18.11.2020 | 23:05
"Þetta er ekki drepsótt".
Segja tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Njóta stuðnings a.m.k. tveggja ráðherra flokksins.
Halda áfram að berjast fyrir ótímabæru andláti samborgara okkar.
Það er eins og blóðfórnin, 16 andlát sem þau bera beina ábyrgð með því að þvælast fyrir lokun landamæranna í sumar hafi ekki svalað blóðþorsta þeirra.
Þetta er ekki drepsótt segja þeir, hvurslags endalausa fáviska er þetta??
Er fólk ekki fólk ef það er ekki yngra fólk??
Veit það ekki að það þurfti samfélagslegar lokanir í vor til að hindra að hundruð þúsunda létust ekki úr farsóttinni í nokkrum af stærstu ríkjum Vestur Evrópu.
Þegar það var lokað á Spáni, 14. mars höfðu 202 látist, mánuði seinna þegar veldisvöxturinn fór loksins að verða línulegur, þá höfðu 19.000 látist, mánuði seinna í línulegum vexti, rúm 28.000.
Á Ítalíu var lokað 9. mars, 464 látnir, mánuði seinna 18.334, þá verður kúrfan meira línulega, 9. mai eru 30.473 látnir.
Bretar lokuðu 23. mars, þá höfðu 331 látist, 21.731 mánuði seinna, kúrfan byrjar að verða línuleg sirka 02. mai, þá höfðu 27.910 látist, mánuði seinna rúmlega 38.000.
Hefðu stjórnvöld viðkomandi landa ekki skorið á smitleiðir með samfélagslegum lokunum, verið það miklir fávitar að trúa að þetta væri ekki drepsótt í veldisvexti, og lagt til ráð Sigríðar Andersen, að fólk passaði uppá persónulegar sóttvarnir, þá hefði miðað við veldisvöxtinn, hátt í milljón manns dáið í þessum þremur löndum fyrir sumarbyrjun.
Ekki bara úr kóvid því spítalarnir hefðu verið orðnir óstarfhæfir vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk hefði hríðfallið.
Bara í þessum þremur löndum.
Heilbrigðisstarfsfólk klæðist kóvidgallanum vegna þess einmitt að þetta er drepsótt.
Það er gripið til samfélagslegra lokana einmitt vegna þess að þetta er drepsótt.
Svo er hluti Sjálfstæðisflokksins að telja okkur í trú um að svo sé ekki.
Berst gegn sóttvörnum sem er í raun tilraun til fjöldamorða þegar drepsótt er annars vegar.
Ríkisstjórn okkar gat réttlæt opnun landamæranna í sumar með vísan í almenna heimsku og dómgreindarleysi, þetta fólk hafði jú samþykkt Orkupakka 3 án þess að sögn gera sér grein fyrir að þar með væri skrifræðisbákni Evrópusambandsins afhent yfirstjórn orkuauðlinda þjóðarinnar.
Sú heimska og dómgreindarleysi hafi skýrt að ekki var hlustað á þá lækna og hagfræðinga sem vöruðu við því feigðarflani.
En af hverju var svona seint gripið til aðgerða þegar ljóst var í um miðjan júlí að landamærin hríðláku??
Er skýringin sú að einn stjórnarflokkurinn er skipaður fólki sem veit ekki hvað drepsótt er, sem veit ekkert til hvers sóttvarnir eru, veit ekkert um veldisvöxt smita, eða annað sem þarf til að hægt sé að taka vitrænar ákvarðanir á hættutímum.
Og það sé svo heimskt að þegar allar vestrænar þjóðir hafa beygt sig fyrir raunveruleikanum og grípa til ströngustu sóttvarna til að hindra að línlegur vöxtur dauðsfalla breytist í óviðráðanlegan veldisvöxt sem mun kosta hundruð þúsunda lífið, milljónir ef allt fer á versta veg með hruni heilbrigðisþjónustunnar, að þá taki það upp baráttu fyrir opnun landamæra þjóðarinnar og setji almennt spurningu við árangursríkar sóttvarnir þjóðarinnar.
Var heimska allan tímann skýring þess að þetta fólk þvældist fyrir sóttvarnaryfirvöldum??
Spyr sá sem ekki veit.
Svarið er formanns Sjálfstæðisflokksins.
Hann getur ekki þvegið ábyrgðina af núverandi faraldri, blóðfórninni eða efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum hans, af höndum sínum.
En hann getur tekist á við meinið í sínum flokki.
Hver dagur sem líður sem hann þegir, er dagur sem er ekki hægt að túlka á annan hátt en að hann sé sammála þessari heimsku.
Að hann telji vágestinn ekki drepsótt, að hann sé andsnúinn sóttvörnum þjóðarinnar.
Því þú getur ekki á sama tíma sagst vera sammála sóttvarnaryfirvöldum og um leið liðið beina atlögu að þeim.
Það er ekkert lýðræði á dauðans alvöru tímum að vega að sóttvörnum þjóðarinnar.
Það er ekkert lýðræði að þingmenn í það minnsta komist upp með að hvetja til fjöldamorða á þeim forsendum að þeir sem líklegastir til að deyja sé ekki ungt fólk.
Á öllu eru mörk.
Jafnvel þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut.
Þau mörk hafa verið rofin.
Kveðja að austan.
![]() |
Það liggur fyrir að þetta er ekki drepsótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2020 | 09:07
Göngum hægt um gleðinnar dyr.
Það eru frábærar fréttir að bóluefni komi fljótlega upp úr áramótum.
Enn eitt dæmið um styrk mannsandans þegar allir leggjast á eitt á hættu og ögurstundum.
En hættan er ekki liðin fyrr en öllum stendur bóluefni til boða.
Aðeins þá næst hið svokallaða hjarðónæmi mennskunnar sem er andstæða þess hjarðónæmis sem átti að fást með að fólki væri slátrað eins og gripum þar til veiran hætti að breiða úr sér svo ég vitni í nýlega boðun hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
Sporin hræða.
Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir allra helstu sérfræðinga þjóðarinnar gegn ótímabæri opnun landamæranna þá taldi ríkisstjórn Íslands sig vita betur, og allir vita hvernig það fór.
Hún vissi ekki rassgat eins og sagt var á mannmáli þegar ég var ungur einhvern tímann uppúr miðri síðustu öld, og ástandið í dag er nákvæmlega eins og varað var við.
Fólk hefur látist, frosið samfélag i fjötrum sóttvarna, viðvarandi ótti um hvern skaðar veiran næst.
Sporin hræða.
Í kvöldfréttir sjónvarpsins mætti Svanhvít Svavarsdóttir galvösk, nýbúin að kasta enn einu sinni sök sinni á starfsfólk Landakots, og tilkynnti alþjóð að eftir að framlínufólk og viðkvæmir hópar hefðu fengið bólusetningu, að þá yrði landið opnað á ný.
Hvað hún átti nákvæmlega við útskýrði hún ekki.
En sporin hræða.
Er það virkilega meining ríkisstjórnarinnar að veita veirunni frelsi korteri fyrir sigurinn yfir henni??
Eins og enginn sé lærdómurinn af ábyrgð sinni á ótímabærum andlátum 14 einstaklinga eða öllu því tjóni sem önnur og þriðja bylgjan hefur valdið samfélaginu, jafnt mannlífi eða afkomu heilu starfsstéttanna.
Eins og þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að alvarleiki veirunnar er ekki eingöngu mældur í fjölda fallinna heldur líka hvernig hún leikur fullfrískt heilbrigt fólk.
Sviptir það kannski starfsorku fyrir lífstíð.
"Ungir og heilbrigðir einstaklingar hafa sýnt einkenni líffærabilunar og skertrar líkamsstarfsemi allt að fjórum mánuðum eftir sýkingu. Einstaklingar með langa Covid hafa lýst viðvarandi einkennum á borð við þreytu, andleysi, verki og heilaþoku"." (Úr frétt Mbl.is um eftirköst veirunnar í Bretlandi).
Það er full ástæða til að fara varlega.
Sýna þolinmæði þar til þjóðin er örugg.
Nú þegar hefur það miklu verið fórnað, að það er vanvirðing við þær fórnir að vanvit sleppi veirunni lausri á síðustu metrunum.
Við þurfum að útrýma henni úr samfélaginu.
Og ekki hleypa henni inn aftur.
Vonandi er það stefna ríkisstjórnarinnar.
En henni er því miður trúandi til alls.
Sporin hræða.
Kveðja að austan.
![]() |
Lausn handan við hornið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 18. nóvember 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar