7.12.2020 | 16:36
Vanhæfni eða vanvitaháttur.
Ennþá segjast almannavarnir og lögregluyfirvöld vera skoða mál brotamanneskju sem neitaði að fara í skimun, og fór ekki í sóttkví í kjölfarið.
Þessi sauðsháttur, þessi linka gagnvart brotamanneskjunni er vanvirðing við allar þær fórnir sem landsmenn hafa fært síðustu viku og mánuði til að ná niður þriðju bylgju kóvid veirunnar.
Þetta er fingur framan í fólk, og þau sem ábyrgðina bera eru ekki starfi sínu vaxin.
Þessi faraldur er háalvarlegur er okkur sagt, hann er lífshættulegur ákveðnum hópum í samfélaginu, öðrum veldur hann erfiðum veikindum, langtímaafleiðingar lítt þekktar.
Grundvallaratriðið er að halda faraldrinum í skefjum svo heilbrigðiskerfið sligist ekki.
Þess vegna hefur samfélagið mögnunarlítið sætt sig við mjög harðar sóttvarnir, sem hafa miklar afleiðingar, bæði félagslegar og efnahagslegar.
Vegna þess að það er svo mikið í húfi.
Svo er þetta bara djókari, brandari, ef manneskja ybbar sig, ullar framan í kerfið, neitar að hlýða grundvallarreglum sóttvarna, sem eiga að koma í veg fyrir að smit berist inní landið, þá er mál hennar ennþá í skoðun, þremur dögum eftir að uppvíst var um vísvitandi brot hennar.
Af hverju er ekki búið að taka þessa manneskju fasta og loka hana inni??
Er það vegna þess að hún er kona??
Eða er það vegna þess að eins og í öðrum gjörspilltum löndum njóta ákveðnir brotamenn friðhelgi ef þeir njóta verndar háttsettra í stjórnkerfinu??
Er það hægra öfgafólkið í Sjálfstæðisflokknum sem verndar hana??
Eða er þetta bara algjör vanhæfni eða vanvitaháttur??
Hver sem skýringin er þá er þetta til háborinnar skammar.
Þeir sem ábyrgðina bera eru ekki hæfir til að gegna starfi sínu.
Ættu að skammast til að segja af sér og láta aðra taka við sem geta framfylgt lögum á dauðans alvöru tímum.
Annars eru allar forsendur sóttvarna brostnar.
Því þetta var þá bara lygi eftir allt saman.
Og hvaða andskotans máli skiptir það hvort brotamanneskjan var með lækningaleyfi eða ekki, læknar eru ekki undanþvegnir sóttvörnum.
Ekki frekar en annað fólk.
Það veit enginn fyrirfram hver er smitberi og hver ekki, og smit er ekki bundið við starfstitil fólks.
Hafi smit hins vegar breiðst út, þá er eina sem er vitað, það kostar gífurlegar fórnir almennings að stöðva það.
Þetta er rosalega sorglegt að lesa þessa frétt dag eftir dag, að málið sé í skoðun.
Það er eins og við búum í skrípalandi þar sem ekkert er tekið alvarlega.
Allavega ekki af þeim sem gegna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina.
Þetta er ekki boðlegt.
Kveðja að austan.
![]() |
Elísabet ekki með lækningaleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. desember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440178
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar