10.12.2020 | 13:37
Af hverju voru íþróttir leyfðar hjá afreksfólki?
Spyr Þórólfur og svarar svo sjálfum sér;
"Eftir þessu var kallað innan íþróttahreyfingarinnar," sagði Þórólfur.
Og vísar í stóru klúbbana í Reykjavík, sem hafa þau ítök meðal stjórnmálamanna sem á næstu mánuði þurfa að sækjast eftir endurnýjuðu umboði til þingsetu, og þá ferð þú ekki gegn þessum klúbbum.
Vandinn er að Þórólfur þarf ekki á slíkum stuðningi að halda, hann er ekki kosinn í prófkjöri, heldur skipaður embættismaður sem nýtur trúnaðar þjóðarinnar.
Allrar þjóðarinnar.
Ekki bara þeirra sem borga í kosningasjóð eða tryggja atkvæðasmölun í komandi prófkjörum.
Þórólfur er sóttvarnarlæknir, rök hans fyrir lokun eða gegn tilslökunum hljóta alltaf að byggjast á þeirri bestu vitneskju sem hann býr yfir. Þess vegna til dæmis réttlætir hann opnun sundlauga en leggst gegn lífsstílspúlinu sem á sér stað í lokuðu þröngu rými líkamsræktarstöðvanna, rökin eiginlega segja sig sjálf.
En það liggja engin rök að baki þessarar setningu; "Ef allt íþróttastarf hefði verið leyft hefði það ekki verið varfærnislegt".
Hún sem slík getur alveg verið rétt, og það getur líka verið rétt að gera undanþágur fyrir meint afreksíþróttafólk á grundvelli þess að tíminn vinnur gegn því ef það æfir ekki, en þau rök hafa ekkert með að gera að opna fyrir æfingar í efstu deildum boltaíþrótta.
Vissulega er afreksfólk meðal þeirra hundruða sem fá leyfi til að æfa, kannski 2-5 í karlafótboltanum, 10-15 í kvennaboltanum, hugsanlega svipaður fjöldi í handboltanum, allavega kvennaboltanum. Um aðrar íþróttir þekki ég ekki.
Það vill nefnilega svo til að allflest afreksfólk okkar í þessum íþróttum æfir og leikur með félagsliðum erlendis, og félaga þar æfa óháð reglum og ordum Þórólfs Guðnasonar.
Eftir stendur spurningin, af hverju bullar maðurinn svona??
Það má rétt vera að það sé ekki rétt á þessu augnabliki að opna fyrir æfingar íþróttafólks eldri en 15 ára, en þá hlýtur það að gilda um allar æfingar í meistaraflokki, en ekki eftir stærð viðkomandi klúbba eða ítökum þeirra innan íþróttahreyfingarinnar, eða óttanum sem einstakir stjórnmálamenn hafa gagnvart komandi prófkjörum.
En út frá þeim sóttvarnarrökum er ekki opnað fyrir æfingar á þeim svæðum þar sem faraldurinn hefur geisað og en áfram lokað á þau landsvæði þar sem kóvid faraldurinn er aðeins frétt sem fólk fær að heyra um í fjölmiðlunum fyrir sunnan.
Sjái menn þetta ekki þá eru menn annað hvort dauðþreyttir, búnir að missa tenginguna við raunveruleikann, haldandi sér gangandi aðeins á jöxlunum.
Eða þeir láta undan þrýstingi.
Í útlöndum væri jafnvel spurt um spillingu.
Þórólfur setti niður við þennan kattarþvott.
Það eru engin fagleg rök að baki ákvörðunum hans.
Og hann er ekki maður til að viðurkenna það.
Það er miður.
Hann hefur verið betri en þetta.
Kveðja að austan.
![]() |
Góð rök fyrir því að banna ræktina en leyfa sundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2020 | 10:25
Þúsundir létust.
Eiginlega tugþúsundir vegna þarlendra vitleysingja sem við á Íslandi þekkjum sem Sigríði Andersen, Brynjar Níelsson að ekki sé minnst á börnin í ríkisstjórn Íslands sem eru Konni þessa lands.
Til upplýsingar hugsanlegra lesenda þessa bloggs sem eru yngri en það að muna eftir Baldri og Konna þá er Konni brúða búktalarans.
Feisum það, ef það væri ekki hann Þórólfur, þá hefði þetta lið náð að drepa hundruð, í stað þeirra 18 sem féllu, á meðan það var hlustað á raddir þess.
Um allan hinn vestræna heim er fólk að kafna vegna áhrifa þessara afneitunarsinna á alvarleik króunarveirunnar.
Hundruð þúsundir hafa dáið beint vegna þessa fólks.
Mestufjöldamorð sögunnar frá því að Gúlagið og Auschwitz var og hét.
Og þetta fólk gengur laust, eins sorglegt og það er.
Á meðan eru líf undir.
Á meðan deyr líf.
Á einhverjum tímapunkti eigum við að þakka fyrir Þórólf.
Kveðja að austan.
![]() |
Þúsundir létust í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. desember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440178
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar