Sök ber af sér sakir.

 

Það þarf ekki að rífast um að mistök áttu sér stað á Landakoti, mistök sem er ekki hægt að hengja á húsnæði, starfsmannaeklu eða annað.

Þau mistök þarf starfsfólk Landsspítalans að takast á við og vinna úr, réttilega benti yfirsmitlæknirinn á í Kastljósviðtali þar sem snatar frjálshyggju og valds vildu fá einhvern til að hengja, að það mætir enginn í vinnu á Landspítalann  með því markmiði að gera mistök.

 

Hýenur valdsins, taglhnýtingar stjórnmálaflokkanna, allra þeirra sem ábyrgðina bera, skulu skammast sín til að halda kjafti, þau vörðu niðurskurð á niðurskurð ofan, hagræðingarkröfur sem fyrir mörgum árum tálguðu alla starfsemi inn að beini, síðan þá vó niðurskurðurinn að kjarna þess sem hélt þjóðarspítala okkar gangandi.

Aumkunarverðasta að öllu því auma í samfélagi okkar, fjölmiðlafólkið sem hefur selt sálu sína fyrir að halda vinnu á auðfjölmiðlum, eða samkrulli valdsins í Brussel við alþjóðlega hrægamma, dagsdaglega kallað Ríkisútvarpið, ætti að ganga hægt um fordæmingardyr, því seld sál býður alltaf síns lokadóms.

 

Svanhvít á samt að hafa vit á að þegja.

 

Þegar hún var aðeins yngri og hafði ennþá sál til að selja að boði Steingríms sem vildi verða ráðherra, þá tók hún að sér böðulshlutverk AGS, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að undirlægi hrægammanna, að loka allri spítalaþjónustu á landsbyggðinni.

Var svo aum og ómerkileg að hún kallaði það hagræðingu.

 

Landsbyggðarfólk mótmælti, en ögurstundin var samhent mótmæli lækna í Reykjavík sem bentu a að dýrast af öllu var að hafa alla sjúklinga landsins á einu hátæknisjúkrahúsi, þar væru miklu dýrari rúm undir en á spítölum landsbyggðarinnar.

Rifjað upp svo við gleymum ekki fortíð Svanhvítar Svavarsdóttur.

Hvernig væri ástandið í dag ef við hefðum bara einn spítala???

 

Meginskömm Svanhvítar er samt að hafa látið undan hægra öfgafólki í þing, ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, og ekki lokað landamærunum í tíma fyrir kórónuveirusmiti.

Landamærin láku, það var ljóst í byrjun júlí, miðað við tregðu kerfisins þá er eðlileg töf að reglur á landamærum hefðu ekki verið hertar fyrr en í júlílok.

Svanhvít dagsetti breytingar sínar á 19. ágúst, og þurfti hún til slag Kára klára gagnvart hægri öfgum, sjálf þagði hún, eins og hún hefur alltaf þagað.

 

Franska veiran kom inní landið 14. ágúst.

Hún hefur lamað samfélag okkar, og valdið ótímabærum andlátu 14 samlanda okkar.

Allt vegna aumingjaskapar Svanhvítar Svavarsdóttur.

Manneskjunnar sem sveik heimili landsins í hendur hrægamma, sem sveik í ICEsave, og hefur síðan svikið flest sem kenna má við hugsjónir mannúðar og mennsku.

Hún samþykkti Orkupakka 3.

 

Hefði Svanhvít Svavarsdóttir staðið í lappirnar gagnvart Sigríði Andersen og dúkkulísum hennar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, þá hefði aldrei reynt á smitvarnir Landakots.

Þá væri starfsfólkið þar aðeins önnum kafið, en ekki yfirhlaðið af verkefnum sem engan endi tók og tekur.

Gerði sitt besta við vonlausar aðstæður.

Í aðstæðum sem forystufólk smitvarna Landsspítalans varaði alvarlega við.

En Svanhvít kaus að hundsa.

 

Er hægt að leggjast lægra??

Ég bara spyr.

 

Kveðja að austan.


mbl.is „Augljóst“ að gera má betur á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vissum þetta ekki.

 

Er ávalt viðkvæðið þegar siðblindan og siðleysið á bak við alþjóðavæðinguna er afhjúpað.

 

Sem er örugglega rétt, það er valkvæð afstaða að vita ekki neitt innan gæsalappa, kallast trúverðug neitun.

Þá fara menn í vettvangsferð með bundið fyrir augun, tappa í eyrun og anda í gegnum hátæknilofsíu, svo menn finni ekki lyktina af mannlegu eymdinni sem knýr gróðavél þeirra áfram, heyri ekki grát og stunur hins örmagna verkafólks, eða sjái aðstæðurnar sem minna meir á þrælabú hins gamla Rómarveldis en eitthvað sem má kenna við nútímann.

 

Nei þetta er saklaust fólk, skinheilagt fólk.

Það leitar bara alltaf eftir lægstu tilboðunum, löngu búið að útvista öllum störfum úr framleiðslugeira Vesturlanda, og þegar lægsta tilboð er tekið, þá er strax byrjað að knýja fram lækkun á því, með fram að stöðugt er leitað nýjum löndum eða héruðum þar sem fátæktin er meiri, og þar með vinnuafl sem lætur bjóða sér ennþá svívirðilegri kjör.

Því þannig vinna þeir sem blóta þann í neðra.

 

Og þeirra er kerfið, alþjóðavæðingin, hið frjálsa flæði hins innra markaðar Evrópusambandsins, reglur sem skylda hið opinbera til að taka ávalt hinu lægsta tilboði og svo framvegis.

Við sjáum fríverslunarsamninga þar sem innlend framleiðsla á ekki breik gagnvart þrælahöldurunum, við sjáum sífellt flóknara regluverk sem virðist hafa þann eina tilgang að framleiða kostnað, til dæmis í landbúnaðinum og svarið er síðan, við þurfum að flytja inn því þið eruð ekki samkeppnisfær.

 

Og núna síðast sjáum við hvernig þessir djöflar (fornt orð yfir þá sem dýrka og þjóna þeim í neðra) hafa yfirtekið baráttu mannsandans gegn lofslagsvánni, henni er breytt í tæki sem skattleggur fátækt fólk út úr samfélaginu (hefur ekki efni á orkunni sem knýr heimilin eða nýtísku skattlausu rafmagnsbílunum svo dæmi sé tekið), grænir skattar og dýr orka hrekur framleiðslu til landa sem þurfa ekki að standa skil á neinum loftslagsskuldbindingum.

Eykur þar með sogið í þrælabúðir alþjóðavæðingarinnar.

 

Við sjáum hvernig frjálsa flæðið virkar á Íslandi, störf sem fólk vill ekki vinna sökum lélegra kjara miðað við erfiði þeirra eða aðbúnað, eru mönnuð með fátæku farandverkafólki í stað þess að lögmál markaðarins hækki laun og bæti aðbúnað svo innlendir vilji sinna  þeim.

Í raun hefur hið frjálsa flæði þurrkað út áratuga baráttu samtaka verkafólks fyrir bættu kjörum og aðbúnað.

Þeir sem lifa af í kerfi hinna lægstu tilboða, eru þeir sem vilja fara verst með fólk.

 

Og við vitum þetta öll.

En við gerum ekkert í því.

Ekki á meðan þetta snertir aðra.

 

En þetta snertir okkur öll að lokum.

Feisum það.

Og gerum eitthvað í því.

 

Til dæmis með því að þurrka út Samfylkinguna og aðra stuðningsflokka hins frjálsa flæðis.

Það væri góð byrjun.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrælað út fyrir þekkt vörumerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband