Heimskt er heimaalið barn.

 

En Gulla greyið tekst jafnvel að gera þau gáfuleg.

Brandarinn um Emil og fílinn, þar sem hinir maurarnir kölluðu á Emil að kyrkja fílinn fékk nýja merkingu þegar Gulli tilkynnti að hann myndi taka bandarísk stjórnvöld á teppið fyrst að þau voguðu sér að setja Íslendinga í farbann, þjóð sem er hlutfallslega sýktust í heiminum í dag.

Og hann er hluti af blessaða barnaláninu sem hélt blaðamannafund með lúðraþyt þar sem tilkynnt var að ríkisstjórnin ætlað að bregðast við fordæmalausu ástandi í efnahagslífinu með því að fresta hörðum innheimtuaðgerðum á skatta og gjöld í vanskilum.

 

En á öllu eru takmörk, aðrar þjóðir líta ekki á það sem eftirbreytni að vitandi vits var kórónavírusnum látinn dreifa sér óhindrað inní landið þannig að á innan við tveimur vikum slógum við Kína út í hlutfallslega fjölda smita.

Ef einhver ríkisstjórn á að gera varið þjóð sína, þá er það eyland sem hefur engin bein landamæri við önnur ríki.

 

Í dag eru þjóðir í Austur Asíu eins og Singapúr og Taívan öfundaðar.

Þær höfðu kjark til að stöðva aðstreymi ferðalanga frá sýktum svæðum, um leið og menn gerðu sér grein fyrir alvarleik veirunnar.

Singapúr er til dæmis borgríki með 5,6 milljóna íbúa, á landsvæði sem er vel innan við 1000 ferkílómetra, með efnahag sem á mikið undir aðstreymi fólks, samt lokuðu þeir á Kína og settu þá sem þaðan komu í 14 daga sóttkví, og þegar önnur lönd bættust við eins og Íran, Suður Kórea eða Norður Ítalía, þá var ekki hikað við að loka.

"On 3 March, Singapore announced a ban on visitors arriving from South Korea, Iran and northern Italy from 4 March, with Singapore citizens, permanent residents and long-term pass holders returning from these places to be issued Stay-Home Notices (SHN) lasting 14 days. In addition, all travellers entering Singapore with fever or signs of respiratory illness will be required to undergo swab tests, with penalties for refusal. The travel advisory was expanded to include Iran, northern Italy, Japan and South Korea".

 

Í dag er Singapúr með skráð 212 smit, ekkert dauðsfall.

Ekkert dauðsfall.

5,6 milljónir, 726 ferkílómetrar, ekkert dauðsfall.

 

Hefði okkur borið gæfu til þess að loka strax á smituð svæði, þá var landið ekki eins smitað og það er í dag, og þá hugsanlega ættu orð Guðlaugs Þórs sér stoð í raunveruleikanum.

Í dag eru þjóðir að loka landamærum sínum þrátt fyrir að staðfest smit séu aðeins brot af útbreiðslu kórónaveirunnar hér á landi.

Vegna þess að ábyrg stjórnvöld gera allt sem hægt er að gera til að hindra ótímabært andlát náungans, þó hann sé bara gamall eða veikur fyrir.

Hér er bara reynt að hafa stjórn á mannfallinu, ekki reynt að koma í veg fyrir það.

 

Þó hjarðhegðun heimskunnar sé það mikil að fólk almennt telji að við séum mest og best, þá erum við ein um þá skoðun.

Vissulega eru til yfirvöld eins og í Svíþjóð, sem vilja fara sömu leið og við Íslendingar, en þeim fækkar með hverjum deginum.

Og á meðan dauðsföllum hjá hinum aðgerðalausu fjölgar, og á sama tíma berast fréttir um árangur í stríðinu við drepsóttina  hjá þeim þjóðum sem sættu sig ekki fyrirfram við að afskrifa samlanda sína, þá er öllu vitbornu fólki ljóst hvor leiðin er rétt.

 

Enda er það einföld staðreynd að veira lifir ekki án hýsils.

Ef smitleiðir eru stöðvaðar þá deyr hún út.

 

Hér er linkur á grein sem nú þegar tugmilljóna hefur deilt á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir staðreyndir mála.

https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca

Yfirskrift hennar er, Why you must act now.

 

Meðal margra annarra fróðlegra upplýsinga er stærðfræðin sem menn geta notað til að reikna út líklega útbreiðslu smita aftur í tímann út frá fjölda dauðsfalla. 

Sú stærðfræði sýndi fram á að fjöldi smitaðra á Norður Ítalíu var miklu meiri en opinberar tölur gáfu upp og þess vegna var vítavert að leyfa frjáls ferðalög þangað eftir að fólk fór þar að deyja.

 

Eins var sláandi að sjá línuritið sem sýndi hækkun á fjölda látinna í bandarískum borgum vegna inflúensufaraldursins sem kenndur er við spænsku veikina, eftir viðbragðshraðanum að banna mannfagnaði og fjöldasamkomur.

Því seinna sem brugðist var við, því fleiri dóu.

 

Og það er kjarni málsins, því seinna sem brugðist er við, því fleiri deyja.

Singapúr bannaði ferðalög til Norður Ítalíu 3. mars, hefðu við gripið til þeirra aðgerða þá, og bannað síðan skíðaferðir til Alpanna nokkrum dögum seinna, þá værum við ekki svo smituð í dag.

 

Í dag er bannað að ferðast til sýktra svæða, og lönd eins og Þýskaland og Frakkland komin á válista.

En af hverju var þetta ekki gert strax þegar ljóst var í hvað stefndi??

Hikið eða kjarkleysið mun kosta mannslíf.

Ótímabær andlát samborgara okkar.

 

Að það sé eftirbreytni fyrir aðrar þjóðir er þvílík fáráð að maður efast meir að segja um að hægt sé að afsaka heimskuna með skorti á þroska.

Að blessað barnalánið sé ekki skýring.

Heldur algjör veruleikafirring fólks sem getur aldrei tekið rétta ákvörðun þegar á reynir.

Fólks sem vísvitandi skemmir það sem þó er í lagi eins og sóttvarnir þjóðarinnar gagnvart innflutning á fjölónæmum sýklum eða hættulegum búfjársjúkdómum.

Að þetta séu ekki börn heldur hreinræktuð fífl.

 

Það er ljótt að segja þetta, en þetta virkar þannig.

Því hinn möguleikinn, að hin skynlausa skepna sem metur mannslíf einskis í gróðafíkn sinni, stjórni blessaða barnaláninu, er eitthvað sem maður getur ekki trúað fyrr en allt annað hefur verið útilokað.

Ég trúi því einfaldlega ekki uppá barnalánið.

Ég trúi því í alvöru að þetta fólk vilji vel.

 

En það er bara ekki hæft.

Eiginlega algjörlega vanhæft.

 

En það hreykir sér.

Já, það hreykir sér.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Aðrar þjóðir líti til viðbragða Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband