heldur einnig vegna þess að heilbrigðiskerfið gæti ekki sinnt öðrum sjúklingum sem þurfa sérhæfða þjónustu. ".

 

Við vitum ekki hve slæmt þetta verður.

Það eina sem við vitum að hér standa menn vaktina, og það er lofsvert, þakkarvert.

Við vitum líka að smitið er komið úr böndum og það þarf að grípa til harkalegra aðgerða en þegar hefur verið gert.

Vandinn er að réttar ákvarðanir eru teknar of seint, og þær virka ekki afturábak.

 

Það er loksins búið að taka ákvöðun um að allir Íslendingar sem koma til landsins, fari sjálfkrafa í 14 daga sóttkví þegar þeir koma til landsins.

Rétt ákvörðun, en hefði hún verið tekin fyrr, þá værum við ekki svona smituð eins og við erum í dag.

Og við höfum ekki reist sóttvarnargirðingar og því fær veiran að smitast í alla landshluta, og við höfum ekki sett á útgöngubann, til að drepa veiruna.

Það verður gert, en fyrst þarf fólk að deyja.

 

En þess þurfti ekki.

Þess þurfti ekki.

 

Munum það.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is 475 létust á einum sólahring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldulesning fyrir sóttvarnaryfirvöld.

 

Sem leyfðu landinu að sýkjast því þetta væri bara meinlaus veira, nema jú fyrir fólkið sem myndi hvort sem er deyja.

Skyldulesning fyrir vanhæfa blaðamenn sem átu allt upp sem var sagt, án nokkurrar gagnrýni, og brugðust þar með frumskyldu sinni að upplýsa, að fræða, að segja satt og rétt frá.

Undanfarna daga höfum við upplifað blaðmennsku og hópsál sem einna helst má finna í landi heilaþvottarins, Norður Kóreu.

 

Næst þegar sóttvarnarlæknir vitnar í falsaðar tölur frá Kína, spyrjið hann þá um tölur frá Ítalíu.

Breska ríkisstjórnin trúði sama sérfræðibullinu.

Á vef Ruv má lesa frétt í gærkveldi þar sem breska ríkisstjórnin fékk nýja skýrslu um alvarleika drepsóttarinnar þar sem nýtt hættumat var gert vegna gagna frá Ítalíu sem öskruðu á þessa sömu sérfræðinga.

Raungagna, sem sögðu að fólk væri að deyja, og heilbrigðiskerfið réði ekki við ástandið.

 

Eitthvað sem allir hafa vitað.

Nema tveir hópar, sóttvarnalæknar nokkurra Evrópuríkja og hópurinn sem kennir sig við hjarðhegðun heimskunnar.

Já, og svo Kári klári.

 

Hættan hefur verið vanmetin játar Evrópusambandið í dag.

Var þetta fólk ekki með augun opin??

Hefur það ekki dómgreind??, eða skýlir það sér á bak við sérfræðingaheimskuna??

Fékk það engar fréttir frá Austur Asíu um árangur, hvernig skjót viðbrögð á fyrstu dögum réðu úrslitum??  Þar sem lykilatriðið er að skera á smitleiðir, og berjast svo við hvert tilvik sem slapp áður en skorið var á smitleiðirnar.

 

Aldrei í nútímasögu Vesturlanda höfum við upplifa aðra eins tilraun til vísvitandi fjöldamorða.

Aldrei áður höfum við haft aðra eins vanhæfa leiðtoga.

Með undantekningum þó, í Danaveldi er ung kona sem sagði sóttvarnarsérfræðingunum að halda kjafti. 

Þeir væru ekki guðir með valdi yfir lífi og limum fólks.

 

Og þið þarna úti, sem stolt gangið í takt við hjarðhegðun heimskunnar, lesið þessa grein.

Hún fjallar um dauðans alvöru.

Ekki heimsku.

Ætti ekki samt að vera ykkur ofviða.

 

Enn og aftur, lesið svo þennan link á grein um af hverju við þurfum að bregðast við strax.

https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca.

Hún gæti bæði læknað heimsku ykkar og bjargað lífi ykkar.

 

En jú jú.

Heimska er valkvæð, og auðvitað megið þið halda áfram að þakka landlækni, sóttvarnarlækni og yfirvöldum fyrir að hafa leyft drepsóttinni að dreifa sér um  landið.

Þakkað þeim að bregðast of seint við á öllum stigum málsins.

 

Vissulega eru meiri líkur en minni að þið lifið af ykkar heimsku.

En ofboðslega eruð þið firrt ef þið skiljið ekki hvað felst í þessum orðum Rutar;

"Einu hljóðin sem við heyr­um hér í ein­angr­un­inni heima hjá okk­ur eru stöðug væl í sír­en­um sjúkra­bíl­anna, dag og nótt, og við reyn­um að hugsa ekki um fólkið og sög­una á bakvið hvern sjúkra­bíl sem brun­ar hjá.“".

 

Það er saga á bak við hvern sjúkrabíl.

Saga sem við eigum á hættu að verði sögð hér eftir ekki svo marga daga.

Ekki nema að við séum guðsútvalda þjóð sem njótum þeirrar verndar að drepsóttin sé meinlaus kvefpest hjá okkur, og við sleppum með skrekkinn.

 

Ég myndi ekki treysta á það.

Og þó svo væri, hefði verið jafn heimskt að treysta á það.

 

Og þeir sem fatta það ekki.

Þeir eiga engu að ráða,.

Kveðja að austan.


mbl.is Tölurnar segi ekki alla söguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband