251 lækn­ir hafi látið lífið úr Covid-19

 

Samt upplifum við umræðu á Íslandi að þetta sé eins og hver önnur flensa, eftirminnileg eru ummæli Sigríðar Andersen þingmanns á opnum netfundi sem Morgunblaðið sá ástæðu til að netvarpa, þegar hún spurði Jón Ívar Einarsson prófessor við Harvard hvort það væri ekki þekkt að eldra fólk dæi úr kvefi og enginn gerði mál úr því.

Þessi sami Jón Ívar var fenginn til að skrifa greinar í Morgunblaði þar sem hann gerði lítið úr hættunni af kórónu veirunni, laug til um dánarlíkur, laug til um að í Bandaríkjunum væri faraldurinn á niðurleið þó sóttvarnir væru þar miklu vægari en hér heima í sumar.

 

Af hverju er ég að rifja þetta upp??

Vegna þess að þetta fólk er ennþá að.

 

Hefur blekkt og logið og fullt að hrekklausum eldri íhaldssálum um allt landið trúir þeim.

Lætur meir að segja út úr sér að hættan af þessum faraldri hafi verið ýkt.

Rökin, sjáið Ísland, hér hafa svo fáir dáið.

 

Sem er rétt, það dóu svo fáir vegna þess að sóttvarnir þjóðarinnar héldu að mestu.

Samt dóu of margir, því innan ríkisstjórnar Íslands er fólk sem trúði þessu kjaftæði og lygum, og hefur alla tíð lagst gegn nauðsynlegum sóttvörnum í tíma.

AxlarBjörn, afkastamesti fjöldamorðingi Íslandssögunnar, var réttaður, en hann hefur ekki svona mörg mannslíf á samviskunni.

 

En í dag segjum við bara Shit happens.

Og Brynjar og Sigríður fá áfram að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar, í nafni tjáningarfrelsis fá þau að berjast fyrir ótímabæru andláti samborgara sinna, og eru hetjur fyrir vikið hjá hluta þjóðarinnar.

 

251 læknir deyja ekki vegna kvefs.

251 læknir deyja ekki vegna flensu.

251 læknir dóu vegna þess að ekki var þrek til að loka á smitleiðir veirunnar í tíma á Ítalíu, og skurðgröftur gegn sóttvörnum endurtók þann leik í haust.

 

Það er líka hollt að lesa það sem formaður Ítalskra lækna sagði í þessari frétt; "Fil­ippo Anelli, formaður lækna­fé­lags­ins í Ítal­íu, seg­ir meiri sam­gang á milli fólks og háan smitstuðul meðal ein­kenna­lausra vera aðalástæðu þess hve marg­ir hafa dáið í seinni bylgj­unni.".

Hár smitstuðull meðal einkennalausra er ein af aðalástæðum þess hve margir hafa fallið það sem af er hausti á Ítalíu.

Hollt að lesa því þessi orð sá ritstjórn Morgunblaðsins ástæðu til að birta í viðtali við sóttvarnaglæpamann sem montaði sig af glæpum sínum.

"Það eru eng­ar rann­sókn­ir til um það, það er búið að rann­saka þetta í 100 ár, meðal ann­ars eft­ir 1918-far­ald­ur­inn, það er til ein­hver ein rann­sókn þar sem kannski lík­lega ein­hver smit­ar af veiru áður en hann er kom­inn með ein­kenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita ein­kenna­laus. Þú get­ur ekki greint Covid-19 nema þú sért með ein­kenni,".

 

Fannst ritstjóra Morgunblaðsins að nógu margir hefðu ekki dáið á Íslandi, þurfti blaði því að leggja sitt lóð á vogarskál dauðans svo fleiri féllu??

Með því upphefja bull og vitleysu manneskju sem braut gegn sóttvörnum þjóðarinnar og komst upp með það vegna aumingjaskapar löggæsluyfirvalda.

Eða var aumingjaskapurinn að skipan ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem eru á móti sóttvörnum, telja sig vinna fyrir dauðann en ekki þjóðina??

 

Einkennalaus smitar ekki hefur Mogginn eftir sóttvarnarglæpamanni.

Einkennalausir hafa háan smitstuðul segir formaður ítalskra lækna.

Hefði sóttvarnarglæpamaðurinn verið smitaður, þá hefði hann náð að breiða út smit, áður en sóttvarnarakningarteymið hefði náð að grípa inní.

 

Alvarleikinn.

Þá skal ég segja frá manni, nánum ættingja mínum, sem kom til landsins á svipuðum tíma og sóttvarnarglæpamaðurinn sem Morgunblaðið hefur hampað svo mjög.

Hann var að koma til landsins í gegnum Kaupmannahöfn, frá Færeyjum þar sem hann kom í land af báti, á ferðalaginu smitaðist hanna af kóvid, það uppgötvaðist í seinni skimun. 

En hann var í einangrun í út í sveit og aðeins nánasta fjölskylda í sóttkví. 

 

Hefði hann hins vegar hagað sér eins og sóttvarnarglæpamaðurinn, þá hefði hann getað smitað marga því erindið var að mæta í jarðaför, og síðan austur á land.

Það er hann hefði verið fávit en ekki ábyrgur borgari landsins, þá hefði hann hugsanlega verið örsök víðtækrar hópsýkingar.

Því skýrslutaka stoppar ekki sóttvarnarglæpamann sem dreifir smiti vísvitandi.

 

Hver hefði þá verið ábyrgur??

 

Svarið er einfalt, þeir sem hefðu látið hann komast upp með fávitaskap sinn.

 

Gleymum því ekki.

Kóvid er dauðans alvara.

 

Þrátt fyrir ýtrustu varúðarráðstafanir eru læknar og hjúkrunarfólk að falla um allan heim.

Þrátt fyrir brýningar á brýningar ofan, er fólk að haga sér eins og fífl.

Ferðast á milli landa, berandi með sér veiruna, gefur skít í náungann.

 

Í Bandaríkjunum hundsuði fjölda fólks aðvaranir sóttvarnaryfirvalda um Þakkargjörðahátíðina og þúsundir saklausra eru byrjaðir að falla þess vegna.

Sama á sér stað núna um jólahátíðina, þúsundir saklausra mun deyja.

 

Hér erum við svo lánsöm að það er skimun og sóttkví við landamærin.

Sem all all flestir virða og fara eftir.

 

En það þarf ekki nema einn fávita.

Og veiran getur hitt einhvern sem hefur ekki þrótt til að verjast henni.

 

Þess vegna.

Þess vegna.

 

Þess vegna er það ekki líðandi að fólk komist upp með að virða ekki sóttvarnir á landamærum.

Og þar er við stjórnvöld að sakast, þau eiga að hafa eftirlitið, þau eiga að grípa inní.

Strax, ekki seinna.

 

Annað er rússnesk rúlletta.

Kveðja að austan.


mbl.is Flest dauðsföll á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1440178

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband