Almannarómur er vitni.

 

Segir lögmaður rógberans.

Sem sá stefndi þurfti alls ekki að vera, hann gat sagt satt og rétt frá, og leitt fram vitni því til sönnunar, en þegar lögmaður hans vitnar í almannaróm í óskyldum málum, þá er ljóst að annað hvort er hann að verja rógbera, eða hann er sjálfur rógberi.

Það seinna gerir sjálfkrafa fyrstu setningu þessa pistils ranga.

 

Um þetta mál veit ég ekki neitt.

En ég hef þá heilbrigðu dómgreind að þegar Sigmar og Morgunútvarpið útvarpa ásökunum gagnvart málsaðila, og forsenda þeirra ásakana er að allt kerfið, ákæruvaldið, löggan sem greip inní, hjúkrunarfólk á geðdeild, læknar og svo framvegis, væru hluti af samsæri sem aflóga stjórnmálamaður, þáverandi sendiherra þjóðarinnar í Washington, þá vissi ég að ekkert raunveruleikaskyn væri að baki þeim ásökunum.

Sigmar hélt að hann hefði efni til að hengja Jón Baldvin, en áttaði sig ekki á að þar með væri hann að hengja tugi manneskja sem komu að þessu sorglega máli.

Gat vissulega verið rétt, en orð Aldísar voru engan veginn sönnun þar um.

 

Orð eru ekki sönnun.

Jafnvel þó þau séu ásakanir á hendur miðaldra karlmanni, sett í búning Metoo byltingarinnar, þá þarf meira til.

Og Sigmar þarf að vera algjört fífl ef hann fattar það ekki.

 

Sjálfsagt hefur hann hugsað að hann hefði sitt Weinstein mál í höndum, og vissi örugglega að miðaldra karlmaður, hvað þá eldri karlmaður en það, ætti engan séns á að verjast ásökunum þess kyns sem er það veikt og aumt, það er að áliti Sigmars og annarra í hans stöðu, að þarf aldrei að færa neinar sönnur á orðum sínum eða ásökunum.

Og sjálfsagt treyst á það að hann sjálfur yrði aldrei skotspónn slíkra ásakana hinna nútíma nornaofsókna.

 

En heimskur engu að síður, burtséð frá öllu öðru.

Til þess að ásakanir Aldísar væru sannar, þá var samsektin engan vegin bundin við miðaldra karla, lögreglumenn eða lækna, að baki þeim lá líka aðdróttun gagnvart geðhjúkrunarkonum sem sannarlega voru konur, hef hins vegar ekki hugmynd um hvort þær voru miðaldra þegar Jón Baldvin átti að hafa þær í vasa sínum.

Eftir stendur spurningin hvaða ógnartök hafði þessi fyrrum aflóga stjórnmálamaður, sem með skottið á milli fótanna hafði verið sendur til USA, að allt þetta fólk tók þátt í ekki bara samsæri, heldur var þátttakandi í einu af því alvarlegasta sem hægt er að gera öðru fólki, að svipta því frelsinu og loka það inni, ítrekað, því það hafði sannleika að segja um valdamann.

 

Spurning sem Sigmar mun aldrei geta svarað.

Og lögmaður Aldísar ekki heldur.

Í stað þess að verjast og færa sönnur á orð Aldísar, þá er vísað í róg, almannaróm og Metoo.

 

I am not a crook sagði Nixon, og enginn trúði honum.

Sú málsvörn var samt hátíð miðað við þá sem þessi frétt greinir frá.

 

Eitthvað sem fólk skilur.

En rógurinn ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Greinir á um „umdeild“ vitni í máli Jóns Baldvins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1440178

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband