7.11.2020 | 19:46
Ekki Trump vann Trump.
Eftir stendur klofinn þjóð í herðar niður, án leiðtoga, án lýðræðislegrar forystu.
Valdataumarnir eru hjá mönnum bakherbergjanna sem tóku sovésku leiðina á þetta, völdu þann elsta og hrumasta, sem gegnir aðeins embættinu að nafninu til.
Hvernig á slíkt að sameina þjóðina??
Hvernig byggir slíkt brýr á milli stríðandi fylkinga sem eru aðeins nokkur augnablik frá því að láta vopnin tala??
Að ekki sé minnst á hvaða líkur eru á að menn bakherbergjanna, beintengdir Wall Street og glóbal auðnum, takist á við rótina sem skýrir að gikkur eins og Trump fékk þetta mikið fylgi að það þurfti bein inngrip fjölmiðla til að leggja hann að velli, og það með naumasta mun?
Því þessar kosningar snérust ekki um mismun eða misskiptingu heldur sjálfa lífsafkomuna, að fólk hafi vinnu til að hafa í sig og á.
Menn sem viðurkenna ekki vandann eða gera sér ekki grein fyrir alvarleik hans, eru ekki líklegir til að leysa hann.
Ekki Trump vann en bandaríska þjóðin tapaði, hvernig sem á það er lítið.
Ósigur hennar var staðfestur þegar ljóst var að auðurinn sem á lýðræðið gat ekki boðið þjóðinni upp á valkost við Trump.
Eftirleikurinn hefur síðan bara verið skrípaleikur, aðeins hefur vantað stundina þar sem aðstoðarmaðurinn þurfti að rétt upp handlegg leiðtoga sem ekki var ennþá meðal vor, og láta hana,það er höndina veifa mannfjöldanum.
Sú stund var endalok Sovétríkjanna, þó það skrimti að nafninu til nokkur ár í viðbót.
Sigrar sem kosta menn allt þannig að stríðið er gjörtapað, eru oft kallaðir Pyrrhosarsigur eftir grískum konungi sem missti ríki sitt og krúnu eftir einn slíkan sigur.
Sigur Bidens er ekki slíkur sigur.
Hann er verri en það.
Kveðja að austan.
![]() |
Joe Biden sagður kjörinn forseti Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2020 | 14:50
"Viljum bara það sem virkar"!
Segir Logi, hinn nýendurkjörni formaður Samfylkingarinnar.
Og einhver hefði haldið að hann væri að boða grundvallarstefnubreytingu í málefnum Samfylkingarinnar.
Tryggð við krónuna og beina yfirlýsingu um að Samfylkingin hefði séð villu síns vegu gagnvart Evrópusambandinu
Enda vandséð hvernig menn geti minnst á jafnaðarstefnu í öðru orðinu og dásamað hið frjálsa flæði Friedmans sem er hornsteinn innri markaðar evrópska efnahagsvæðisins.
Nei, nei, Logi reyndi bara að toppa andlegt atgervi Bidens.
Þó með vottorð um að hann hafi aldrei verið tekinn í meðferð niðri í kjallara.
Aumt er þetta.
Aum er arfleið Héðins og Bríetar, þegar grímulaus frjálshyggja hins frjálsa flæðis, flæðis fjármagns í skattaskjól, félagslegra undirboða, mannsals og alþjóðavæðingarinnar er kennt við klassíska norræna jafnaðarstefnu.
Að stefna andstæðinganna, þeirra svörtustu og alverstu, liberal 19.aldar sé orðin kennisetning arftaka þeirra.
Lítið hefði orðið úr verkfallinu um vökulögin ef það hefði dugað að flytja inn nokkra atvinnulausa fátæklinga frá Austur Evrópu til að vinna með bros á vör dag og nótt líkt og það verkfall snérist um.
Faðirvor andskotans í sinni tærustu mynd.
Ekki hjá strákunum hans Hannesar.
Heldur hjá þeim sem tóku við kyndli jafnaðarmennskunnar og enduðu svona.
Og hafa ekki einu sinni elliglöp sér til afsökunar líkt og Biden.
Það er svo.
Þessu fólki er ekki viðbjargandi.
Kveðja að austan.
![]() |
Viljum bara það sem virkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2020 | 10:39
Það er slegist við veiruna um allan heim.
Sífellt verið að herða aðgerðir.
Svo sitjum við hér uppi með kjaftæði þar sem stúlkukrakki segir við sér eldri og reyndari mann, mann sem hefur leitt baráttu þjóðarinnar gegn veirunni, "Mér hugnast ekki breytingar þínar".
Við sitjum uppi með þing sem röflar um réttarheimildir sóttvarna, en ekki faraldurinn og afleiðingar hans fyrir heimili og fyrirtæki.
Af hverju er ekki búið að frysta verðtrygginguna?, það er óeðlilegt að heimsfaraldur veiru hækki húsnæðislán fólks.
Og af hverju er ekki búið að setja neyðarlög sem stöðva innheimtuhringekjuna??
Af hverju er það ekki rætt sem þarf að ræða og um leið þaggað niður kverúlöntum hægri öfganna.
Af hverju er slíkt fólk í ríkisstjórn Íslands??
Já, af hverju.
Kveðja að austan.
![]() |
Örþrifaráð í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 7. nóvember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar