Munu þau biðjast afsökunar.

 

Yfirfullar gjörgæsludeildir, smitmet, líkin hrannast upp, neyðarpantanir á líkpokum.

Þetta er hrollvekjan í Bandaríkjunum í dag, raunveruleiki sem margar ríkisstjórnir Vestur Evrópu reyna að forðast með því að skella öllu í lás um jólin og áramót, nú að þreyja þorrann á þar til almenningur er bólusettur.

 

Það er langur vegur frá þessu ástandi í Bandaríkjunum í dag og þess sem prófessorinn, sem ferðaþjónustan fékk til að ráðast gegn sóttvörnum á landamærunum, sagði í blaðagrein þann 29. ágúst síðastliðinn;

" Til dæmis voru viðbrögð vegna faraldursins vestra ekki til fyrirmyndar og Covid hefur í raun brunnið þar í gegn eins og sinueldur. En, án þess að það fari hátt í fjölmiðlum, þá hefur tilfellum í Bandaríkjunum farið fækkandi og lífið hér úti gengur almennt sinn vanagang, veitingahús full af fólki og sjúkrahús að mestu að sinna hefðbundnum sjúklingum þótt vissulega sé ástandið misjafnt á milli ríkja. Hjarðónæmi myndast ekki í einu vetfangi heldur verður smám saman erfiðara fyrir veiruna að breiðast út og það gæti e.t.v. farið að raungerast vestra á næstu mánuðum. ".

Þessum orðum hömpuðu andstæðingar sóttvarna í Sjálfstæðisflokknum mjög, sögðu að þarna væri fræðimaður sem væri ekki í vasanum á Kára og DECODE og margt mætt fólk þarna úti trúði þessu.

 

Prófessorinn var hluti af áróðursherferð fjársterkra hagsmuna, annað getur ekki skýrt að á svipuðum tíma birtust aðrar greinar í dagblöðum, leiðaraskrif Fréttablaðsins og Morgunblaðsins réðust beint gegn sóttvörnum þjóðarinnar, Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins endurbirti níðgrein öfgamanns um Boris Johnsson, þekkt Albaníuaðferð sem beindist að Bjarna Benediktssyni, og bullið og vitleysan var síðan blásin upp í netheimum, þar á meðal hér á Moggablogginu.

Í ljósi frétta um samfélagslegar lokanir víða í Evrópu eru þessi orð Reimars Péturssonar lögmanns athyglisverð, en hann skrifaði grein í Fréttablaðið, einmitt þann sama dag og Jón Ívar Einarsson, prófessor í Harvard, undir fyrirsögninni; "Vafasamar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda".

"Vafasamt hlýtur að teljast að lokun landsins og stórkostlegar takmarkanir á atvinnufrelsi fjölmennra hópa samrýmist stjórnarskrá og lögum. Að minnsta kosti benda viðbrögð annarra Evrópuþjóða, eyríkja sem annarra, sem búa við stjórnskipun og löggjöf sem líkist okkar, til þess að síður íþyngjandi aðgerðir séu nú um stundir taldar nægjanlegar. Engar þeirra virðast álíta það markmið raunhæft eða samrýmast hófsemd að reyna að skapa veirufrítt svæði með því að stöðva allar ferðir yfir landamæri.".

 

Það vita allir hvernig það fór með þessar síður íþyngjandi aðgerðir, í dag eru þær strangari en hér, en munurinn er sá líklestin er farin af stað, í mörgum þessum löndum slagar mannfall haustsins hátt uppí þann fjölda sem féll í vor, munurinn er sá að í vor vissu menn svo lítið, í dag eru menn undirbúnir og gjörgæslur og önnur meðferð bjargar því miklu fleirum.

Samt deyr fólk og deyr, og miklu fleiri eiga eftir að deyja.

Verst er samt lygi Reimars, úthugsuð til að blekkja, "með því að stöðva allar ferðir yfir landamæri", ferðalög yfir landamæri hafa aldrei verið stöðvuð hérlendis, og krafa um sóttkví við landamæri var langt í frá séríslenskt fyrirbrigði.

 

Eitt af því sem einkenndi áróðurinn eða blekkingarinnar var að taka lönd þar sem faraldurinn var ekki eins skæður og í mörgum öðrum löndum, og það notað sem rök fyrir því að mildari sóttvarnir virkuðu betur en þær hörðu.

Þýskaland var tekið sem dæmi um stórt ríki þar sem ekki var gripið til eins harkalegra ráðstafana og í löndum eins og Ítalíu eða Bretlandi.  Þjóðverjar náðu vissulega að halda veirunni í skefjum í vorbylgjunni en aðferðirnar voru um margt svipaðar og reyndar voru í upphafi í öðrum stórum löndum.  Kannski var þýskur almenningur meðvitaðri um smithættu og hagaði sér í samræmi við það en allavega þá braust ekki út stjórnlaus faraldur þar í vor, ólíkt því sem gerðist í hinu stóru löndum Vestur Evrópu.

En þegar faraldur er stjórnlaus, þá duga ekki önnur ráð en að skera á smitleiðir veirunnar með stífum samfélagslegum lokunum.  Eitthvað sem Þjóðverjar hefðu neyðst til að gera eins og allir aðrir.

Og gera núna á þessum tímapunkti; "Hert útgöngubann tekur gildi í Þýskalandi í dag og gildir til 10. janúar vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Skólum verður lokað og fyrirtækjum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu verður gert að loka. (Ruv)".

 

Svíþjóð var síðan annað dæmi sem hampað var mjög, þrátt fyrir að mannfall þar átti sér engin önnur fordæmi á Norðurlöndum.

Bara það sem gerðist þar í vor gera þessi orð Sigríðar Andersen alþingismanns og foringja sóttvarnarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum óskiljanleg;

""Ég hef ekk­ert legið á mín­um skoðunum og þetta er ákveðin leið sem ég tala fyr­ir og óska eft­ir skýr­ing­um frá yf­ir­völd­um. Af hverju fara menn þessa leið?" spyr Sig­ríður og bæt­ir við að sín leið sé lík­ari margtugg­inni sænskri leið, sem sótt­varna­lækn­ir hafi upp­haf­lega viljað feta: "Þess vegna er svo skrítið að menn hafi gefið í í þess­um sótt­varnaaðgerðum þegar líður á far­ald­ur­inn og þegar það er al­veg ljóst að menn eru að veikj­ast minna og höndla far­ald­ur­inn bet­ur. Þá er gripið til harðari aðgerða. Það þarf að út­skýra það"".

 

Það er mikill misskilningur að sænsk heilbrigðisyfirvöld hafi ekki gripið til harðra sóttvarnaaðgerða og þegar komið var fram á mitt sumar var heimsóknabann á hjúkrunarheimilum landsins og á meðan við máttum ferðast um landið okkar, þá máttu Svíar ekki fara nema x kílómetra frá heimili sínu í sumarfrí.

Vandinn var eins og sagði í nýrri skýrslu þarlendra um sóttvarnir; "Það mistókst að verja eldra fólk fyrir COVID-19, segir í áfangaskýrslu nefndar sem sænsk stjórnvöld skipuðu í sumar.Skýrslan er áfellisdómur yfir viðbrögðum yfirvalda í Svíþjóð, aðgerðir þeirra hafi komið of seint og ekki gengið nógu langt.".

Þeirra eigin orð um hina margtuggnu leið sem Sigríður Andersen hefur barist fyrir, þær mistókust því þær komu of seint og gengu ekki nógu langt.

 

En faraldurinn er í rénun í Svíþjóð var þá sagt og áróðursvélin dró upp að Íslandsströndum því til sönnunar forstjóra Karilanska sjúkrahússins, Íslendinginn Björn Zoëga.  Allt var í góðu hjá honum og hans fólki, varla kóvid sjúklingur á sjúkrahúsinu en sagði þó að faraldurinn væri víða í vexti út um sveitir.

Bloggar höfðu ekki heldur undan að birta litmyndir af smitkortum Evrópu þar sem hluti Svíþjóðar kom betur út en Ísland og Noregur.

Og það var sífellt ráðist á Þórólf á blaðamannafundum, af hverju er ástandið svona gott í Svíþjóð, er það ekki vegna þess að þeir gáfu veirunni frelsi??

 

Í dag er allt lokað í Svíþjóð, og ástandið ekki gott.

Þetta mátti lesa í SVT í gær;

"153 nya dödsfall har rapporterats in sedan i fredags i Sverige, vilket gör att den totala dödssiffran i landet nu ligger på 7 667 personer. Samtidigt forsätter smittan att öka. Ökningen är ganska jämnt fördelad över olika åldersgrupper. Särskilt ökningen för personer över 70 år är bekymmersam eftersom de har ett större behov av sjukhusvård och större risk för att dö, säger Sara Byfors, enhetschef på Folkhälsomyndigheten, under tisdagens pressträffDet ökar i alla åldersgrupper vilket är en signal om att alla måste vara med i att bromsa smittspridningen. Det är viktigt att alla gör vad vi kan, fortsätter Byfors.".

Það verður að bremsa af smitútbreiðsluna, gjörgæslan er að yfirfyllast.

 

Ekkert af þessu á að koma á óvart því það er þannig með bráðsmitandi farsóttir, að þær breiðast út þar til hjarðónæmi næst eða það er skorið á smitleiðir þeirra.

Eitthvað sem vestrænir stjórnmálamenn þráuðust við fram eftir öllu hausti með þekktum afleiðingum.

Eitthvað sem íslensk stjórnvöld öxluðu ábyrgð á og því erum við í einum bestu málum í Evrópu í dag.

 

Öxluðu ábyrgð á þrátt fyrir beina andstöðu hluta af ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins (Frétt af mbl.is Þrír ráðherr­ar í hópi efa­semda­manna).

Þrátt fyrir opinbert andóf þingmanna flokksins sem sögðu létu meðal annars þetta út úr sér; "Bara að ein­hver geti dáið og þá get­um við bara lokað heim­in­um (BN)".

Þrátt fyrir harðskeyttan áróður fjársterkra hagsmuna.

Að stóru leiti vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson stóð ístaðið gegn þessum áróðri, með þjóðinni gegn hinum þröngu hagsmunum.

 

Eftir stendur samt að áhrifafólk barðist fyrir fjöldamorðum, sænska dauðinn er um 250 einstaklingar hjá okkur.

Það eru þessir einhverjir sem Brynjar Níelsson talar um, rökin vernda ferðaþjónustuna.

En það er engin ferðaþjónusta í heiminum í dag, það er allt lokað, alls staðar.

 

Allt þetta fólk vissi vel fyrir hverju það var að berjast.

Það vissi afleiðingarnar, það þurfti ekki raunveruleikann til að skera úr um.

Það gengur laust meðal okkar og fær áfram að berjast gegn og grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.

Ráðast á heilbrigðisyfirvöld, ráðast á sóttvarnaryfirvöld.

 

Biðst ekki afsökunar, iðrast einskis.

Eina sem hefur breyst er að það hefur ekki lengur dæmin til að vitna í.

 

En ég skal vitna í dæmi um árangursríka sóttvarnir í landinu þar sem allt þetta hófst.

Hér hæðumst við að þeim, köllum þær kínversku leiðina.

"Thousands of people packed shoulder-to-shoulder with no face masks in sight, frolicking on rubber floats and cheering along to a music festival. It's not a very 2020 image, but it was the scene this weekend in the Chinese city of Wuhan, where Covid-19 first emerged late last year. ".

 

Það er allt eðlilegt í Whuan í dag.

Það tók aðeins innan við 3 mánuði.

 

Sóttvarnir virka.

Þetta er aðeins spurning um þekkingu og vilja.

 

Ekkert annað.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Yfirfullar gjörgæslur og smitmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1440178

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband