Nú verður þú að tala mannamál Þórólfur.

 

Það eru landamærin sem leka, þú hefur margoft sagt það.

En þú tekst ekki á við þann leka í tillögum þínum.

Þú ræðst á almenning.

 

Samfélagið getur ekki endalaust verið í herkví sóttvarna, vegna þess að þú ert kjarklaus og tekst ekki á við þá hagsmuni sem beita sér gegn því að lokað sé fyrir lekann.

Þú segir; "Á sama tíma eru nýir stofnar að koma inn í gegnum landamærin.".

Svarið hlýtur að vera að stoppað sé í þennan leka, annars ertu ekki starfi þínu vaxinn, svo einfalt er það.

Aðeins þá getur þú réttlætt sóttvarnir sem lama allt mannlíf, stórskaðar allt íþróttalíf, heldur menningu og listum læstum inní gímaldi samfélagslegra lokana og fjarlægðartakmarka, og taka af okkur jólin.

 

Vegna þess að þú segir að "Það megi alls ekki ger­ast að litl­ar hóp­sýk­ing­ar sem grein­ist við landa­mær­in verði að stór­um hóp­sýk­ing­um."

Sem er eins og að segja að það megi ekki leyfa íkveikjum verða að stórum brunum, sem er rétt, en þá stöðva menn íkveikjurnar þegar vitað er hverjir kveikja í, í stað þess að skipa brottflutning úr húsum, fjölga í slökkviliði, halda stanslausar brunaæfingar því það veit enginn hvar brennuvargarnir, sem allir vita hverjir eru, kveikja næst í.

Ef lögreglan og slökkviliðið brygðust svona við, þá myndir þú segja að þetta fólk væri galið, óhæft til að vernda almenning.

 

Þú myndir segja það Þórólfur.

Það myndi allir segja það.

Nema kannski þeir sem fengju borgað frá brennuvörgunum svo þeir fengju að stunda iðju sína í friði.

 

Og það ömurlegast er Þórólfur að þessi leki er vegna innflutnings á skammtíma ódýru vinnuafli sem fengið er til landsins á skítakaupi til að vinna verk sem annars væri sinnt af innlendum á eðlilegu kaupi og kjörum.

Með öðrum orðum ertu samsekur í að brjóta niður innlendan vinnumarkað.

 

Það eru hagsmunirnir sem eru undir.

Hið siðblinda frjálshyggjuflæði hins frjálsa flæðis Evrópska efnahagssvæðisins.

 

Í stað þess að mæta siðblindunni.

Þá beinir þú spjótum þínum að þjóðinni.

 

Það er ekki rétt Þórólfur.

Það er ekki rétt.

Þetta er ekki sú siðfræði sem ömmur okkar ólu okkur upp í.

 

Það er bara svo.

Og þær vita alltaf hið rétta.

 

Orð slæmrar samvisku fá því ekki breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Fylgst verði vel með þeim sem greinist við landamæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband