Heimsfaraldur.

 

Alvarlegra verður það ekki.

 

Ef veirusýking er ekki stöðvuð strax í upphafi útbreiðslu sinnar, þá breiðist hún út með veldishraða þar til ekkert verður við ráðið

Þetta vita allir sem sáu þá stórgóðu mynd 12 Monkeys á sínum tíma með harðhausnum Brús Willis og sjarmörnum Brad Pitt.

Þetta vissu líka Kínverjar, og þeir standa best þjóða í dag.

Þeir gerðu það sem þurfti að gera.

Tímanlega.

 

Evrópa gerði það ekki, og á því eru skýringar.

Ástæðan er svo ég vitni í yfirmann WHO; "vegna ógn­vekj­andi skorts á aðgerðum".

Það er í þennan ógnvekjandi skort á aðgerðum sem blessað barnalán okkar vitnar í þegar það segir "Við erum að grípa til mjög harðra aðgerða á Íslandi miðað við það sem geng­ur og ger­ist í lönd­un­um í kring­um okk­ur."

Það þarf ekki mikið til að aðgerðir séu harðari en hjá þeim sem fá þá umsögn, "ógnvekjandi skort á aðgerðum".  Og sitja núna uppi með stjórnlausa útbreiðslu veirunnar.

 

Það er aðeins einn mælikvarði á aðgerðir, og það er hvort þær dugi.

Og þú stöðvar ekki veirusýkingu með því að hafa landið galopið fyrir innflutningi á smiti þó allt annað sé rétt gert eftir bókinni.

Þetta er raunveruleiki, og aðeins fífl rífast við hann.

Sem og blessuð fávísu börnin sem fatta hann ekki.

 

Heimsfaraldur, er þetta ekki bara væg flensa??

Gefur yfirmanni WHO aftur orði; "ógn­vekj­andi mik­ill­ar út­breiðslu og al­var­leika".

Alvarleikinn er hin banvæna lungabólga sem hluti sýktra fær.

Það er hún sem er að drepa, og miklu fleiri væru fallnir ef ekki kæmi til súrefnisgjöf auk annarrar læknishjálpar.

 

Eldra fólk stráfellur á Ítalíu og engin veit hvar sú tala mun enda, þúsundir, tugþúsundir, fer eftir útbreiðslu og hvort síðustu neyðarráðstafanir nái að hægja á útbreiðslu hennar.

En ungt fólk er líka að veikjast.

Í fyrri pistli dagsins vitnaði ég í frétt þar sem það kom fram að fyrsti skráði sjúklingurinn á Ítalíu með kórónuveiruna, gæti núna andað hjálpalaust, eftir þriggja vikna veikindi.

Hann var fullhraustur 35 ára gamall karlmaður.

 

Á vef K-100 sem Mbl.is birtir má lesa þetta í viðtali sem tekið var við Julia Charlotte de Rossi sem er íslensk að hálfu og að hálfu ítölsk. Það sem hún segir er hreint út skelfilegt;

 

"„Staðan hérna er hræðileg. Við vissum öll að það væri komin veira en það var samt enginn að pæla í þessu. Enginn vissi að þetta væri orðið svo útbreitt,“ segir Julia í viðtali við K100 sem sjá má og heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Hún segir að skólinn sem hún er í sé lokaður og öllum sé ráðlagt að dvelja heima til 3. apríl. „Ég fékk send skilaboð frá starfsfólki á spítala. Það hvetur fólk til að vera heima og að það eigi að taka þetta mjög alvarlega. Það er fólk á mínum aldri sem er mjög veikt núna inni á spítala. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir alla. Starfsfólkið á spítölum er komið á þann stað að það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja.“ ".

 

Læknar þurfa að velja hverjum þeir bjarga, og eðli málsins vegna bjarga þeir frekar yngra fólki en eldra, en einn daginn hafa þeir ekki nóg súrefni, eða eru sjálfir orðnir veikir, og þá er enga hjálp að hafa á spítölum, og fólk kafnar, líka það unga.

 

Þetta er grafalvarlegt, ógnvekjandi svo ég vitna í Thedros yfirmann Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Samt hefur blessað barnalánið dregið lappirnar í að loka á innflutning á smiti, og það ber í raun ábyrgð á megninu af því smiti sem þegar hefur greinst.

Og netheimar eru ennþá fullir af fólki sem gerir lítið úr alvarleikanum, talar um kvef eða væga flensu, eða það er svo siðblint að gefa í skyn að það þurfi ekki að grípa til harkalegra aðgerða því þetta drepur hvort sem er bara eldra fólk.

 

Í morgun las ég þráð á feisbók þar sem fólk ræddi sóttina af fullri alvöru og þá kom íslenskur Dani inn og þusaði um að þetta væri meiri móðursýkin hérna heima á Íslandi, annað væri í Danmörku enda fá smit og allt undir kontról.  Í kvöld bárust fréttir um að skólum í Danmörku verð lokað næstu daga, sem sagt dönsk stjórnvöld eru loksins farin að skilja þennan ógnvekjandi skort á aðgerðum.

Svona póstar hafa líka komið frá Svíþjóð og Noregi, allt í góðu þar, eða hitt þó heldur.

Og ekki má gleyma afglöpum Mbl.is að vitna athugasemdarlaust í norskan prófessor sem gerði lítið úr alvarleikanum.

Það er allt svona sem dregur kjarkinn úr ráðamönnum að grípa til nauðsynlegra aðgerða í tíma, fíflin eru svo hávær.

Og kjarklitlir eða kjarklausir stjórnmálamenn þora ekki gegn þeim.

 

Það er mál að linni.

Þetta er heimsfaraldur.

Hann er ógnvænlegur.

Hann drepur.

 

Og það veit enginn hvað hann drepur marga áður en yfir líkur.

Það er að hluta ófyrirséð, og að hluta undir okkur komið.

 

Við eigum í stríð segir landlæknir.

Feisum það.

 

Það er tími til kominn að senda börnin uppí sveit.

Allavega þau sem stjórna landinu.

 

Það er kominn tími á fullorðið fólk.

Kveðja að austan.

 


mbl.is WHO lýsir yfir heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju til­fell­in tengj­ast öll ferðalög­um fólks til skíðasvæða í Ölp­un­um.

 

Og Víðir hefði getað bætt við að fyrri smit gerðu það líka.

Ennþá hefur enginn fallið, en þegar einhver fellur, þá er það mannfall á ábyrgð þeirra sem þverkölluðust við að loka á ferðalög til hinna sýktu skíðasvæða, sem og fólksins sem var svo ábyrgðarlaust að fara þangað, og hafa dauðans alvöru í flimtingum.

 

Gerum okkur grein fyrir hvernig aðstæður voru á þessum skíðasvæðum, vitna í fífl sem Ríkisútvarpi tók viðtal við eftir heimkomu farsóttarflugvélarinnar frá Veróna, undir fyrirsöginni, "Engin taugaveiklun í gangi".

"„Nei. Við erum búin að vera á þessu svæði í viku og það er fullt af fólki í kringum okkur á þessu svæði sem maður finnur í raun og veru að er veikt. Það eru miklu fleiri veikir þarna, og út um alla Evrópu, fólk sem fer ekki í neinar greiningar. Það finnur einhver lítil einkenni, er heima hjá sér og verður hressara.“".

 

Þetta skýrir útbreiðsluna á Ítalíu, og smitið sem fólk fékk þegar það ferðaðist þangað.  Menn voru veikir, smituðu aðra og öllum var slétt sama.

Þetta fólk hafði svo sóttkvína í flimtingum þegar það kom heim til að sýkja samalanda sína.

"En óttastu að vera smitaður af COVID-19? „Í raun og veru ekki. Ég er bara slakur gagnvart þessu. Þetta er komið og verður áfram. Og við vitum að þessar aðgerðir núna eru til þess að hindra dreifinguna svo að heilbrigðiskerfið ráði betur við þetta. Það er ekki eins og það hafi ekki komið flensa hérna áður. Fólk deyr úr flensum,“".

Já fólk deyr úr flensum, hvaða stress er þetta??

 

Kannski gæti viðtal sem Þóra Arnórsdóttir tók við ítalskan veirufræðing útskýrt af hverju, og að núna sé fullorðið fólk komið með uppí kok á fíflunum;

".. þá varð honum svo heitt í hamsi að það skaðaði allt hljóð og við þurftum að byrja upp á nýtt og endurstilla allt,“ sagði Þóra. „Því hann hrópaði: „Krakkar druslist til þess að vera heima hjá ykkur. Afar ykkar og ömmur og forfeður ykkar fóru í stríð og hafa þurft að leggja ýmislegt á sig fyrir þessa þjóð. Það eina sem við biðjum ykkur um er að drullast til að vera heima. Sitjið á rassgatinu heima hjá ykkur og lokið dyrunum og ekki opna fyrr en við segjum að þið megið koma út eftir nokkrar vikur.“ Þetta var eldmessa. Þessi maður er með mjög veika einstaklinga inni á deild hjá sér og er að verja sitt starfsfólk líka,“".

 

Í annarri frétt frá Ítalíu má lesa um lækna sem þurfa að dæma eldra fólk til dauða því það er ekki til nóg súrefni til að bjarga öllum.

Nöturleiki veirunnar er sá að þeir sem fá lungnaafbrigði hennar, þeir anda ekki án hjálpar, og það gildir líka um fullfrískt fólk. 

".. the disease caused by the coronavirus, is a viral respiratory infection that takes hold in the lungs. Many patients require intubation and cannot breathe without respirators—more respirators than most public-health systems have. Italy’s “patient one,” an otherwise healthy 38-year-old who fell ill with the virus in January, is now breathing on his own, after nearly three weeks on a respirator.".

 

Já, sem smitaðist fyrst var 38 ára gamall karlmaður við góða heilsu, hann á súrefnisgjöf lífi sínu að þakka.

En þegar faraldurinn verður óviðráðanlegur, þá munu fæstir fá súrefni, og þá deyja ekki bara gamalmenni.

 

Þetta er alvarleiki þessarar kórónuveirunnar, þetta er heimsfaraldurinn sem vestræn ríki buðu heim til sín án þess að gera nokkrar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu hans, nema að uppfæra nokkur Exel skilaboð.

Það er Ítalía í dag, það er Frakkland og Þýskaland á morgun, og ekki innan svo langs tíma munu Bandaríkjamenn uppgötva að þeir eru þriðjaheimsríki þar sem heilsugæsla fer eftir efnahag.

 

Þetta er ekki veirunni að kenna, þetta er heimsku mannanna að kenna.

Manna sem tóku trúarbrögð hins frjálsa flæðis á ferðum fólks fram yfir líf og heilsu samlanda sinna.

 

Aðeins stigsmunur, ekki eðlismunur, á þeim og fólkinu sem taldi hluta samborga sinna ekki hafa rétt til lífs, og smöluðu þeim í útrýmingarbúðir.

Það eru engar rökréttar skýringar á því að veirunni var leyft að dreifast stjórnlaust um hinn vestræna heim.

Og það er ekkert sem réttlætir að henni var leyft að dreifa sér óhindrað frá skíðasvæðum Ítalíu.

 

Og þeir sem leyfðu það hafa ekki heimsku eða vanþekkingu sér til afsökunar.

Hugmyndafræði spurning??

Kjarkleysi líklegast.

 

En þegar dauðans alvara er annars vegar þá eru það klén afsakanir.

Og enginn á að komast upp með þær.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is 85 smit staðfest hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1319872

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband