21.11.2020 | 09:59
Já en hvað um evruna??
Hvers á hún að gjalda, af hverju minnist Logi ekki á hana líka??
"Ekki nóg að gert"!
"Hlusti loksins á tillögur Samfylkingarinnar"!
Undirstrikar mikilvægi evrunnar!
Og Loga hefði tekist að segja það þrennt sem honum var samviskusamlega kennt að nýr formaður Samfylkingarinnar þyrfti að kunna þegar hann tjáði sig um allt sem er milli himins og jarðar, í þessu lífi eða öðrum, hvort sem um er að ræða smár tittlingaskítur eða fordæmalausir tímar farsóttarinnar.
Á meðan hann segir ekkert annað þá eykst fylgi Samfylkingarinnar hægt og bítandi, minningin um landráðin í ICEsave eða svikin við íslensk heimili fölnar inní óminni gleymskunnar fyrir orðsnilld formannsins.
Íslensk stjórnmál í dag, það er hvorki logið uppá þau eða Samfylkinguna.
Þess vegna, þrátt fyrir allt, eigum við að meta núverandi ríkisstjórn.
Það er þó fólk í henni og það er að reyna sitt besta.
Vilji menn meira þá þarf opna umræðu, opinn umræðuvettvang, og ekki hvað síst opinn vilja til að vega og meta hugmyndir og tillögur, þar sem þeim er leyft að þróast, jafnt í eitthvað sem er skynsamlegt og framkvæmanlegt, eða í nýjar hugmyndir og tillögur, því þannig vinnur mannsandinn, hugsun leiðir að sér hugsun, hugmyndir að sér hugmyndir.
Fordæmalausir tímar þröngva oft mönnum til slíkra samræða.
Við lifum slíka tíma í dag og þó það megi hrósa íslenskum stjórnmálamönnum að vera ekki með nag eða leiðindi þá er ekki hægt að hrósa þeim fyrir umræðuna.
Því hún hefur ekki eiginlega verið nein.
Aðeins fyrirsjáanlegir frasar skylduumræðunnar þar sem alltaf það sama er sagt og Mogginn nær að ramma svo vel í fyrirsögn þessarar fréttar.
"Ekki nóg að gert en þó skref í rétta átt.
Það er samt hægt að gera miklu betur.
Það er alltaf hægt.
Eitt sem öskrar á athygli er hinn mikli mannauður sem hefur misst lífsviðurværi sitt.
Bætur tryggja vissulega salt í grautinn en þær örva ekki athafnaþrá og sjálfsbjargarhvöt fólks sem við köllum í daglegu tali nýsköpun.
Svo má ekki endurtaka mistökin frá 2008.
Um það er þögn, æpandi þögn.
Það má gera betur.
Það á að gera betur.
Og það mun verða gert betur.
En hvað, hvernig hvenær??
Til þess er umræðan, þar eru tækifærin til að hafa áhrif.
Þess vegna er hún næsta verkefnið.
Tökum hana.
Kveðja að austan.
![]() |
Ekki nóg gert, en þó skref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. nóvember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar