5.11.2020 | 21:39
Trump the Bad Boy.
Og sjálfsagt eitthvað til í því.
Annars væri hann ekki Trump, búið að skipta honum út fyrir einhvern annan líkt og gamalmennið Biden sem hvarf ofaní kjallara og birtist aftur nokkrum vikum seinna sléttur og hrukkulaus, svo hver fatagína hefði viljað líkjast.
Samt kvartar enginn yfir því að nútímatækni sé notuð til að blása lífi í mann, sem þegar var orðinn ófær í upphafi kosningabaráttunnar til að gegna embættinu, til að hann virki lifandi svona rétt á meðan sitjanda forseta er komið frá völdum.
Slíkt er aðeins gert og ákveðið í bakherbergjum að mönnum sem enginn kýs, sem enginn kaus, en hafa yfirtekið lýðræðið og gert kosningarnar að skrípaleik.
Eða hvaða orð annað er hægt að nota þegar réttlæting þess að kjósa gamalmennið er sú, að varforsetaefnið sé ungt og kraftmikið, og taki þá bara við.
Slíkur skrípaleikur er atlaga að lýðræðinu.
Og vilji ÖSE ræða kosningasvindl, þá ætti stofnunin að fordæma atlögu fjölmiðla auðsins að lýðræðinu þegar þeir allir sem einn birtu falsfrétt um að Trump ætlaði að stela kosningunum með því að neita að viðurkenna úrslitin og vísa þá í að þær væru ekki löglegar vegna misbresta í framkvæmd póstkosninga.
Þetta er falsfrétt því þarna er verið að ætla eitthvað um hvað myndi gerast, heimildir engar nema nafnlausir heimildamenn sem höfðu heyrt af einhverjum svona speglusjónum.
Ef heimildin er ekki betri en þetta þá geta fjölmiðlar ekki slegið þessu upp á forsíðu, því samkvæmt þessari aðferðafræði er hægt að fullyrða hvað sem er, líkt og falsfréttirnar um Hillary Clinton og demókratana voru fyrir um 4 árum síðan.
Nema þá voru það tilbúin nettröll sem fölsuðu, mörg hver tengd við rússnesk stjórnvöld, en virtir fjölmiðlar komu ekki nálægt.
Vegna þess að slíkur tilbúningur eða getgátur eru og verða alltaf atlaga að lýðræðinu.
Samt var þetta gert núna fyrir örfáum dögum síðan, á lokasprett kosningabaráttunnar, og við þessu á framboð Trump engin svör, ekki frekar en önnur lýðræðisleg framboð sem verða fyrir barðinu á svona fréttaflutningi.
Núna þegar ljóst er hve mjótt er á mununum í mörgum ríkjum, þá er ljóst að þetta samsæri helstu fjölmiðla auðsins hafði bein áhrif á úrslit kosninganna.
Slík bein áhrif eru alltaf, undir öllum kringumstæðum, í öllum lýðræðisríkjum, kallað svindl.
Nema þegar Trump the Bad Boy á í hlut.
Þá má allt, hann skal fella með illu þegar annað dugar ekki.
Og ÖSE segir ekki neitt.
Svona tvískinnungur er aldrei til góðs.
Kveðja að austan.
![]() |
Gróf misnotkun Trumps á embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2020 | 16:27
Andersen heggur í sömu knérum.
Í sinni heilögu krossferð fyrir rétt sýkla til að drepa fólk.
Yfirskinið er að sóttvarnir "feli í sér miklar takmarkanir á réttindum manna".
Lífgjafi minn, kírópraktor minn sem var lokaður inni í vor með skelfilegum afleiðingum fyrir mig, sagði mér brosandi (hann er alltaf brosandi eins og sönnum lífgjöfum sæmir) að þetta væri eins og að fólk hefði neitað að slökkva ljósin í Bretlandi vegna þess að það tæki ekki fyrirmælum frá stjórnvöldum sem vísuðu í almannahagsmuni.
"Rétturinn til að vera ég er æðri slíkum hagsmunum", orðaði það kannski ekki nákvæmlega svona, en þetta var kjarni orða hans.
Við ræddum síðan hver hefðu verið örlög slíkra viðrina (hann reyndar var kurteisari) á stríðstímum, niðurstaða okkar var sú að það hefði ekki reynt á það, engum hefði dottið í hug þessi nálgun.
Svona breytast tímarnir.
Svona er máttur orðræðu þess í neðra, að við fáum frétt um að hægri öfgamaður takist á við heilbrigðisráðherra um rétt hins smæsta, því mikið smærri verða lífverur ekki en veirur, og jafnvel spurning hvort þær séu lífverur, til að drepa fólk.
Um 20% þjóðarinnar er í áhættuhópi upplýsti sóttvarnarlæknir fyrir ekki svo löngu.
Eldra fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Það versta er að það veit kannski enginn hvenær veiran er banvæn og hvenær hún er meinlítil, hún er eins og tifandi sprengja um mitti öfgamanns Íslamista sem sæta færi á að drepa og meiða samborgara sína.
Sífelld undirliggjandi ógn.
Sigríður Andersen má þó eiga að hún gengur hreint til verks.
Ræðst gegn sóttvörnum þó hún viti að þær eru sérstaklega mikilvægar fyrir stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Líklegast treystir hún á þau glöp að þeir tengi ekki, sjái bara baráttukonuna sem berst fyrir frelsi, skilji ekki að það frelsi, er réttur veirunnar til að drepa það.
Andleg snerpa vill víst oft dvína með aldrinum.
En kannski er henni bara alveg sama.
Allavega er hún ekki vendikráka hvað þetta varðar.
Kveðja að austan.
![]() |
Tekist á um sóttvarnaaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 5. nóvember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar